Færslur: Heimilisofbeldi

Vantar úrræði fyrir fólk sem flýr ofbeldi á heimili
Engin úrræði eru á Akureyri fyrir fólk sem þarf að yfirgefa heimili sitt vegna ofbeldis. Konum sem þurfa að flýja að heiman er boðið að fara í kvennaathvarf til Reykjavíkur. 124 leituðu aðstoðar vegna ofbeldis hjá Aflinu á Akureyri í fyrra. Þau höfðu ekki leitað þangað áður.
08.01.2020 - 13:20
Síðdegisútvarpið
Heldur vel utan um fólk
Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, fær átján milljón króna framlag til að standa straum af sívaxandi starfsemi sinni. Síðdegisútvarp Rásar 2 brá sér í heimsókn í Aflið og forvitnaðist um starfsemina.
10.12.2019 - 10:40
Morgunútvarpið
Heimilisofbeldi dýrt fyrir samfélagið allt
Ný rannsókn sem unnin er upp úr gögnum Landspítalans leiðir í ljós að annan hvern dag kemur kona á spítalann með áverka vegna heimilisofbeldis. Beinn kostnaður spítalans vegna þessa nemur um hundrað milljónum á tíu ára tímabili.
02.12.2019 - 08:37
130 konur myrtar af maka í Frakklandi á árinu
Hundrað og þrjátíu konur hafa verið myrtar af maka í Frakklandi það sem af er ári. Aðgerðasinnar hafa gripið til sinna ráða til að vekja athygli á vandanum. 
22.11.2019 - 19:50
Gæsluvarðhald lengt vegna manndrápstilraunar
Maður, sem grunaður er um tilraun til manndráps og sakaður um grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi gegn unnustu sinni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald.
Kæra niðurfelld ofbeldismál til MDE
Stígamót ætla að kæra niðurfelld nauðgunar- og ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Málsóknin kemur í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Umræðurnar hafa átt sér stað og núna er kominn tími til aðgerða,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Fleiri falla fyrir hendi maka í Bretlandi
Hundrað sjötíu og þrjár manneskjur voru myrtar af fjölskyldumeðlim í Bretlandi á síðasta ári. Stefnt er að því á breska þinginu að taka fyrir frumvarp sem kveður á um bætt úrræði fyrir fólk sem verður fyrir heimilisofbeldi.
13.09.2019 - 15:20
Fréttaskýring
Ef hann lemur þig, þá elskar hann þig
Þó að upplýsingar séu á reiki er talið að á 40 mínútna fresti sé kona myrt af maka sínum í Rússlandi. Aðgerðarleysi rússneskra stjórnvalda í heimilisofbeldi er farið að vekja athygli út fyrir landsteinana.
02.09.2019 - 07:30
Systur verði náðaðar vegna heimilisofbeldis
Fleiri en 300 þúsund hafa skrifað undir áskorun til rússneskra sjórnvalda um að láta lausar úr haldi þrjár systur sem ákærðar eru fyrir að hafa myrt föður sinn. Málið hefur beint kastljósinu að heimilisofbeldi í Rússlandi.
25.08.2019 - 11:46
Myndskeið
Svipta hulunni af feluleiknum gagnvart ofbeldi
Í dag hóf UNICEF átak gegn ofbeldi á börnum á Íslandi með yfirskriftinni Stöðvum feluleikinn. Samantekt sem unnin var fyrir UNICEF sýnir fram á að eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi eru beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samtökin telja að ofbeldi sé ein helsta ógnin sem steðji að börnum hér á landi. 
22.05.2019 - 13:02
Rúm 16% barna hafa verið beitt ofbeldi
Eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þetta eru niðurstöður samantektar sem Rannsókn og greining og Stígamót unnu fyrir Unicef. Samtökin telja að ofbeldi sé ein helsta ógnin sem steðjar að börnum hér á landi.
22.05.2019 - 07:58
Dæmdur fyrir ofbeldi í viðurvist barns
Karlmaður hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Austurlands, fyrir ofbeldi gegn fósturföður sínum. Barnungt systkini mannsins varð vitni að átökunum.
02.04.2019 - 16:49
Staðfestir dóm fyrir ofbeldi gegn barni
Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur síðan árið 2017 yfir konu vegna ofbeldis gegn stjúpsyni. Konan var dæmd fyrir að hafa beitt drenginn líkamlegum refsingum og ógnunum og fyrir að hafa sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi.
