Færslur: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Ungir fréttamenn á Barnamenningarhátíð
Ungmenni í 9. og 10. bekk grunnskóla brugðu sér í fréttamannahlutverkið á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og tóku skemmtikrafta opnunarhátíðarinnar tali. Krakkarnir unnu fréttirnar sjálf, tóku viðtölin og klipptu. Til að undirbúa sig fyrir hátíðina fengu þau leiðsögn hjá RÚV þar sem farið var yfir viðtalstækni og fréttaskrif.
Bókanir hjá Hörpu tóku kipp eftir afléttingarfund
Eftirspurn eftir tónleika- og ráðstefnusölum tók kipp í hádeginu eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti að öllum sóttvarnaaðgerðum hefði verið aflétt innanlands. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að starfsfólki sé mjög létt að losna við að þurfa að framfylgja grímuskyldu og takmörkunum.
Myndskeið
„Þorðum ekki að vona að við gætum fyllt húsið“
Það er ekki oft sem við segjum frá tíu ára afmælum. En í dag, á alþjóðlega Stjörnustríðsdeginum, er einmitt áratugur frá þessum merkisatburði: Flutningi Sinfóníuhjómsveitar Íslands úr Háskólabíói í Eldborgarsal Hörpu. „Við þorðum ekki að vona að við gætum fyllt húsið en svo bara mættu Íslendingar á tónleika alveg frá byrjun,“ segir Joseph Ognibene, hornleikari. „Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að fylla þetta hús.“
Ráðherrar Norðurskautsráðs verða í vinnusóttkví
Gestir á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem verður í Hörpu 20. maí, verða í vinnusóttkví meðan á fundinum stendur og mega hvorki fara út að borða né í skoðunarferðir. Þetta verður fyrsti alþjóðlegi fundurinn í Hörpu síðan í mars í fyrra þar sem gestir verða viðstaddir. 
Engin smit greind eftir tónleika í Hörpu
Engin COVID-smit hafa greinst meðal starfsfólks og tónleikagesta í Eldborg í Hörpu síðasta föstudag. Í ljós kom um helgina að manneskja sem smituð var af bresku afbrigði veirunnar hafði sótt tónleika með píanóleikaranum Víkingi Heiðari á föstudag.
Viðtal
Enn betur sótthreinsað í Hörpu en vanalega
Starfsmenn tónleikahússins Hörpu sem voru þar við vinnu á föstudagskvöldið þurfa að fara í skimun og voru ekki að störfum í gær. Þetta kom fram í samtali við Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu í morgunútvarpi Rásar 2.
Harpa leitar að tíu ára tónskáldum
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er tíu ára í ár og af því tilefni verður nokkrum tíu ára krökkum boðið að semja saman afmælislag undir handleiðslu reyndra tónlistarmanna. Lagið verður svo frumflutt við hátíðlega athöfn í maí.
„Árangur næst í umhverfi sem fyllir fólk ástríðu“
Ráðstefna Ungra athafnakvenna í dag „Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin“ er sú fyrsta sem haldin er með gestum í Hörpu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Ráðstefnan var haldin í Norðurljósasal og var einnig streymt á vefnum. 
Ráðstefnunni Arctic Circle frestað
Ráðstefnunni Arctic Circle, eða Hringborði norðursins, sem haldin hefur verið árlega í Hörpu er aflýst í ár. Stefnt er að því að halda ráðstefnuna að ári, 14 - 17. október. Í tilkynningu frá Hringborði norðurslóða segir að nauðsynlegt hafi verið að fresta ráðstefnunni vegna COVID-19.