Færslur: heimspeki

„Hann potar skotunum stundum ofan í“
Árið 1984 mættust lið Maryland og North Carolina í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta. Í liði North Carolina var Michael nokkur Jordan, en hann var enginn Michael Jordan þetta kvöld. Len Bias í liði Maryland, var Michael Jordan þetta kvöld. Hann var bestur þetta kvöld; það var Len Bias sem steig niður til jarðar eftir að hafa troðið boltanum aftur fyrir sig, eins og Jesús. Ekki í fyrsta skiptið, en í eitt af þeim síðustu.
02.12.2017 - 13:48
„Nauðsynlegt að dusta rykið af þessum verkum“
Á undanförnum árum og áratugum hefur áhugi á því, að vekja athygli á konum í heimspeki í gegnum tíðina, farið vaxandi. Huldar hetjur hafa verið leiddar fram á sjónarsviðið, hetjur sem ýmist voru gleymdar eða hreinlega ekki metnar að verðleikum. Í nýjasta Lærdómsriti Hins íslenska bókmenntafélags er veitt innsýn í hugarheim þriggja heimspekinga; þeirra Elísabetar af Bæheimi, Damaris Cudworth Masham og Mary Astell.
29.11.2017 - 19:08
Af hverju spila hommar ekki fótbolta?
Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir unga samkynhneigða karlkyns knattspyrnumenn, sem burðast inni í skápnum með kynhneigð sína, ef besti fótboltamaður heims kæmi út úr skápnum? Sá fallegasti, umtalaðasti og besti. Myndi það hjálpa ungum samkynhneigðum leikmönnum að koma úr felum, eða er forneskjulegt karlaveldi knattspyrnunnar einfaldlega of íhaldssamt til þess að samkynhneigðir leikmenn eigi þar einhverja möguleika?
25.11.2017 - 02:12
Féll á þorrablóti Íslendinga í London
„Ég get ekki kennt neinum um nema sjálfum mér. En maður hefur oft sagt, þetta helvítis þorrablót maður. Það var bara ekkert sem stoppaði mig. Litli karlinn á öxlinni stjórnaði öllu. Strax eftir þetta er ég kominn í harða neyslu," segir Ólafur Gottskálksson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu. Eftir sex ár edrú féll Ólafur á þorrablóti í London og við tók langt og erfitt bataferli.
18.11.2017 - 12:19
„Ég varð að leyfa efnilega Pavel að deyja"
„Ég held að körfuboltamaðurinn Pavel hafi dáið með efnilega Pavel. Eftir að ég hætti að vera sá Pavel átti ég bara ekki meiri kraft eftir til að fylgja þessum körfuboltalífstíl. Hefði ég haldið áfram í því er ég viss um að ég væri núna grátandi á öxlinni á þér og að kenna öllum öðrum um," segir Pavel Ermolinski, kaupmaður á Bergstaðastræti og fimmfaldur Íslandsmeistari í körfubolta.
03.11.2017 - 14:38
Stalst í kirkju fyrir leikinn gegn Króötum
Á horni Katrínartúns og Laugarvegar í Reykjavík stendur Fíladelfía, kirkja Hvítsunnusafnaðarins í Reykjavík. Þar hitti ég knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson, leikmann Udinese á Ítalíu, á sólríkum sumardegi - til að tala um Guð. 
28.10.2017 - 09:00
„Hvað ef íþróttamaður héldi að hann væri Guð?“
Ólafur Stefánsson var á sínum tíma einn fremsti handboltamaður heims. Hann er einn allra áhugaverðasti – en um leið einn furðulegasti – karakter íslenskrar íþróttasögu.
22.10.2017 - 12:20
Pistill
Hugmyndin um siðferðilegar framfarir er dramb
Það hefur verið vinsæl skoðun um hríð að halda því fram að heimurinn fari stöðugt batnandi. En hann stefnir ekki nauðsynlega í betri átt og þær samfélagsframfarir sem við teljum okkur hafa upplifað gætu auðveldlega verið teknar aftur á svipstundu, segir Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur.
