Færslur: Hannyrðir

Kastljós
Unglingsstrákar sögðust róast í vefstólnum
Vefnaður var snar þáttur í menningu landans á árum áður. Vinsældir hannyrða hafa aukist á síðustu árum og fyrir marga er prjónaskapur og vefnaður hin mesta dægradvöl. Strákar í 8. bekk sögðust þannig hafa gleymt sér við vefnaðinn, strákar sem ef til vill gleyma sér sjaldan í öðru en snjallsímum og tölvuspilum.
Fólk grípur í prjónana á krepputímum og sleppir ekki
Eftirspurn eftir íslenskum lopa hefur margfaldast í heimsfaraldrinum og Ístex hefur líklega aldrei framleitt meira af handprjónabandi. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir ólíklegt að eftirspurnin minnki aftur þegar faraldrinum lýkur. Innanlands hefur verið skortur á lopa mánuðum saman en framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands bindur vonir við að fá á næstu dögum dokkur af litum sem ekki hafa sést lengi. 
08.05.2021 - 18:32
Myndskeið
Lopapeysan vinsæl sem aldrei fyrr í kófinu
Sjötíu prósent aukning er á sölu á lopa til útlanda eftir að heimsfaraldurinn skall á. Svo virðist sem lopaæði hafi brostið á í Finnlandi, svo mikil er eftirspurnin. Áhugi á lopaprjóni og -hekli hefur líka aukist hér á landi í kófinu.
06.11.2020 - 19:31
Innlent · Lopapeysa · lopi · COVID-19 · Hannyrðir · Handavinna · Ístex
Harmar og raunir gleymdust við hannyrðirnar
„Í raun og veru þá er textíll eitt af aðalatriðunum í okkar efnisheimi. Við erum alltaf í snertingu við textíl, nema bara rétt á meðan við bregðum okkur í sturtu. Það er í rauninni eina andartakið þar sem við erum ekki í beinni snertingu við textíl,“ segir Lilý Erla Adamsdóttir, myndlistarmaður og deildarstjóri Myndlistaskólans í Reykjavík.
05.10.2020 - 09:29
Myndskeið og viðtal
Heklar teppi til að ná bata frá kulnun
Átök í stjórnmálum, of mörg verkefni í einu og einhverfa leiddu til kulnunar hjá Guðlaugu Kristjánsdóttur, fyrrverandi stjórnarformanni Bjartrar framtíðar. Með því að hekla teppi tókst henni að fá bata.
26.10.2019 - 19:26