Færslur: háskólar

Skólum í Hong Kong gert að hlýða
Skólafólk í Hong Kong óttast að nýju öryggislögin ógni því orðspori afburða og fræðilegs frelsis sem skólakerfið þar hefur aflað sér.
15.07.2020 - 04:51
Erlent · Hong Kong · Kína · mótmæli · háskólar · Menntun · Asía
Erlendir nemar munu ekki missa landvistarleyfið
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti nú í kvöld að bandarísk stjórnvöld hefðu hætt við ákvörðun sína um að gera erlendum nemendum, við bandaríska háskóla sem flutt hefði kennsluna alfarið á netið, að yfirgefa landið.
14.07.2020 - 19:50
39% stúdenta enn í atvinnuleit í upphafi sumars
Þrjátíu og níu prósent háskólanema á Íslandi sögðust ekki vera komin með öruggt sumarstarf seint í maí. Þetta kemur fram í könnun sem Stúdentaráð Háskóla Íslands gerði í samvinnu við LÍS og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ, segir í viðtali við fréttastofu að niðurstöðurnar séu sláandi.
10.06.2020 - 09:49
Stúdentar krefjast nærri fjögurra milljarða frá ríkinu
Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst fyrir hönd stúdenta krefjast endurgreiðslu þess atvinnutryggingagjalds sem tekið hefur verið af launum stúdenta allt frá árinu 2010. Upphæðin nemur um 3,9 milljörðum króna. Námsmenn hafa haft verulegar áhyggjur af afkomu sinni vegna kórónuveirunnar og samkomubannsins sem henni hefur fylgt.
Rafrænar brautskráningar úr HA
Brautskráning frá Háskólanum á Akureyri verður rafræn í ár vegna heimsfaraldursins. Fulltrúar skólans segja þau ætla að gera það besta úr aðstæðunum. Bifröst stefnir að hefðbundinni útskrift en Háskólinn í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun.
Tillögum um hjúkrunarfræði skilað í skugga faraldurs
Ásókn í hjúkrunarfræðinám er meiri en hægt er að anna, að óbreyttu, og því þarf að fjölga bæði námsplássum og starfsfólki og efla getu til að sinna klínísku námi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um menntun hjúkrunarfræðinga og leiðir til að fjölga þeim sem ljúka námi. Hópurinn skilaði tillögum sínum á dögunum, í skugga COVID-19 alheimsfaraldursins.
19.04.2020 - 08:56
Núllstilling
Lilja Alfreðsdóttir svarar spurningum ungs fólks
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var gestur í Núllstillingunni á MenntaRÚV. Þar svaraði hún meðal annars spurningum sem þættinum barst frá ungu fólki sem er óvisst um framtíð skólagöngu sinnar á þessum óvenjulegu tímum.
31.03.2020 - 17:56
Íslenskir nemendur erlendis flykkjast heim
Fjölmargir íslenskir nemendur sem stunda nám við erlenda skóla hafa tekið þá ákvörðun um að koma heim vegna þess óvissuástands sem skapast hefur víða vegna Covid-19 faraldursins. Við ræddum við tvo nemendur sem eru nú á heimleið.
17.03.2020 - 13:50
Til skoðunar að börn mæti í skóla annan hvern dag
Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum hefur heilbrigðisráðherra virkjað heimild sóttvarnalaga til að banna samkomur. Bannið gildir í fjórar vikur og hefur áhrif á allt samfélagið; vinnustaði og skóla, fermingar og jarðarfarir, verslanir og samkomuhús. Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst reyna að styðja við þá nemendur sem þurfa á stuðningi að halda næstu vikur. Sveitarfélög og skólastjórnendur nýta helgina og mánudag til að útfæra kennslu næstu vikur.
13.03.2020 - 17:27
Leggja til inntökupróf eða fjöldatakmarkanir
Ef Ísland á að standast norrænan samanburð þarf að auka aðgangsstýringu í háskólum landsins. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins. Rektor Háskóla Íslands segir að vandamálið sé undirfjármögnun og það verði ekki bætt með aðgangsstýringu.
Fellir ákvörðun um tíu Bangladessa úr gildi
Kærunefnd Útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja tíu háskólanemum frá Bangladess beiðni um dvalarleyfi hér á landi. Þeir hugðust hefja nám við Háskólann á Bifröst nú í haust. Leifur Runólfsson, lögmaður háskólans, segir að tafirnar hafi skaðað markaðsstarf skólans í Bangladess. Útlendingastofnun ber að taka mál þeirra aftur til afgreiðslu.
15.10.2019 - 16:26
19 ára nemendum í skólakerfinu fækkar
19 ára nemendum í skólakerfinu ofan grunnskóla fækkaði um 8,5% frá 2017 til 2018. Fækkunina má að öllum líkindum rekja til styttingar náms til stúdentsprófs.
19.09.2019 - 11:21
Fræðimenn bregðast við gagnrýni Bergsveins
„Það er alveg réttmæt gagnrýni að þetta akademíska kerfi sem við búum við hvetur ekki beinlínis til þess að við séum í þessu mikilvæga samtali við umheiminn sem ég held að öll hugvísindi vilji vera í. Það er hins vegar mín tilfinning að stór hluti kennara við hugvísindasvið Háskóla Íslands séu í miklu samtali við umheiminn og leggi mikið á sig til að standa í þessu samtali, án þess að fá nokkur stig eða sérstaka umbun fyrir - aðra en þá hversu nærandi þessi samræða er,“
Viðtal
Fræðimenn eins og heilar bobblandi í spíritus
„Það er þessi hlutlæga, valdmannslega rödd – ‚svona er þetta bara!‘ – sem minnir mig helst á heila sem að bobblar í spíritus. Hún er algjörlega aftengd hinu mannlega og hinu persónulega,“ segir Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali við Víðsjá um það hvernig akademísk orðræðuhefð hefur þróast í hugvísindum.
27.05.2019 - 10:27
Kennarastéttin misst bæði stöðu og virðingu
Skólakerfið er risastórt, það teygist frá leikskóla og þar til við hættum í Háskóla. Við lærum sem börn hvernig við eigum að haga okkur og við höfum fyrirmyndir í kennurum og leiðbeinendum. Raunin er enn sú í dag að kerfið er allt töluvert kynjað.
70% Bangladessa komu ekki þrátt fyrir leyfi
Sjötíu prósent þeirra Bangladessa sem sóttu um dvalarleyfi vegna náms hér á landi á árunum 2017 og 2018 komu ekki til landsins og fengu leyfin gefin út, þrátt fyrir að hafa fengið útgefnar áritanir inn á Schengen-svæðið í þeim tilgangi að stunda nám. Þetta var meðal þess sem Útlendingastofnun leit til við ákvörðun um synjun á dvalarleyfisumsóknum fimmtíu háskólanema frá Bangladess vegna náms við Háskólann á Bifröst.
22.05.2019 - 12:35
Stúdentar sammála BHM um starfsnám
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) segja það skýra kröfu samtakanna „að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gærkvöld, þar sem þau lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingar um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneytinu. Sú auglýsing var afturkölluð eftir athugasemdir BHM.
23.01.2019 - 04:17
Gæði fyrir stúdenta?
Landsamtök Íslenskra stúdenta, eða LÍS, standa fyrir gæðaráðstefnu laugardaginn 13.október. Þar gefst tækifæri fyrir stúdenta að láta í sér heyra í málum sem tengjast háskólum og stöðu háskólanema í samfélaginu.
09.10.2018 - 15:06