Færslur: Haraldur Jónsson

Víðsjá
Myndlistin ýtir við, kitlar og hrærir í okkur
Alþjóðlegur dagur listar, World Art Day, er haldin hátíðlegur í dag 15. apríl. Hann er að þessu sinni helgaður myndlist. Af því tilefni flytur Haraldur Jónsson myndlistarmaður ávarp. Upptakan var gerð við leiði Muggs í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu í Reykjavík.
Menningin
Mannslíkaminn er eitt allsherjar myrkraherbergi
Haraldur Jónsson hefur framkallað sjö ný verk sem hann sýnir undir heitinu Ljósavél í Berg Contemporary.
13.01.2021 - 16:03
Víðsjá
Myndlist snýst um að sýna og fela
„Tungan er dálítið eins og tjald sem maður getur dregið fyrir og frá hlutunum, falið og opinberað merkingu, eða gefið í skyn.“ Þetta segir myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson um verk sín og stóra svarta gúmmí-tungu sem er hluti sýningar hans í BERG Contemporary galleríinu við Klapparstíg. Sýninguna kallar Haraldur Ljósavél.
10.01.2021 - 20:06
Gagnrýni
Flækjuróf
„Hér eru verk sem reyna að búa til, eða birta, eða afhjúpa raunverleikann,“ segir Starkaður Sigurðarson myndlistargagnrýnandi um yfirlitssýningu á verkum Haraldar Jónssonar, Róf, á Kjarvalsstöðum. „Hann tekur einhvern smáhlut eða smástund og skoðar hvernig hægt er að gera allan heiminn úr því. Og heimurinn er meira hugmynd heldur en hlutur. Hér býr Haraldur til þennan heim.“
15.11.2018 - 09:10
Haraldur á blóði drifnu Rófi
„Mér finnnst mjög mikilvægt í mínum verkum að vera auðskiljanlegur en ekki neytendavænn,“ segir Haraldur Jónsson myndlistarmaður. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Róf, þar sem ferill hans undanfarin 30 ár er dreginn saman.
Hugvíkkandi og hnyttin myndlist
Listasafn Reykjavíkur hefur tekið upp á því að halda á hverju ári yfirlitssýningu á verkum listamanna sem eru komnir á miðjan aldur. Í ár er sýningin helguð verkum Haraldar Jónssonar. Hún ber nafnið Róf og teygir sig 30 ár aftur í ferli hans.
12.11.2018 - 16:02
Viðtal
Því meira flækjustig – því skemmtilegra
Myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson spáir mikið í tengsl líkama og rýmis, vitundar og umhverfis í verkum sínum.
22.03.2017 - 11:58
Þversnið af íslenskri samtímamyndlist
Í lok apríl opnar sýning í Kling og Bang gallerí í Marshall-húsinu, þar sem boðið verður upp á einhvers konar þversnið af því sem er að gerast í íslenskri samtímamyndlist á Íslandi við upphaf 21. aldar. Í sjónvarpsþættinum Opnun, sem hefur göngu sína á RÚV í kvöld, er opnað fyrir hugarheim þeirra 12 listamanna sem taka þátt í sýningunni.
21.03.2017 - 15:11