Færslur: Halla Harðardóttir

Víðsjá
Rauðar varir tákna völd, dauða og andspyrnu
Saga rauða varalitarins er löng og áhugaverð. Rauðar hafa í gegnum tíðina táknað stéttarstöðu, sjálfsöryggi, dauða, dulúð og andspyrnu.
05.03.2022 - 08:00
Víðsjá
Mun ríkasta fólkið bjarga heiminum?
Á meðan gróðamaskínan grillar á okkur öllum hausinn með nýrri neysluvöru halda ríkustu menn heims áfram að grilla plánetuna. Í stað þess að vakna til meðvitundar fljótum við áfram sofandi að feigðarósi. Á að stóla á, að þetta 1% heimsins sem á 99% af auði heimsins, komi okkur til bjargar?
06.01.2022 - 13:02
Stelur frá Louvre til að mótmæla nýlendustefnu
Stærstu söfn Evrópu gera upp blóði drifna nýlendufortíð. Hollendingar hafa heitið því að skila stolnum listmunum en kongólski aktívistinn Mwazulu Diyabanza lætur verkin tala með því að stela gripunum aftur til baka.
16.02.2021 - 20:00
Um stórar byltingar í litlu þorpi
Við upphaf síðustu aldar söfnuðust listamenn saman í þorpinu Ceret við rætur Pýrenafjallanna. Picasso og Braque voru meðal þeirra sem umbyltu listasögunni með hversdagslegu drasli.
15.02.2021 - 12:28
Pistill
Saga dularfullu ástaraugnanna
Árið 1785 fékk ung kona dularfullt auga sent í pósti. Augað var málað á agnarsmáan striga og var sendingin frá ástsjúkum aðdáanda. Unga konan var ekki ein um að fá slíka gjöf því ástaraugun voru mikið tískufyrirbæri undir lok átjándu aldar.
10.02.2021 - 13:07
Pistill
Um Maríu og Callas
Í heimildamyndinni Maria by Callas er lífshlaup einnar mestu dívu síðustu aldar rifjað upp með gömlum efnivið. Erfið æska og ástarsambönd, krefjandi ferill og harmþrunginn endir á lífshlaupi dívunnar gefa söguþræði í óperu eftir Verdi ekkert eftir.
Gucci í samstarf við Gus Van Sant
Listrænn stjórnandi Gucci vill fækka fatalínum, sleppa útsölum og hætta að hanna föt eftir kyni. Framtíðarsýn hússins birtist í samstarfi Gucci við bandaríska leikstjórann Gus Van Sant.
Risapíka veldur usla í Brasilíu
Þrjátíu og þriggja metra löng píka hefur vakið umtal í Brasilíu. Listakonan vill varpa ljósi á valdaójafnvægi og misrétti en gagnrýnendur segja hana athyglissjúka.
17.01.2021 - 11:55
Vildi ekki heita Ósk Jakobsdóttir
Hope Knútsson er ein þeirra fjölmörgu aðfluttu Íslendinga sem þurftu að taka upp nýtt nafn þegar hún fékk íslenskan ríkisborgararétt. Hope vildi ekki skipta um nafn þar sem nafn hennar var stór hluti af sjálfsmynd hennar og persónuleika.
Viðtal
„Einhvern veginn varð ég kona“
Á einkasýningu í Lýðræðisbúllunni sýnir Hulda Vilhjálmsdóttir ný verk sem hún hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Hulda segir að verkin hafi hún unnið undir áhrifum frá móður sinni og alls kyns konum, lyfjameðferð, köttum og kófinu.
Hver gerir Trump ódauðlegan?
Samkvæmt hefðinni verður fráfarandi forseti Bandaríkjanna gerður ódauðlegur með portretti. En hvaða listamann velur Trump? Hann er augljóslega hrifinn af gulli og marmara en hvernig myndlist er hann hrifinn af?
#metoo-listaverk kveikir umræðu um klám og klassík
Sagan af Medúsu hefur verið á allra vörum í New York síðustu daga. Nýtt útilistaverk sem hugsað var sem innlegg í #metoo-umræðuna hefur skapað heitar deilur um gæði listaverka, klám, klassík og skapahár svo eitthvað sé nefnt.
Gleymdar gyðjur súrrealismans
Leonor Fini, Nusch Eluard, Dora Maar og fleiri konur innan hreyfingar súrrealistanna hafa með tímanum fallið í gleymskunnar dá. Einhverjar þeirra eru þekktastar sem viðfangsefni, módel og músur listamanna, en í seinni tíð hafa þær fengið þann sess sem þær eiga skilið innan listasögunnar.
Forsetakappræður og tilgangsleysi lífsins
Djöflar og tilgangsleysi lífsins eru ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar kappræður varaforsetaefna eiga í hlut. Það breyttist þó í síðustu viku þegar fluga flaug inn á sviðið og settist á höfuð Mike Pence.
17.10.2020 - 12:15
Borgir á tímum farsótta
Lífslíkur manneskjunnar tóku hástökk eftir iðnbyltingu, þökk sé læknavísindunum og bættri hönnun í borgarlandslaginu. Saga holræsa og mengunarvarna er samofin borgarmenningu og það var ekki að ástæðulausu að háir hælar komust í tísku þegar miðaldastrætin voru full af skít.
Víðsjá
Boða stofnun nýs Bauhaus-skóla
Ursula von der Leyen, nýr forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti nýverið áform um að stofna nýjan evrópskan Bauhaus-skóla. Skólinn er hluti af 750 milljarða evra aðgerðaráætlun sambandsins til að endurreisa hagkerfið eftir kórónuveirufaraldurinn, með menningu og sjálfbærni að leiðarljósi.
Frjálsar ástir á hjara veraldar
Þorpið Cadaqués hefur lengi heillað listamenn í fegurð sinni og einangrun. Þegar Salvador Dalí bauð súrrealistum frá París í heimsókn sumarið 1929 urðu til órjúfanleg bönd sem fæddu af sér ógrynni myndlistar, ljóða og ástarbréfa.
Síðasti fjárbóndinn í borginni
Ólafur Dýrmundsson heldur kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti.
Samfélagið
Þar sem ljóta fólkið býr
„Ljótleiki er dyggð, fegurð er þrældómur,“ segir á skjaldarmerki Klúbbs hinna ljótu, rótgróins félagsskapar ófríðs fólks í 2.000 manna bæ, Piobbico á Ítalíu.
Samfélagið
Barist fyrir tilverurétti villtra borgarblóma
Nöfn villtra borgarblóma eru nú merkt með nafni sínu á stéttir evrópskra borga. Markmið þeirra sem kríta nöfnin er að fagna fjölbreytileika náttúrunnar. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, vill minni slátt og meiri náttúru í borginni en segir arfa vera ranga plöntu á röngum stað.
15.05.2020 - 14:32