Færslur: Henrik L. Hansen

Mikill fjöldi smita dag hvern á Grænlandi
Útbreiðsla kórónuveirusmita í Nuuk höfuðstað Grænlands er tvisvar til þrisvar sinnum meiri en þar sem hún er mest í Danmörku. Landlæknir segir omíkron-afbrigðið hafa komið upp á versta tíma en segir erfitt að komast hjá útbreiðslu þess.
Enginn vafi leikur á að omíkron er komið til Grænlands
Enginn vafi leikur á að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið sér niður í Grænlandi líkt og víðast hvar um heiminn. Þetta er mat Henriks L. Hansen landlæknis sem óttast að smitum taki nú að fjölga verulega í landinu.
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
Mikill fjöldi smita í litlum bæ á Grænlandi
Langstærstur hluti nýrra kórónuveirusmita á Grænlandi greindist í Qasigiannguit, bæ í vestanverðu landinu á suðausturströnd Diskó-flóa. Af þeim 87 nýju smitum sem tilkynnt var um í dag eru 53 í bænum. Seinast var greint frá nýjum smittölum í Grænlandi á mánudaginn var.
03.12.2021 - 02:45