16.02.2019 - 08:49
Vill einfalda framkvæmd nálgunarbanns
Frumvarp um breytingar á lögum um nálgunarbann var samþykkt í allsherjar- og menntamálanefnd í gær. Með breytingunum á að gera meðferð nálgunarbanns einfaldari og skilvirkari. Flutningsmaður frumvarpsins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir dæmi um að sett hafi verið strangari skilyrði við beitingu nálgunarbanns en lög kveða á um og að brýnt sé að bæta úr því með skýrari lögum.
07.02.2019 - 16:58
Jólin eru ekki ánægjuleg hjá öllum
Bráðamóttaka Landspítala er opin um um jólin eins og aðra daga. Þar reynir starfsfólkið að borða saman jólamatinn og skiptast á gjöfum. Sorglegir atburðir verða á jólum líkt og á öðrum tímum, svo sem heimilisofbeldi, slys og alvarleg veikindi.
24.12.2018 - 12:29
Bjarkarhlíð starfrækt áfram næstu ár
Samningar hafa náðst um áframhaldandi starfsemi Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Miðstöðin tók til starfa í febrúar árið 2017 og var ætlað að vera tilraunaverkefni til tveggja ára. Aðsókn hefur aukist á árinu.
19.12.2018 - 16:30
Leggja til aðgerðaáætlun gegn ofbeldi
Fjórir ráðherrar ákváðu á ríkisstjórnarfundi í morgun að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, til næstu fjögurra ára. Áætlunin er í samræmi við stjórnarsáttmálann um að vinna gegn ofbeldi í samfélaginu þar sem áhersla er lögð á að útrýma kynbundnu ofbeldi, þar með töldu stafrænu kynferðisofbeldi.
23.10.2018 - 13:41
Þúsund leituðu aðstoðar vegna heimilisofbeldis
Yfir þúsund leituðu sér aðstoðar í fyrra vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. 890 slík mál voru tilkynnt til lögreglunnar í fyrra. Nú stendur yfir vitundarvakning um málið, á vegum Jafnréttisstofu, undir yfirskriftinni Þú átt von. Markmiðið með henni er að vekja athygli á því hvert fólk getur leitað til að fá hjálp til að losna úr slíkum samböndum og hvert gerendur geti leitað meðferðar.
23.10.2018 - 11:26
Leggur til gjafsókn í heimilisofbeldismálum
Þolendur í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum geta fengið gjafsókn þegar þeir höfða einkamál, verði þingmál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, samþykkt. Hann hefur lagt málið fram og því verður dreift á Alþingi í dag. Þingmenn úr öllum flokkum, að einum undanskildum, standa að málinu.
Tíu mánaða dómur fyrir heimilisofbeldi
Karlmaður var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni. Þar af eru átta mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára.
01.09.2018 - 09:40
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar enn
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 tilkynningar um heimilisofbeldi á fyrstu sjö mánuðum ársins, samanborið við 392 á sama tímabili í fyrra. Tilkynningunum hefur fjölgað verulega frá því að lögregla tók í árbyjun 2015 upp breytt verklag um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála.
13.08.2018 - 06:54
Fimm ára fangelsi fyrir að flýja með syni sína
Dómstóll í Granada á Spáni hefur dæmt tveggja barna móður í 5 ára fangelsi fyrir að fara í felur með syni sína og neita að afhenda þá föður þeirra. Hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að beita konu sína ofbeldi.
28.07.2018 - 12:40
Þolendur heimilisofbeldis fá launað leyfi
Ný lög hafa verið samþykkt á Nýja-Sjálandi sem veita fórnarlömbum heimilisofbeldis rétt til 10 daga launaðs leyfis frá vinnu. Nýja-Sjáland er fyrsta landið í heiminum sem samþykkir slík lög.
26.07.2018 - 11:22
Þarf ekki að mæta fyrrverandi eiginmanni sínum
Karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekað ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni þarf að víkja úr dómsal þegar konan ber vitni. Þetta er niðurstaða Landsréttar, sem byggist á vottorði starfsmanns Kvennaathvarfsins þess efnis að það yrði mikið álag fyrir konuna að mæta manninum eða öðrum úr fjölskyldu hans fyrir dómi og að það hefði að öllum líkindum slæmar afleiðingar fyrir andlega líðan hennar.
05.06.2018 - 12:36
Málin ganga ekki alltaf eins og í Árneshreppi
Málshraðinn hjá Þjóðskrá hefur ekki verið nógu mikill undanfarin misseri, að sögn Ástríðar Jóhannesdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfs, Sigþrúður Guðmundsdóttir, hefur gagnrýnt aðgerðaleysi Þjóðskrár þegar ofbeldismenn skrá lögheimili sitt á heimili kvenna gegn þeirra vilja.
30.05.2018 - 19:00