Færslur: Heiðmörk

Myndskeið
Viðbragðsáætlun uppfærð eftir stórbrunann í Heiðmörk
Eitt ár er liðið í dag frá því að gríðarmiklir gróðureldar kviknuðu í bakgarði höfuðborgarsvæðisins í Heiðmörk, eftir mikla þurrka. Á þessu ári sem liðið er hefur verið unnið að því að draga úr hættu á slíkum eldum og skerpa á viðbragðsáætlunum.
Sjónvarpsfrétt
Mestu vatnavextir í Ásahreppi í a.m.k. 12 ár
Víða um land flæddi vatn út á vegi í gær og í morgun. Bóndi í Ásahreppi segist ekki hafa séð svo mikla vatnavexti áður í tólf ára búmennsku sinni í hreppnum. Þetta er þó ekki með öllu slæmt því þessi blauti vetur dregur úr líkum á gróðureldum í sumar.
28.03.2022 - 19:44
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Myndskeið
Tré skár farin eftir bruna í Heiðmörk en talið var
Svartar og berar trjágreinar eru víða á svæði í Heiðmörk sem varð eldi að bráð fyrir fjórum mánuðum. Hins vegar hafa teinungar skotist upp af rótum birkitrjáa sem talið var að hefðu drepist. „Það gleður okkur að sjá skóginn taka við sér og það eru sprotar að koma upp af trjám sem við vorum héldum kannski að væru búin að drepast,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
02.09.2021 - 22:45
Járnsmiðirnir komnir aftur á brunna svæðið í Heiðmörk
Heiðmörk er enn svört og sviðin á þeim svæðum sem urðu skógareldi að bráð í vor. Lífið er þó byrjað að brjótast upp úr sótinu, og fyrstu smádýrin, bjöllurnar, eru mættar til leiks.  Vitjað var um skordýragildrur í dag.
05.07.2021 - 16:15
Slökkvistarfi í Heiðmörk lokið
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum í Heiðmörk. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins fóru síðustu menn af svæðinu á fjórða tímanum, eftir að hafa verið fullvissir um að allt væri í lagi.
Landinn
Reikna út kolefnisbindingu í íslenskum skógum
„Við erum að bæta við svokallað lífmassafall sem gert var fyrir tuttugu árum. Þá voru tré mæld og vigtuð til að átta sig á þvi hversu mikill lífmassi er í hverju tré. Til þess þarf náttúrulega að fórna nokkrum trjám," segir Bjarki Kjartansson, starfsmaður Skógræktarinnar.
16.03.2021 - 07:30
Hanna Whitehead skreytir jólatréð í Heiðmörk
Form sem vekja gleði eru aðalsmerki Hönnu Whitehead sem hannar muni, textíl og skreytingar jólatrés Heiðmerkurjólamarkaðarins í ár.
15.12.2020 - 09:52

Mest lesið