Færslur: Heilsugæslustöðvar

Sjónvarpsfrétt
Sunnuhlíð verður heilsugæslustöð
Staðsetning hefur verið ákveðin fyrir tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri og loka á þeirri sem nú er starfrækt. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gerir ráð fyrir að auðveldara verði að laða til sín starfsfólk þegar starfsaðstæður batna.
Læknar skora á stjórnvöld - Loforð um úrbætur svikin
Heilbrigðisráðuneytinu barst í morgun áskorun frá íslenskum læknum sem mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Læknarnir 985 segja að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Í áskoruninni er það gagnrýnt að ábyrgð stjórnmála- og embættismanna virðist lítil sem engin hér á landi og að heilbrigðisstarfsmenn séu endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfisins.
Landinn
Til skiptis á heilsugæslunni og í hljóðverinu
Doctor Victor er nafn sem hefur heyrst æ oftar upp á síðkastið. Hann hefur gefið út lög með bræðrunum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta, Svölu og fótboltamanninum fyrrverandi Rúrik Gíslasyni og samdi nýlega við Sony. Doctors-viðbótin er ekki bara listamannsnafn því hann er útskrifaður læknir og vinnur á Heilsugæslunni í Efstaleiti. Hans raunverulega nafn er Victor Guðmundsson.
Myndskeið
Biðinni fylgir mikil óvissa og óöryggi
Kona sem greindist með alvarlegar frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári segir mikið óöryggi fylgja því að þurfa að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðu úr leghálsskimun. Sýni hennar er eitt af 2000 sem liggja í kassa hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 
Viðtal
Sambærilegt aðgengi að læknisþjónustu eðlileg krafa
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að heilbrigðisstofnanir taki oft á sig kostnað við að fá til sín sérgreinalækna. Það sé þó ekki þeirra hlutverk.
Bóluefni gegn inflúensu seint á ferðinni en óvenjugott
Bóluefni gegn inflúensu er óvenjuseint á ferðinni í ár. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bóluefnið sé komið til landsins en ekki enn farið í dreifingu. Hún býst við því að aðsókn í bólusetningu verði sérstaklega mikil í ár.
05.10.2020 - 21:43
Aðstaða til sýnatöku á Akureyri sprungin
Aðstaða heilsugæslunnar á Akureyri til sýnatöku verður færð í stærra og hentugra húsnæði á næstu dögum. Starfandi yfirlæknir heilsugæslunnar segir núverandi aðstöðu algerlega sprungna.
06.08.2020 - 14:28
Suðurnesjabúar flykkjast til læknis í Reykjavík
Einn af hverjum sex íbúum á Suðurnesjum er skráður á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Formaður félags heimilislækna telur þetta skrifast á læknaskort og bága fjárhagsstöðu HSS. Grundvallarmunur sé á rekstrarumhverfi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.