Færslur: Heimsminjaskrá

Vilja teknó-menningu Berlínar á menningarminjaskrá
Hópur tónlistarmanna og unnenda teknó-tónlistar, sem kennd er við borgina Berlín í Þýskalandi, berjast nú fyrir því að tónlistin verði sett á menningarminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Unesco. Þá myndi hún njóta sérstakrar verndar sem tákn sameiningar landsins.
11.12.2021 - 12:32
Vilja síðdegisspjallið á heimsminjaskrá UNESCO
Það er alþekkt hefð á Spáni að færa stóla út fyrir hússins dyr er degi tekur að halla og taka upp hjal við nágrannana um heimsins gagn og nauðsynjar. Nú hefur bæjarstjórinn í spænska smábænum Algar lagt inn umsókn um að spjallið verði fært á heimsminjaskrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þar er skoðun á málinu hafin.
10.08.2021 - 11:45
Sjónvarpsfrétt
Liverpool ekki lengur á heimsminjaskrá UNESCO
Íbúar bresku borgarinnar Liverpool eru margir ósáttir við að borgin teljist ekki lengur til heimsminja. Þrjátíu og fjórir aðrir staðir bættust á heimsminjaskrá UNESCO í vikunni.
01.08.2021 - 07:30
Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.
Stonehenge í hættu ef jarðgöng verða að veruleika
Einar merkustu fornminjar Bretlands, Stonehenge, eiga á hættu að vera fjarlægðar af heimsminjaskrá Unesco.
25.07.2021 - 22:20
UNESCO hyggst breyta minjaskráningu kóralrifsins mikla
Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hyggst breyta heimsminjaskráningu Kóralrifsins mikla undan austurströnd Ástralíu. Umhverfisráðherra Ástralíu segist ætla að berjast af krafti gegn ákvörðuninni.
Leyndardómsfull málmsúla birtist og hvarf í Tyrklandi
Þriggja metra há málmsúla sem birtist með óútskýrðum hætti á akri í Şanlıurfa-sýslu í suðuausturhluta Tyrklands á föstudaginn er nú horfin. Tyrkneska fréttastofan Anadolu hefur eftir Fuat Demirdil, eiganda akursins, að hann hafi verið furðu lostinn yfir atburðunum öllum.
11.02.2021 - 11:59
Machu Picchu opnuð ferðamönnum að nýju
Ferðamenn geta aftur tekið til við að heimsækja virkisborg Inkaveldisins, Machu Picchu í Perú. Borgin verður opnuð aftur í dag eftir að yfirvöld náðu samkomulagi við mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir á lestarteinum einu leiðarinnar að borginni.
19.12.2020 - 06:40
Myndskeið
„Mjög stór dagur í sögu náttúruverndar“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt skref hafa verið stigið í umhverfisvernd á Íslandi með því að fá Vatnajökulsþjóðgarð skráðan á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.
05.07.2019 - 19:46