07.10.2017 - 13:40
Endalok tækninnar og eilíft líf
Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum um lokamarkmið og ystu mörk hins almenna hugtaks okkar um tækni sem og hvernig hún varpar ljósi á mannleikann sjálfan.
13.09.2017 - 12:02
Tölvuleikir, mannshugur og skynsemi
Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum um tölvuleiki, leiki almennt og hvernig við beitum hugarkröftum okkar þegar við leikum okkur.
07.09.2017 - 14:24
„Náttúruspjöll arfleifð vestrænnar heimspeki“
Arfleifð vestrænna vísinda og heimspeki hefur gefið okkur margt af því besta sem einkennir samtíma okkar en á sama tíma er hún ein takmarkaðasta afurð mannlegrar skynsemi. Þetta er mat Ólafs Páls Jónssonar prófessors í heimspeki við Háskóla Íslands.
03.07.2017 - 16:49
Samastaður í tilverunni
Öll þurfum við okkar stað í lífinu, okkar eigið rými sem tengist tilfinningum okkar, samböndum og minningum.
16.06.2017 - 14:42
Nálægð við dauðann skerpir sýn fólks á lífið
Af hverju þurfum við að lenda í áföllum til að brjótast út úr vananum og hvernig ætli það sé að starfa í návígi við dauðann alla daga? Eru tengsl við aðrar manneskjur það sem mestu skiptir? Getur nálægð við dauðann hjálpað okkur að skapa betra samfélag?
03.06.2017 - 11:00
Viðtal
„Við erum öll meira og minna að verða gelgjur“
„Ég vil reyna að vera móralslaus og ekki dæma nútímann sem góðan eða slæman. Ég held við séum í siðferðisbólgu, það eru siðferðismiðar hengdir á hluti sem þurfa ekki á því að halda,“ segir skáldið, pistlahöfundurinn og uppistandarinn Bergur Ebbi Benediktsson sem gaf fyrir helgi út bókina Stofuhiti – ritgerð um samtímann.
05.05.2017 - 14:33
Guðinn í vélinni
Karl Ólafur Hallbjörnsson veltir fyrir sér fyrirbærinu deus ex machina og tengsl þess við gervigreind. Hver er máttur okkar manna?
03.05.2017 - 17:38
Listin mótar heimin
Gunnar J. Árnason listheimspekingur hefur sent frá sér bók með stóran titil. Bókin heitir Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Þar rekur Gunnar hugmyndastrauma allt aftur til upplýsingaaldar og gerir grein fyrir hugmyndum fjölda hugsuða um hlutverk listanna og fagurfræði. Gunnar var gestur Víðsjár og hér fyrir ofan má heyra ítarlegt viðtal við hann um bókina.
03.05.2017 - 17:00
Viðtal
Er fræðaheimurinn bergmálshellir?
Í síðustu viku var haldið málþing í Háskóla Íslands, um femíníska heimspeki. Ein af þeim sem þar kom fram var Kristie Dotson, prófessor við Michigan-háskóla. Hún heimsótti Víðsjá á leið á málþingið til að ræða um femíníska heimspeki.
05.04.2017 - 15:11
Að eiga eða vera?
Verk þýska félagssálfræðingsins, sálgreinisins og hugsuðarins Erichs Fromm voru rifjuð lítillega upp í Víðsjá. Hann gagnrýndi mjög efnishyggju og sjálfshygð nútímamannsins og skrif Erichs Fromm eiga enn vel við.
28.03.2017 - 16:45
Hvaða gildi hefur þín skoðun?
Í hverju felst gildi þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir? Er alltaf betra að mynda sér eigin skoðun á málefnum, jafnvel þegar forsendur eru litlar sem engar til þess? Finnur Dellsén fjallar um þetta málefni á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands næstkomandi laugardag.
07.03.2017 - 13:40
  •