Færslur: Háskólamenntun

Biden hyggst fella niður hluta af skuldum námsmanna
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í dag að tíu þúsund Bandaríkjadalir yrðu dregnir frá skuldum flestra námsmanna í landinu, sem enn eru að borga af menntun sinni löngu eftir útskrift. Að létta undir með námsmönnum var eitt af kosningaloforðum forsetans, sem er talinn vinna sér inn töluverðar vinsældir með afnámi skuldanna.
Spítalinn fer í þrot verði ekki brugðist við sem fyrst
Staðan hefur aldrei verið jafn þung á Landspítala og í sumar. Starfsfólk vantar á öllum vígstöðvum. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans segir að ef ekki verði brugðist við sem fyrst fari spítalinn í þrot. 
Fimmfalt fleiri útskrifast úr háskóla en iðnnámi
Mikill munur er hér á landi milli fjölda útskrifaðra nema úr bóklegu háskólanámi annars vegar og verk- og iðnnámi hins vegar. Ísland sker sig nokkuð úr hvað þetta varðar í samanburði við nágrannalöndin og ástæðurnar virðast margþættar. Nærri fimmfalt fleiri hafa útskrifast úr háskólanámi á árinu en úr iðnnámi.
20.06.2021 - 17:14
BHM: Virði háskólamenntunar einna minnst á Íslandi
Fjárhagsvirði háskólamenntunar er einna minnst á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Þetta er mat aðalfundar Bandalags háskólamanna sem brýnir stjórnvöld til að huga að áhrifum skattkerfisbreytinga á mun ráðstöfunartekna eftir menntastigi.
Friðrik Jónsson kjörinn formaður BHM
Friðrik Jónsson var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Hann er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og tekur við formennsku í BHM á fimmtudaginn. Þann dag verður aðalfundur bandalagsins haldinn.
Um helmingur brautskráðra úr lögreglufræðum er konur
Ríflega helmingur þeirra sem brautskráðist úr diplómanámi í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn á árunum 2018 til 2020 eru konur. Háskólinn á Akureyri hefur útskrifað 142 nemendur í þeim fræðum að því er fram kemur í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins.
Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og eins fyrirlestrasalir á jarðhæð á Háskólatorgi. Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið. Verulegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors.
Viðtal
Stúdentum líður illa og sækja æ meira í sálfræðiaðstoð
Stúdentar hafa talsverðar áhyggjur af því hvaða áhrif faraldurinn hefur á stöðu þeirra, til dæmis gagnvart Menntasjóði námsmanna og búsetuskilyrðum á stúdentagörðum, og biðlistar hjá sálfræðingum skólans lengjast, að sögn forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Búist við 16.000 nemum við HÍ — aldrei verið fleiri
Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri. Þetta eru um það bil 60% fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. Reiknað er með að um 16.000 muni stunda nám við skólann á næsta ári.
Mikil ásókn í framhaldsnám við Háskóla Íslands
Um tvöfalt fleiri umsóknir um framhaldsnám á næsta vormisseri hafa borist Háskóla Íslands nú en var á sama tíma 2019, eða tæplega 1.100. Frestur til að sækja um í framhaldsnámi rann út í lok október.
06.11.2020 - 10:41
Metfjöldi doktora brautskráðist skólaárið 2018 til 2019
Aldrei hafa fleiri lokið doktorsprófi við íslenska háskóla en skólaárið 2018-2019. Alls voru 4.370 nemendur brautskráðir, með 4.408 háskólapróf á öllum stigum.
Formaður BHM vill hækka bætur um 100.000
Aldrei hafa jafn margir með háskólamenntun verið atvinnulausir. Koma þarf betur til móts við þennan hóp með því að hækka atvinnuleysisbætur um 100.000 krónur. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna.