Færslur: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Myndskeið
„Þorðum ekki að vona að við gætum fyllt húsið“
Það er ekki oft sem við segjum frá tíu ára afmælum. En í dag, á alþjóðlega Stjörnustríðsdeginum, er einmitt áratugur frá þessum merkisatburði: Flutningi Sinfóníuhjómsveitar Íslands úr Háskólabíói í Eldborgarsal Hörpu. „Við þorðum ekki að vona að við gætum fyllt húsið en svo bara mættu Íslendingar á tónleika alveg frá byrjun,“ segir Joseph Ognibene, hornleikari. „Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að fylla þetta hús.“
Ráðherrar Norðurskautsráðs verða í vinnusóttkví
Gestir á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem verður í Hörpu 20. maí, verða í vinnusóttkví meðan á fundinum stendur og mega hvorki fara út að borða né í skoðunarferðir. Þetta verður fyrsti alþjóðlegi fundurinn í Hörpu síðan í mars í fyrra þar sem gestir verða viðstaddir. 
Engin smit greind eftir tónleika í Hörpu
Engin COVID-smit hafa greinst meðal starfsfólks og tónleikagesta í Eldborg í Hörpu síðasta föstudag. Í ljós kom um helgina að manneskja sem smituð var af bresku afbrigði veirunnar hafði sótt tónleika með píanóleikaranum Víkingi Heiðari á föstudag.
Viðtal
Enn betur sótthreinsað í Hörpu en vanalega
Starfsmenn tónleikahússins Hörpu sem voru þar við vinnu á föstudagskvöldið þurfa að fara í skimun og voru ekki að störfum í gær. Þetta kom fram í samtali við Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu í morgunútvarpi Rásar 2.
Harpa leitar að tíu ára tónskáldum
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er tíu ára í ár og af því tilefni verður nokkrum tíu ára krökkum boðið að semja saman afmælislag undir handleiðslu reyndra tónlistarmanna. Lagið verður svo frumflutt við hátíðlega athöfn í maí.
„Árangur næst í umhverfi sem fyllir fólk ástríðu“
Ráðstefna Ungra athafnakvenna í dag „Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin“ er sú fyrsta sem haldin er með gestum í Hörpu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Ráðstefnan var haldin í Norðurljósasal og var einnig streymt á vefnum. 
Ráðstefnunni Arctic Circle frestað
Ráðstefnunni Arctic Circle, eða Hringborði norðursins, sem haldin hefur verið árlega í Hörpu er aflýst í ár. Stefnt er að því að halda ráðstefnuna að ári, 14 - 17. október. Í tilkynningu frá Hringborði norðurslóða segir að nauðsynlegt hafi verið að fresta ráðstefnunni vegna COVID-19.