Færslur: Hálendisþjóðgarður

Getur hugsað sér að vera áfram fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson segist vel geta hugsað sér að vera áfram í fjármálaráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn þótt ekkert hafi verið ákveðið. Hann segir frumvarp um hálendisþjóðgarð ekki verða óbreytt í nýjum stjórnarsáttmála. Ef vel gangi næstu daga verði hægt að kynna nýja ríkisstjórn eftir rúma viku. 
Kölluðu Hálendisþjóðgarð opinbera útför
Fjöldi atkvæðagreiðslna stendur ný yfir á Alþingi. Tillaga um að vísa frumvarpi Umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnar var samþykkt. Þar með er formlega ljósa að frumvarpið verður ekki að lögum á þessu þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu málið opinbera útför.
Vonbrigði að sátt hafi ekki náðst um hálendisþjóðgarð
Forsætisráðherra segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að skapa sátt um afgreiðslu frumvarps um hálendisþjóðgarð á þessu kjörtímabili. Fundur stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að þingstörfum ljúki í nótt.
12.06.2021 - 18:20
Skýrar flokkslínur í afstöðu til hálendisþjóðgarðs
Mikill munur er á afstöðu fólks til hálendisþjóðgarðs eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur stuðningur við þjóðgarð er á meðal kjósenda Vinstri grænna og stjórnarandstöðuflokkanna en andstaðan er mest á meðal þeirra sem kjósa Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Útvarpsfrétt
Engin skynsemi í að afgreiða þjóðgarð núna
Of mikill ágreiningur var um stofnun hálendisþjóðgarðs og of lítill tími til að sætta ólík sjónarmið, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir skynsamlegast að vinna málið betur, hún segir að það hefði engin skynsemi verið í því fólgin að afgreiða málið núna.
10.06.2021 - 12:41
„Okkur finnst Alþingi hafa brugðist“
Stjórn Landverndar er harðorð í garð Alþingis eftir að ljóst varð að ekkert yrði af stofnun hálendisþjóðgarðs á þessu kjörtímabili. Stjórnarliðar í umhverfis- og samgöngunefnd vilja vísa málinu aftur til umhverfis- og auðlindaráðherra. Stjórn Landverndar ræddi niðurstöðuna í gær og samþykkti ályktun þar sem þingið er sagt hafa hunsað stjórnarsáttmálann með framgöngu sinni. Þingmenn hafi látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum og komið í veg fyrir mikilvægan áfanga í íslenskri náttúruvernd.
10.06.2021 - 09:56
Hálendisþjóðgarður úr sögunni
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ráðherra. Fulltrúi Viðreisnar í nefndinni segir að með þessu sé ljóst að málið verði ekki afgreitt á yfirstandandi þingi.
09.06.2021 - 13:16
Sannfærð um að hálendisþjóðgarður verði að veruleika
Þingmenn stjórnarandstöðunnar þráspurðu forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort enn væri stefnt að því að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð á yfirstandandi þingi. Engin sátt hefur ríkt um málið innan stjórnar og stjórnarandstöðu.
Segir ekki hægt að afgreiða óbreytt hálendisfrumvarp
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir útilokað að hægt verði að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd.
Nefndin ekki stofnuð til höfuðs Hálendisþjóðarði
Níu sveitarfélög á Suðurlandi hafa tekið sig saman og sett á fót svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis. Formaður nefndarinnar segir hana ekki stofnaða til höfuðs Hálendisþjóðgarði.
Hálendisþjóðgarður á bláþræði
Hverfandi líkur eru á að frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð verði afgreitt á yfirstandandi þingi. Vinna við frumvarpið er sögð skammt á veg komin og lítill vilji er innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að klára málið.
Stendur ekki í vegi laga um hálendisþjóðgarð
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að taka verði tillit til ábendinga sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila þegar kemur að því að ákveða hvort frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður að lögum. Í stjórnarsáttmála gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að slíkur þjóðgarður yrði að veruleika. Bjarni segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að frumvarpið verði að lögum. 
Telja minni líkur á rallýi í Hálendisþjóðgarði
Akstursíþróttasamband Íslands er á meðal þeirra sem leggjast alfarið gegn stofnun Hálendisþjóðgarðs.
