Færslur: háskólar

Blendnar tilfinningar til styttingar háskólanáms
Danska ríkisstjórnin vill að um það bil helmingur háskólastúdenta ljúki meistaragráðu á einu ári. Skólastjórnendur, nemendur, fræðimenn og hluti atvinnulífsins telur að stytting námsins komi niður á gæðum þess.
Risaeðla grafin upp í portúgölskum bakgarði
Fornleifafræðingar, steingervingafræðingar og aðrir vísindamenn vinna nú hörðum höndum í portúgölskum bakgarði við að grafa upp líkamsleifar einhverrar stærstu risaeðlu sem fundist hefur í Evrópu. Óvenjulegt þykir að finna jafn heillega beinagrind risaeðlu.
27.08.2022 - 05:00
Aldrei fleiri fengið úthlutað á stúdentagörðum
Fimm hundruð og fimmtíu stúdentar fengu úthlutað íbúðum á görðum í haustúthlutun Félagsstofnunar stúdenta í ár. Þetta er stærsta úthlutun í sögu stúdentagarðanna en umsækjendur voru 1854.
03.08.2022 - 09:41
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Notkun samfélagsmiðla geti leitt til minni hamingju
Því meira sem stúlkur á aldrinum 11 til 13 ára eru samfélagsmiðlum, því minni líkur eru á að þær séu ánægðar með líf sitt ári síðar. Þetta leiðir ný bresk rannsókn í ljós.
29.03.2022 - 17:46
Háskóladagurinn í fyrsta sinn utan höfuðborgarinnar
Háskóladagurinn er haldinn í Háskólanum á Akureyri í dag. Áhugasömum gefst þar kostur á að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem viðburðurinn er haldinn utan höfuðborgarsvæðisins.
19.03.2022 - 12:00
Akademískur framgangur kvenna hægari en karla
Almennt virðast litlar breytingar hafa orðið undanfarin fimm ár á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að framgangi akademískra starfsmanna háskóla. Hlutur kvenna hefur þó aukist innan einkarekinna háskóla.
Höfða mál gegn Harvard vegna hegðunar prófessors
Þrír doktorsnemar hafa höfðað mál gegn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum fyrir að bregðast ekki við þegar virtur prófessor við skólann var sakaður um kynferðislega áreitni. Nemarnir segja manninn hafa komist upp með brotin um árabil.
Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.
Örlítil glufa til viðbótar opnuð við landamæri Ástralíu
Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti í morgun að erlendum námsmönnum og erlendu fagmenntuðu starfsfólki verði að nýju heimilað að koma til landsins. Háskólar hafa kallað eftir breytingum á ströngum ferðareglum.
Fréttaskýring
Grafa kínverskar gjafir undan akademísku frelsi?
Breskir háskólar hafa lengi þegið fé og gjafir bæði frá einstaklingum og stofnunum. Nú hafa margir áhyggjur af hvað skólarnir fá mikið af fé frá Kína, bæði beint og óbeint, einnig þar sem kínverskir stúdentar eru stór hópur nemenda. En það eru fleiri gjafir sem menn eru uggandi yfir að hafi áhrif á skoðanaskipti innan háskólanna.
17.11.2021 - 17:40
 · Erlent · Bretland · styrkir · Menntamál · Stjórnmál · háskólar
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um hátækni sína
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um margvíslega hátækni sem talin er hætta er á að geti komist í rangar hendur sé öryggis ekki gætt.
17.11.2021 - 02:13
Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Þroskahamlaðir njóta ekki jafnra tækifæra til menntunar
Um fimmtíu nemendur með þroskahömlun komast í framhaldsnám á hverju ári. Séu nemendurnir fleiri komast þeir ekki að og þeirra bíður að gera ekki neitt.
Kórónuveirukreppan hætt að bíta á Nýja Sjálandi
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi á fyrsta fjórðungi ársins nemur um 1,6% sem er betra en búist hafði verið við. Upphafleg spá gerði ráð fyrir um hálfs prósents vexti mánuðina janúar til mars en samdráttur var um 1% á síðasta fjórðungi ársins 2020.
Lesskilningur drengja vel undir meðaltali OECD
Árangur stúlkna er í langflestum tilvikum betri en drengja innan íslenska menntakerfisins, sé litið til niðurstaðna úr samræmdum könnunum. Árangur íslenskra drengja er í nokkrum tilvikum langt undir meðaltali OECD.
Þriðjungur stúdenta glímir við alvarlegan fjárhagsvanda
Um þriðjungur íslenskra háskólanema telur sig glíma við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum könnunar, sem var gerð árið 2019, á högum háskólanema í 26 Evrópulöndum.
21.05.2021 - 08:51
Frítekjumark námsmanna hækkar um 46 þúsund krónur
Í nýjum úthlutunarreglum sjóðsins fyrir skólaárið 2021 til 2022 kemur fram að frítekjumark námsmanna verði 1.410 þúsund krónur sem er hækkun um 46 þúsund krónur frá síðasta ári. Framfærsla, húsnæðisbætur og barnastyrkur hækka um 3,45% með hliðjón af verðlagsbreytingum 
Skólahald með takmörkunum hefst strax eftir páska
Skólahald á öllum skólastigum hefst að nýju strax eftir páska, með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Ný rannsókn sýnir að kannabis dregur ekki úr þrautum
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Telja heilsuspillandi að sleppa hádegismat og slökun
Hætta er á að þau sem vinna af sér hádegismatinn í vinnunni og láta hjá líða að taka sér hlé geti orðið berskjölduð fyrir andlegri og líkamlegri þreytu og kvillum. Þetta sýna nýjar rannsóknir sem sálfræðiprófessorarnir Leif Rydstedt og David Andersen við háskólann í Innlands-fylki í Noregi unnu í samvinnu við Mark Cropley við háskólann í Surrey.
21.01.2021 - 14:03
Háskólanemum býðst að þróa græn svæði í borginni
Reykjavíkurborg hefur lagt til afmarkað svæði í Efra-Breiðholti til alþjóðlegrar samkeppni á vegum samtakanna C40 Reinventing Cities, sem gengur undir heitinu Students Reinventing Cities.
11.12.2020 - 16:42
Fátækari stúdentar hrökklast frekar úr námi
Meiri líkur eru á að stúdentar sem hafa tekjulágan bakgrunn hverfi frá námi við danska háskóla en þau sem betur eru stæð. Einu gildir þótt einkunnir úr framhaldsskóla séu svipaðar.
07.12.2020 - 02:15
Erlent · Danmörk · Evrópa · háskólar · Fátækt · Menntun
Búist við 16.000 nemum við HÍ — aldrei verið fleiri
Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri. Þetta eru um það bil 60% fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. Reiknað er með að um 16.000 muni stunda nám við skólann á næsta ári.