Færslur: Heimsins mikilvægasta kvöld

Rúmlega 1.600 nýir heimsforeldrar
Í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld, sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi, náði heimsforeldraátak UNICEF á Íslandi, Heimsins bestu foreldrar, hámarki.
03.04.2022 - 17:45
Söfnunarþáttur Unicef
„Við erum með fimm áleggstegundir“
Jón Gnarr ætlaði í sakleysi sínu að fá sér eina pulsu en átti erfitt með að klára pöntunina því starfsmaður þurfti að rifja upp alla karaktera sem hann hefur leikið í gegnum tíðina, Jóni til lítillar ánægju. Kanarí sýndi sprenghlægilega grínsketsa í söfnunarþætti Unicef sem fór fram í kvöld.
02.04.2022 - 23:00
Heimsins mikilvægasta kvöld
Prumpulagið gengur í endurnýjun lífdaga
Fullorðna fólkið bara prumpar ekki neitt. Þetta hafa landsmenn vitað síðan hin goðsagnakennda ABBABBABB kom út árið 1997 með Prumpulaginu fræga. Það lifnaði síðar við á fjölum leikhússins og nú tóku þjóðþekktir Íslendingar ábreiðu af því í söfnunarþætti UNICEF Heimsins mikilvægasta kvöld sem nú stendur yfir.
02.04.2022 - 20:29
Mynd með færslu
Í BEINNI
Heimsins mikilvægasta kvöld
Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld sem sýndur er á RÚV í kvöld nær Heimsforeldraátak UNICEF á Íslandi, Heimsins bestu foreldrar, hámarki. Um er að ræða glæsilegan söfnunar- og skemmtiþátt sem er fræðandi en einnig ætlað að vekja gleði og von.
02.04.2022 - 19:15
Heimsins mikilvægasta kvöld
Þjóðþekkt fólk fer á kostum með Kanarí annað kvöld
Kanarí-hópurinn fær meðal annars til liðs við sig fyrrverandi heimsmeistara í Crossfit, Annie Mist, Jón Gnarr fyrrum borgarstjóra, Steinda jr. grínista og Bassa Maraj, samfélagsmiðlastjörnu og rappara, til þess að brjóta upp landssöfnunarþátt Unicef á RÚV annað kvöld.
01.04.2022 - 10:27
Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala til Íslands
Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Þátturinn er á vegum Unicef og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld. Söngkonan vill með þessu breiða út ákall um frið í heimalandi sínu.
30.03.2022 - 12:30