Færslur: heimildarmyndir

Viðtal
Var sem fluga á vegg í innilegustu aðstæðum fólks
„Ég bara skalf með myndavélina,“ segir Dögg Mósesdóttir leikstjóri sem varð vitni að ýmsu við gerð heimildarmyndar sinnar Aftur heim sem fjallar um heimafæðingar. Dögg fylgdist með pörum sem kusu þá leið frá meðgöngu til fæðingar í heimahúsi, en sjálf hefur hún reynslu af slíkri fæðingu og er málefnið henni afar hugleikið.
Leikstjóri á veiðum á Bryggjunni í Grindavík
Humarsúpa eða Lobster Soup heitir spænsk heimildarmynd sem fjallar um mannlífið á Bryggjunni í Grindavík og var frumsýnd á RIFF um helgina. Leikstjórinn segir að þótt myndin gerist í litlu þorpi á Íslandi, segi hún stærri sögu sem Spánverjar þekki vel.
06.10.2020 - 14:13
„Í mínu lífi er Barbí í bílstjórasætinu“
Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur gerðist óvænt kvikmyndagerðarkona eftir örlagaríkt spjall við kunningja í biðröð inn á skemmtistað. Hún er alin upp í Garðabænum og hefur sem framleiðandi hjá Sagafilm tekið viðtal við Mick Jagger og unnið við heimildamyndir um meðal annars morðmál, efnahagshrun og þorskastríðið.
14.08.2020 - 15:16
Lestin
Óáreiðanlegur dans Jordan
ESPN heimildarþáttaröðin The Last dance hefur hlotið mikið lof fyrir þá innsýn sem hún veitir áhorfendum í síðasta leiktímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Hún þykir þó ekki dæmi um áreiðanlega blaðamennsku.
06.05.2020 - 09:25
Myndskeið
Heimildarmynd sönnunargagn í morðmáli
Réttarhöld hófust í vikunni yfir bandaríska auðkýfingnum Robert Durst sem grunaður er um að hafa myrt vinkonu sína. Kviðdómur fékk í upphafi að sjá brot úr sjónvarpsþáttum sem gerðir voru um mál Durst, þar sem hann heyrist játa á sig glæpi.
05.03.2020 - 18:56
Keppnin um nef Kapteinsins
Yosemite þjóðgarðurinn í Snjófjöllum Kaliforníuríkis á Vesturströnd Bandaríkjanna er einn elsti þjóðgarður heims, meira en 3000 ferkílómetrar af ógnarfagurri náttúru og einstökum bergmyndunum, fjölbreyttri flóru og dýralífi, birnir, dádýr og vel yfir 200 fuglategundir.
01.07.2018 - 08:30
Þar sem þú hefur alltaf verið
Hvað eiga síðasta sígaretta Marilyn Monroe, brjóstmynd af Ronald Reagan og stytta af Prómeþeifi sameiginlegt? Þau eiga öll heima á safni.
31.05.2017 - 11:04