Færslur: Háskólanemar

Áfram er krafist réttlætis fyrir horfna háskólanema
Til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveita við herstöð í Mexíkóborg í gær. Á mánudag verða átta ár liðin frá því 43 kennaraháskólanemar hurfu í Guerrero-fylki í Mexíkó.
Ekki ljóst hve margt starfsfólk þarf á frístundaheimili
Skipulagning grunnskóla- og frístundastarfs er í fullum gangi um land allt. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki liggja fyrir hvað þarf margt fólk til starfa á frístundaheimilum. Útlitið er gott á Akureyri.
Kröfu um verknám sálfræðinga frestað um tvö ár
Nýútskrifuðum meistaranemum í klínískri sálfræði, sem hafa beðið eftir að geta hafið störf í faginu, verður veitt starfsleyfi á næstu dögum. Þá hefur gildistöku ákvæðis sem gerir kröfu um að nemar fari í verknám verið frestað til 2023. Ákvæðið hefur hlotið töluverða umfjöllun nýverið, í ljósi þess að slíkt verknám er hvergi í boði fyrir sálfræðinema hérlendis.
Nýútskrifuðum sálfræðinemum neitað um starfsleyfi
Meistaranemar sem útskrifuðust úr klínískri sálfræði í gær, fá ekki starfsleyfi þrátt fyrir að hafa lokið fimm ára háskólanámi í greininni. Íris Björk Indriðadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík í gær og segir hún sjái fram á að missa sitt fyrsta starf sem sálfræðingur vegna reglugerðar sem geri kröfu um verklega þjálfun, sem sé hvergi er í boði.
Ný tegund malaríulyfs vinnur samkeppni Háskóla Íslands
Nýtt lyfjaform gegn malaríu fyrir börn bar sigur úr býtum í Vísinda- og nýsköpunarverðlaunakeppni Háskóla Íslands. Í verkefninu var þróað nýtt lyfjaform sem gerir að verkum að ekki þarf hjúkrunarfræðinga til að gefa lyfið á sjúkrahúsum heldur heldur er á færi ófaglærðra að gera það.

Mest lesið