Færslur: Hallgrímskirkja

Björn Steinar leiðir tónlistarstarf í Hallgrímskirkju
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur samþykkt að Björn Steinar Sólbergsson taki að sér að leiða tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Styr hefur staðið um stöðu tónlistarflutnings í kirkjunni eftir að ljóst varð að Hörður Áskelsson organisti myndi hverfa á braut. Björn Steinar er konsertorganisti og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
13.05.2021 - 08:23
Vara við skelfilegu menningarslysi í Hallgrímskirkju
Félagar í Tónskáldafélagi Íslands furða sig á fréttum af þróun tónlistarmála í Hallgrímskirkju og hvetja yfirstjórn kirkjunnar til að forða „því skelfilega menningarslysi“ sem þeir telja að felist í brotthvarfi kantors og kóra kirkjunnar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Tónskáldafélags Íslands í gær.
Viðtal
Veit ekki hvað verður um kórastarf í Hallgrímskirkju
„Það hefur ekki verið nægilegt samtal á milli aðila,“ segir Hörður Áskelsson, kantor og organisti í Hallgrímskirkju, sem hverfur nú frá kirkjunni eftir nær fjörutíu ára starf vegna deilna á milli hans og sóknarnefndar kirkjunnar. Mótettukórinn fylgir kantornum úr kirkjunni og stendur meðal annars til að halda tónleika í Hörpu fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember, þar sem kórinn flytur jólaóratoriuna.
04.05.2021 - 12:16
Kantor upp á kant við æðri völd í Hallgrímskirkju
Hörður Áskelsson kantor og organisti í Hallgrímskirkju í nær 40 ár lætur af störfum í kirkjunni um næstu mánaðamót. Deilur hafa staðið á milli hans og sóknarnefndar kirkjunnar. Hörður segir að hann hafi ekki notið stuðnings yfirvalda í kirkjunni lengur.
01.05.2021 - 16:56
Ljóst að helgihald verður með öðru sniði í ár
Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og fer helgihald fram með breyttu sniði í ár vegna faraldursins eins og svo margt annað. Kirkjur landsins hafa verið óvenju dauflegar í morgun.
29.11.2020 - 12:54
Þátttökugjörningur í anda Lúthers
Þótt 500 ár séu liðin frá því að Marteinn Lúther gagnrýndi kaþólsku kirkjuna er kirkjan sem reis upp af þeim gjörningi ekki yfir gagnrýni hafin, segir Ólöf Nordal myndlistarkona. Hún og Guðrún Kristjánsdóttir stóðu á dögunum fyrir gjörningnum Tesur í Hallgrímskirkju þar sem gestum var boðið að prenta eigin mótmælaspjöld og negla upp á vegg að hætti Lúthers.
19.11.2017 - 10:00