Færslur: Halldór Benjamín Þorbergsson

Sjónvarpsfrétt
„Launafólk tilbúið til að setja niður hælana“
„Ég held að það sé alveg ljóst að þegar það er búið er auka svona greiðslubyrðina á launafólk þá verður launafólk tilbúið til að setja niður hælana,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. „Stundum verður maður að taka eitt skref aftur á bak til þess að tvö skref áfram síðar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Starfsgreinasambandið afhenti í dag SA kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður.
Sjónvarpsfrétt
Líta leiðsögn seðlabankans ólíkum augum
Hækkun stýrivaxta er ætlað að búa í haginn fyrir komandi kjarasamninga segir seðlabankastjóri. Stýrivextir hækkuðu um eitt prósentustig í morgun og var þetta sjöunda hækkunin á rúmlega einu ári.
„Ekki gott að fara í störukeppni við Seðlabankann“
„Ég hef orðað þetta með þeim hætti að það er ekki gott að fara í störukeppni við Seðlabankann,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spurður um hvort hann hyggist „hlýða“ tilmælum Seðlabankastjóra til aðila vinnumarkaðarins um að samið verði skynsamlega í komandi kjarasamningaviðræðum.
Starfsgreinasambandið vill krónutöluhækkun launa
Starfsgreinasambandið fer fram á krónutöluhækkun launa. Með því vonast formaður sambandsins til að ná fram kjarabótum fyrir þá tekjulægstu. Ekki fæst uppgefið hversu mikillar krónutöluhækkunar sambandið krefst. Starfsgreinasambandið kynnti Samtökum atvinnulífsins í dag kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga. Þá er opið hvort samið verður til lengri eða skemmri tíma. Viðbúið er að eiginlegar kjaraviðræður hefjist í ágúst. Sjötíu og tvö þúsund félagar eru í Starfsgreinasambandinu.
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið borgi laun í Covid-veikindaleyfi
Samtök atvinnulífsins segja að launakostnaður í covid-veikindaleyfi kosti fyrirtæki landsins 100 milljónir á dag og vilja að ríkið greiði laun þeirra sem lenda í einangrun. Forseti ASÍ er ekki hrifin af frekari skilyrðislausum ívilnunum fyrir atvinnulífið.
Sammála um að rugga ekki bátnum
Einhugur var á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar að láta lífskjarasamninginn gilda út samningstímann þótt forsendur hans væru brostnar.
Silfrið
Segir forgangsmál að halda viðvarandi lágu vaxtastigi
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eitt forgangsatriða þeirra stjórnvalda sem taki við að loknum kosningum um næstu helgi verði að halda viðvarandi lágu vaxtastigi.
Þörf á einka- og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu
Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segir þörf sé á bæði einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Hann segir tækifæri felast í að nýta lög um sjúkratryggingar.
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
Myndskeið
Sammála um að sameiginlegra viðbragða sé þörf
„Ekkert að frétta, bara allir glaðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund formanna ríkisstjórnarflokkanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Ráðherrabústaðnum. Fundinum lauk á sjöunda tímanum, en þetta var í annað skiptið sem þessir aðilar funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum, en SA telur forsendur Lífskjarasamningsins brostnar.