Færslur: Helgi Björns

Poppland
„Ég stend þarna í stafni, skipstjórinn“
„Þetta er þungamiðjan í mínum ferli. Það verður að segjast eins og er,“ segir Helgi Björnsson, söngvari og tónlistarmaður, um hljómsveitina Síðan skein sól eða SSSól eins og landsmenn þekkja hana best. Hljómsveitin fagnar 35 ára afmæli um þessar mundir.
09.09.2022 - 10:11
Viðtal
Helgi Björns ber sig vel þrátt fyrir aflýsingu í kvöld
Helgi Björnsson og hljómsveit hans, Reiðmenn vindanna, geta ekki komið fram í þættinum Heima með Helga eins og venjan er þar sem gestur sem koma átti fram í þætti kvöldsins er útsettur fyrir smiti. Þátturinn í kvöld verður með öðru sniði, þar sem rifjuð verða upp valin augnablik úr fyrri þáttum.
24.10.2020 - 14:19
Vestfirðingum finnst rigningin góð
Nú er skýjað og vætusamt víða um land og landsmenn farnir að sakna sólarinnar. En eigi skal gráta sól í felum heldur fagna regninu, eins og Helgi Björns hefur kennt okkur.
14.07.2020 - 14:03
Myndskeið
Nýi borgarlistamaðurinn: „Við erum öll sexí“
Helgi Björnsson tónlistarmaður og leikari er borgarlistamaður Reykjavíkur 2020. Helgi hefur starfað við tónlist og sviðslistir í um 40 ár og við útnefninguna sagði Hjálmar Sveinsson, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Helga vel að titlinum kominn, en einhugur var um valið. Hann hefði markað afgerandi spor í dægurmenninguna.
17.06.2020 - 14:50
Morgunútvarpið
„Finn smá fiðring þegar ég segi frá þessu“
Helgi Björns er af mörgum talinn lifandi goðsögn sem engum líkist og með takta sem engum tekst að leika eftir, í það minnsta að hans sögn, því það er jú bara einn Helgi Björns. Eftirherman Sóli Hólm freistar þess þó að herma eftir Helga á sumarhátíð popparans í Háskólabíói í apríl.
21.02.2020 - 13:40
Jóladagatal
Jólakraftaverk með Helga Björns
Smekkur fólks er misjafn þegar kemur að jólalögunum og það þarf engum að koma á óvart, sem fylgst hefur með Jólakortinu undanfarna 8 þætti, að ágreiningur vakni um jólalögin hjá Helgu og Jafet Mána.
09.12.2019 - 10:43
Helgi stoppar heiminn
Þetta hefur verið tímamótaár fyrir Helga Björns. Hann varð sextugur, fyllti Laugardagshöll á afmælistónleikum og gaf út nýja plötu, Ég stoppa hnöttinn með puttanum. 
28.10.2018 - 13:44
„Einn af okkar allra bestu mönnum“
Ég stoppa hnöttinn með puttanum er heiti á nýrri sólóplötu Helga Björnssonar. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötu vikunnar á Rás 2.
Síðan Skein Sól í 30 ár
Í Konsert kvöldins rifjum við upp 30 ára afmælistónleika Síðan Skein Sól sem fóru fram í Háskólabíó 25. mars 2017
12.07.2018 - 00:20
Smíðaði fyrsta gítarinn sinn úr rusli
Helgi Björns mætti í stúdíó 12 í tilefni af 60 ára afmæli sínu í dag og sagði frá fyrsta hljóðfærinu sínu sem var endurunnið úr heimilissorpi og afgöngum.
10.07.2018 - 15:43
Glimrandi Tónaflóð á Menningarnótt
Í Rokklandi vikunnar er boðið upp á brot af því besta sem var spilað og sungið á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt.

Mest lesið