Færslur: Halldór Benjamín Þorbergsson
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
07.02.2021 - 16:41
Sammála um að sameiginlegra viðbragða sé þörf
„Ekkert að frétta, bara allir glaðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund formanna ríkisstjórnarflokkanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Ráðherrabústaðnum. Fundinum lauk á sjöunda tímanum, en þetta var í annað skiptið sem þessir aðilar funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum, en SA telur forsendur Lífskjarasamningsins brostnar.
28.09.2020 - 19:37