Færslur: Helgi Björnsson

Viðtal
„Ég ætla að taka mestallt kreditið sjálfur“
Hamingjan felst í litlu hlutunum, að sögn Helga Björnssonar sem ætlar að verja helginni að mestu með Vilborgu eiginkonu sinni í garðinum og huga að gróðrinum. Hann gaf nýverið út lagið Ýkja flókið sem Jón Jónsson á nokkra hljóma í þó þeir viðurkenni báðir að lagið sé eftir Helga.
09.05.2021 - 12:00
Myndskeið
Helgi Björnsson fær Krókinn 2020
Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar í dag. Helgi Björnsson hlýtur Krókinn 2020, viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu.
Fær rykkorn í augun yfir öllu þakklætinu
„Í gær fékk ég símtal þar sem mér var þakkað frá dýpstu hjartarótum fyrir að létta fólki stundir,“ segir nokkuð meyr Helgi Björnsson sem ætlar að bjóða til lokaveislu heim í stofu í beinu streymi annað kvöld. Það verður síðasti þátturinn af Heima með Helga, alla vega í bili.
27.11.2020 - 11:50
Ó borg mín borg borgarlistamannsins Helga Björns
Borgarlistamaðurinn Helgi Björnsson flutti Reykjavíkuróðinn Ó borg mín borg í blíðskaparveðri fyrir hátíðardagskrána Menningarnótt heima sem var sýnd á RÚV í gær.
23.08.2020 - 15:21
Myndskeið
Erfiðast að takast á við hlutverk Helga fokking Björns
„Ég verð bara feiminn og hrærður og veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Kannski melti ég þetta bara á morgun. En auðvitað er ég bara stoltur,“ segir Helgi Björnsson, söngvari og leikari. Hann var í dag útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur og hlaut fálkaorðuna.
Myndskeið
Nýi borgarlistamaðurinn: „Við erum öll sexí“
Helgi Björnsson tónlistarmaður og leikari er borgarlistamaður Reykjavíkur 2020. Helgi hefur starfað við tónlist og sviðslistir í um 40 ár og við útnefninguna sagði Hjálmar Sveinsson, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Helga vel að titlinum kominn, en einhugur var um valið. Hann hefði markað afgerandi spor í dægurmenninguna.
17.06.2020 - 14:50
Síðdegisútvarpið
Vegasjoppuborgurum skipt út fyrir góðan fisk
Stofutónleikar Helga Björnssonar og Reiðmanna vindanna slógu í gegn í samkomubanni. Nú er fyrirhuguð tónleikaferð um landið þar sem Helgi og Reiðmennirnir þakka fyrir sig eftir mikinn stuðning í COVID-19 faraldrinum.
10.06.2020 - 13:34
Helgi stoppar heiminn
Þetta hefur verið tímamótaár fyrir Helga Björns. Hann varð sextugur, fyllti Laugardagshöll á afmælistónleikum og gaf út nýja plötu, Ég stoppa hnöttinn með puttanum. 
28.10.2018 - 13:44
Söng með opna buxnaklauf á jólatónleikum Bó
Helgi Björns varð sextugur fyrr í sumar og fagnaði afmælinu með því að spila fyrir aðdáendur sína í Stúdíói 12 í beinni útsendingu á Rás 2 og vefnum. Í næstu viku heldur hann svo risastóra afmælistónleika í Laugardalshöllinni sem hann sagði frá í Síðdegisútvarpinu þar sem hann var föstudagsgestur.
01.09.2018 - 11:00
Myndskeið
Helgi Björnsson sextugur
Stórsöngvarinn, goðsögnin og þjóðargersemin Helgi Björnsson er sextugur í dag. Afmælinu var fagnað í Stúdíó 12 með hátíðartónleikum og léttu spjalli um ferilinn í beinni útsendingu á Rás 2 og hér á vefnum.
10.07.2018 - 10:17
„Þetta er svona gott ping pong“
„Við ætlum að fara í hvern smellinn á fætur öðrum, það er ekkert flóknara en það,“ segir Helgi Björnsson um tónleika Síðan Skein Sólar á Tónaflóði á morgun. „Og blanda með smá rokk og róli,“ bætir hann svo við kotroskinn.