Færslur: Heimili og skóli

Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti veitt í dag
Laufey Eyjólfsdóttir kennari hlýtur hvatningarverðlaun á Degi gegn einelti í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að hafa haft umsjón með Olweusarverkefninu í Melaskóla allt frá árinu 2004. Í rökstuðningi með fjölmörgum tillögum með nafni Laufeyjar kemur fram að hún hafi unnið að því að styðja og leiðbeina starfsfólki skólans við að koma óæskilegri hegðun og samskiptum í réttan farveg. Eineltiskannanir sýni að það hafi borið tilætlaðan árangur.
Spegillinn
Mögulegt að ástandið skili nýjum lausnum
Skólabörn á Íslandi hafa ekki farið varhluta af áhrifum COVID-19 farsóttarinnar frekar en aðrir. Síðustu daga hefur hún þó gert enn óþyrmilega vart við sig, hundruð nemanda hafa þurft að fara í sýnatökur og sóttkví og skólastarfið allt úr skorðum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir margt leggjast á börn og foreldra þessa dagana, samt sé ekki útilokað að eitthvað jákvætt komi út úr þessari þolraun. 
09.10.2020 - 16:35
Er mark takandi á PISA-könnuninni?
Eigum við að taka mark á þessu prófi sem bendir til þess að lesskilningi, stærðfræði- og náttúruvísindalæsi íslenskra nemenda hafi hrakað mikið síðastliðin 15 ár? Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, og Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar ræddu þetta í Spegli dagsins.
07.12.2016 - 19:09