21.02.2021 - 09:52
Hvað er í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð?
Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálamanna á öllum stjórnsýslustigum um efni frumvarpsins. Frumvarpið felur í sér friðlýsingu innan marka þjóðgarðsins og nær hann yfir um 30 prósent landsins.
Fleiri andvígir en fylgjandi þjóðgarðsfrumvarpi
31 prósent er fylgjandi frumvarpi um hálendisþjóðgarð sem umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í byrjun desember. 43 prósent eru því andvíg. Meira en fjórði hver segist hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta sýna niðurstöður nýs þjóðarpúls Gallups úr netkönnun gerðri dagana 29. desember til 10. janúar. 
Spegillinn
Óvíst um framgang frumvarps um Hálendisþjóðgarð
Óhætt er að segja að skoðanir séu skiptar um stjórnarfrumvarp um Hálendisþjóðgarð og tæplega hægt að halda því  fram að eining sé um frumvarpið innan stjórnarliðsins. Innan þingliðs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru miklar efasemdir um efni þess.
Tókust á um hálendisþjóðgarð til miðnættis
Tekist var á um frumvarp umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðar á Alþingi fram að miðnætti í gærkvöld. Sumir töldu ekki nóg gert til að tryggja orkuöryggi en aðrir of langt gengið í þá átt á kostnað náttúruverndar.
09.12.2020 - 08:21
Mælir fyrir frumvarpi um Hálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi sínu á Alþingi um hálendisþjóðgarð. Þetta er í fyrsta skipti sem hann mælir fyrir þessu frumvarpi en hann sagði um einstakt tækifæri að ræða fyrir Alþingi að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu. Þetta yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum.
08.12.2020 - 17:55
Deildar meiningar um hálendisþjóðgarð
Umhverfisráðherra segir hálendisþjóðgarð vera ómetanlegustu náttúru sem finnist í heiminum og hann verði stærsti þjóðgarður Evrópu. Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir miklu meira samráði því samtalið hafi mistekist við það fólk sem búi næst þjóðgarðinum. 
Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sent til stjórnarflokkanna
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að senda frumvörp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð og stofnun Þjóðgarðsstofnunar; og þingsályktunartillögu um þriðja áfanga rammaáætlunar, til stjórnarflokkanna til afgreiðslu.
Frestar frumvarpi um hálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur frestað því til haustsins að leggja fram frumvörp um hálendisþjóðgarð og þjóðgarðastofnun. Öllum ráðuneytum er nú gert að fækka þingmálum til þess að setja viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í forgang.
07.04.2020 - 17:08
Myndskeið
Telur hálendisþjóðgarð árás á sjálfstæði landsbyggðar
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi og fulltrúi í sveitastjórn Bláskógabyggðar, segir áform um miðhálendisþjóðgarð vanvirðingu við sjálfstæði landsbyggðarfólks. Tómas Guðbjartsson læknir segir þjóðgarðinn jafn mikilvægan og verndun fiskimiða var á sínum tíma. Þau ræddu málið í Silfrinu í dag.
26.01.2020 - 12:55
Vonast til að hálendisfrumvarp verði samþykkt í vor
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist vonast til að áform hans um hálendisþjóðgarð verði að veruleika áður en þingi verður slitið í vor þrátt fyrir að efasemdaraddir hafi heyrst innan úr stjórnarmeirihlutanum á Alþingi og víðar. Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu hann út í ósætti í ríkisstjórninni um málið í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun.
23.01.2020 - 11:02
Norðurland vestra leggst gegn hálendisþjóðgarði
Sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggjast gegn frumvarpi um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd og segja óásættanlegt að sveitarfélög missi skipulagsvald. Þá hafi ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess að stofna þjóðgarð.
Segir umræðu um hálendisþjóðgarð byggja á hræðsluáróðri
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar segir að andstaðan við hálendisþjóðgarð byggist á hræðsluáróðri sem ekki sé fótur fyrir. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir mikilvægt að ná samstöðu um stjórnun garðsins og að vafasamt sé að stimpla málflutning heimamanna sem hræðsluáróður.
20.01.2020 - 14:10