Færslur: hálendið

Myndskeið
Hjólaði yfir hálendið og gaf fólki von um allan heim
Bandarískur ljósmyndari sem hjólaði þvert yfir Ísland og sýndi milljónum frá á samfélagsmiðlum, segir ferðina hafa gefið öðrum von um að lífið geti haldið áfram eftir kórónuveirufaraldurinn. Jökulárnar voru hans mestu áskoranir á leiðinni.
02.09.2020 - 20:26
Tjaldgestir færðir vegna vatnavaxta
Lögreglan á Norðurlandi eystra ákvað laust eftir miðnætti að rýma tjaldstæðið í Herðubreiðarlindum vegna vatnavaxta í Jökulsá á Fjöllum og Kreppu. Sameiginlegt rennsli ánna var komið upp fyrir 600 rúmmetra á sekúndu samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Mikil hlýindi eru á hálendinu og vatnavextirnir til komnir vegna bráðnunar.
Aðgát brýn við vatnsföll, vöð og brattar hlíðar
Veðurstofa Íslands beinir því til ferðafólks að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll, vöð og undir bröttum hlíðum. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum og há vatnsstaða er í ám og lækjum vegna úrkomu síðasta sólarhringinn frá Vestfjörðum og allt að suðausturlandi. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að mestar áhyggjur séu af sunnanverðu hálendinu. Þar hefur verið mikið vatnsveður í síðustu viku og vatnsstaða í ám almennt há.
10.08.2020 - 14:32
Krossá ófær og verulega vont veður á Fimmvörðuhálsi
Vatnavextir í Krossá eru slíkir að rútur hafa ekki farið yfir vaðið í dag, heldur hafa þær sótt ferðalanga og sett úr við göngubrúna. Þá er verulega vont veður á Fimmvörðuhálsi og hefur göngufólki verið snúið við.
09.08.2020 - 17:02
Vatnavextir með allra mesta móti síðdegis
Veðurstofa Íslands varar við miklum vexti í ám á Suðurlandi. Óvenju mikilli rigningu er spáð í landshlutanum í dag. Þá er að auki mikil leysing á jöklum. Í Þórsmörk verða vatnavextir með allra mesta móti síðdegis og í kvöld.
09.08.2020 - 12:44
Var hætt kominn í vatnsmikilli á
Vart mátti tæpara standa í morgun þegar erlendum ferðamanni var bjargað úr jeppa í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Ökumaðurinn hafði fest bíl sinn, sem er óbreyttur jeppi, í ánni. Áin er óvenju vatnsmikil og það flæddi inn í bílinn, sem var farinn að grafast niður þegar björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli komu á vettvang. Þá hafði ökumaðurinn verið á þaki bílsins í tvo klukkutíma. Vel gekk að koma honum í land.
05.08.2020 - 12:20
Þurftu að fara í gegnum 7 metra skafl til að opna veg
Eyjafjarðarleið, vegur F821, var opnuð á föstudag. Starfsmenn Vegagerðarinnar þurftu að moka í gegnum sjö metra skafl til þess að geta opnað veginn. Verkið tók einn og hálfan dag. Í færslu á vef Vegagerðarinnar segir að skaflinn hafi í raun verið snjóflóð.
27.07.2020 - 18:16
Ætla að halda sínu striki þrátt fyrir veður og COVID
Hlaupaviðburðurinn Laugavegur Ultra marathon fer fram á laugardag að öllu óbreyttu. Gul viðvörun var í gildi á miðhálendinu til níu í morgun og áfram er spáð hvassviðri á sunnan- og vestanverðu hálendinu. Silja Úlfarsdóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að vel sé fylgst með veðurspá fyrir laugardaginn.
16.07.2020 - 10:08
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.
Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
Íslendingar skoða áður yfirfulla ferðamannastaði
Það gæti verið hálfur mánuður í viðbót þar til vegir um hálendið verða opnaðir. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir Íslendinga hafa mikinn áhuga á svæðum sem hafa hingað til verið yfirfull af erlendum ferðamönnum.
Vegagerðin lokar vegum á hálendinu
„Ferðamannastaðir á hálendinu eru sérstaklega viðkvæmir á þessum árstíma. Því er mjög mikilvægt að þau svæði fái frið fyrir allri umferð á meðan frost er að fara úr jörðu, jarðvegur að þorna og gróður að vakna til lífsins,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar, en Vegagerðin er byrjuð að loka vegum á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir og til þess að vernda náttúruna. Akstur inn á lokað svæði er óheimill og varðar sektum, að því fram kemur í fréttinni.
27.04.2020 - 22:56
Myndskeið
Óvinnufær vegna kals á fótum eftir hrakningar á jökli
Par frá Bretlandi sem lenti í hrakningum við Langjökul í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland ætlar að krefjast rúmlega tveggja milljóna í miskabætur. Lögmaður þeirra segir þau enn í uppnámi og konan er óvinnufær vegna dofa í fótum. Fjórir ferðamenn til viðbótar eru að leggja drög að málsókn.
