Færslur: Hálendisþjóðgarður

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sent til stjórnarflokkanna
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að senda frumvörp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð og stofnun Þjóðgarðsstofnunar; og þingsályktunartillögu um þriðja áfanga rammaáætlunar, til stjórnarflokkanna til afgreiðslu.
Frestar frumvarpi um hálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur frestað því til haustsins að leggja fram frumvörp um hálendisþjóðgarð og þjóðgarðastofnun. Öllum ráðuneytum er nú gert að fækka þingmálum til þess að setja viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í forgang.
07.04.2020 - 17:08
Myndskeið
Telur hálendisþjóðgarð árás á sjálfstæði landsbyggðar
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi og fulltrúi í sveitastjórn Bláskógabyggðar, segir áform um miðhálendisþjóðgarð vanvirðingu við sjálfstæði landsbyggðarfólks. Tómas Guðbjartsson læknir segir þjóðgarðinn jafn mikilvægan og verndun fiskimiða var á sínum tíma. Þau ræddu málið í Silfrinu í dag.
26.01.2020 - 12:55
Vonast til að hálendisfrumvarp verði samþykkt í vor
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist vonast til að áform hans um hálendisþjóðgarð verði að veruleika áður en þingi verður slitið í vor þrátt fyrir að efasemdaraddir hafi heyrst innan úr stjórnarmeirihlutanum á Alþingi og víðar. Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu hann út í ósætti í ríkisstjórninni um málið í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun.
23.01.2020 - 11:02
Norðurland vestra leggst gegn hálendisþjóðgarði
Sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggjast gegn frumvarpi um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd og segja óásættanlegt að sveitarfélög missi skipulagsvald. Þá hafi ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess að stofna þjóðgarð.
Segir umræðu um hálendisþjóðgarð byggja á hræðsluáróðri
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar segir að andstaðan við hálendisþjóðgarð byggist á hræðsluáróðri sem ekki sé fótur fyrir. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir mikilvægt að ná samstöðu um stjórnun garðsins og að vafasamt sé að stimpla málflutning heimamanna sem hræðsluáróður.
20.01.2020 - 14:10
Verður að hlusta á gagnrýni sveitarstjórnarfólks
Ríkisstjórnin verður að hlusta á gagnrýni sveitarstjórnarfólks vegna Hálendisþjóðgarðs, segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frumvarp verður lagt fram á vorþingi og óvíst er hvort það eigi eftir að njóta stuðnings stjórnarflokkanna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, efast um að það verði samþykkt í vor.
19.01.2020 - 19:46
Meiri kröfur til nýrra virkjana innan hálendisþjóðgarðs
Strangari kröfur verða gerðar til nýrra virkjana á hálendinu með tilkomu Hálendisþjóðgarðs. Umhverfisráðherra vonast til að frumvarp verði samþykkt á vorþingi en efasemdaraddir heyrast innan stjórnarinnar.
18.01.2020 - 19:31
Sveitarfélög mörg neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs
Sveitarfélög eru mörg hver neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs og segja hann skerða skipulagsvald þeirra. Neikvæðust eru sveitarfélög í Árnessýslu og á Norðurlandi vestra.