12.01.2020 - 18:45
Ferðalangar kalnir á fingrum
Allt ferðafólkið sem lenti í hrakningum í vélsleðaferð á Langjökli í gær er komið í hús. Fólkið fer nú ýmist á Selfoss eða til Reykjavíkur. Fólkið var kalt og hrakið þegar það kom í hús við Gullfoss og einhverjir kalnir á fingrum. Um 40 manns voru í hópnum.
08.01.2020 - 09:12
Fyrstu hóparnir að koma í hús við Gullfoss
Fyrsti hópurinn úr röðum ferðafólksins sem lenti í hrakningum við Langjökul í gær kom í hús í Gullfosskaffi rétt um klukkan sex í morgun. Í hópnum eru meðal annarra börn og ungmenni, þau yngstu um sex og tíu ára gömul. Þau undirgangast nú skoðun lækna frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
08.01.2020 - 07:04
Öll komin af jöklinum
Björgunarsveitir eru á leið til Gullfoss með síðasta hópinn af fólki sem lenti í vandræðum vegna veðurs og ófærðar við Langjökul í kvöld. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins sem stóð fyrir ferðinni er í síðasta snjóbílnum, sem lagði af stað frá jöklinum laust eftir tvö, en ferðalangarnir 39 fóru í tveimur snjóbílum á undan þeim. Björgunarsveitarfólk á jeppum tekur á móti fólkinu miðja vegu og flytur það áfram í Gullfosskaffi, þar sem hlúð verður að því.
08.01.2020 - 00:51
Aukin hætta á skriðum og grjóthruni
Búist er við talsverðri eða mikilli úrkomu á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum á morgun og á mánudag. Þessu getur fylgt aukin hætta á skriðum og grjóthruni auk vatnavaxta. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að viðvaranir séu enn í gildi vegna vinds á norðan- og austanverðu landinu og slyddu eða snjókomu á hálendi og fjallavegum. Fólki er bent á að hafa varann á.
10.08.2019 - 18:24
Kona fótbrotnaði á hálendinu
Kona í stórum hóp þýskra ferðamanna fótbrotnaði rétt við Herðubreiðalindir í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir hádegi í dag. Hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls var kölluð út, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.
22.07.2019 - 16:30
Villtu hjónin fundin á Kili
Belgísk hjón sem leitað var að á Kili í kvöld eru fundin, heil á húfi. Tugir björgunarsveitafólks í Árnessýslu hófu leit að þeim um hálftíuleytið í kvöld, en þau urðu viðskila við göngufélaga sína á Kili síðdegis í dag og villtust langt af leið.
14.07.2019 - 00:35
Leitað að týndum hjónum á Kili
Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld til að leita hjóna sem týnd eru á Kili. Hjónin lögðu upp í göngu frá Gíslaskála um miðjan dag í dag ásamt tveimur öðrum. Þau urðu svo viðskila við ferðafélaga sína, sem skiluðu sér til baka í Gíslaskála um fimmleytið, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. UPPFFÆRT kl. 00.25 Símasamband náðist aftur við hjónin og á tólfta tímanum höfðu þau séð grilla í ljós leitarfólks, sem vonast til að finna hjónin innan skamms.
13.07.2019 - 23:19
Björgunarsveitir á þönum á Suðurlandi í dag
Erilsamt var hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í dag, sem sinntu alls fjórum útköllum vegna ferðafólks í vanda. Það fyrsta hjálparbeiðnin barst fyrir hádegi og síðustu björgunaraðgerðinni lauk á tólfta tímanum í kvöld.
12.07.2019 - 23:41
Annir hjá hálendisvakt björgunarsveita
Mikið hefur verið að gera undanfarna daga hjá þeim hópum sem sinna hálendisvakt björgunarsveita. Á þriðja tímanum í dag var tilkynnt um slasaðan göngumann á Laugavegi sunnan við Hrafntinnusker.
08.07.2019 - 16:43
Myndskeið
Klettar finnast eftir 50 ár undir jökli
Fimmtíu metra háir klettar gægjast nú fram vestast í Grímsvötnum eftir að hafa verið huldir jökli í um hálfa öld. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þetta skýrist af aukinni eldvirkni.
29.06.2019 - 19:06
Utanvegaakstur norðan Kerlingarfjalla
Akstur utan vega virðist verða sífellt algengari. Nú má sjá ljót hjólför eftir tvær bifreiðar norðan Kerlingarfjalla. Á sama stað og franskir ferðamenn keyrðu utan vegar í fyrra. Þeir fengu 400 þúsund króna sekt.
29.06.2019 - 15:03
Óku utan vegar að Fjallabaki þrátt fyrir bann
Þegar landverðir Umhverfisstofnunar komu til starfa að Fjallabaki í byrjun sumars var talsvert af akstursförum utan vegar með fram stofnvegum innan friðlandsins. Svo virðist sem að ökumenn hafi farið inn fyrir lokanir, virt akstursbann í vor að vettugi og ekið utan vegar fram hjá snjósköflum sem enn voru veginum.
20.06.2019 - 11:02