Færslur: hálendið

Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
Íslendingar skoða áður yfirfulla ferðamannastaði
Það gæti verið hálfur mánuður í viðbót þar til vegir um hálendið verða opnaðir. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir Íslendinga hafa mikinn áhuga á svæðum sem hafa hingað til verið yfirfull af erlendum ferðamönnum.
Vegagerðin lokar vegum á hálendinu
„Ferðamannastaðir á hálendinu eru sérstaklega viðkvæmir á þessum árstíma. Því er mjög mikilvægt að þau svæði fái frið fyrir allri umferð á meðan frost er að fara úr jörðu, jarðvegur að þorna og gróður að vakna til lífsins,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar, en Vegagerðin er byrjuð að loka vegum á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir og til þess að vernda náttúruna. Akstur inn á lokað svæði er óheimill og varðar sektum, að því fram kemur í fréttinni.
27.04.2020 - 22:56
Myndskeið
Óvinnufær vegna kals á fótum eftir hrakningar á jökli
Par frá Bretlandi sem lenti í hrakningum við Langjökul í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland ætlar að krefjast rúmlega tveggja milljóna í miskabætur. Lögmaður þeirra segir þau enn í uppnámi og konan er óvinnufær vegna dofa í fótum. Fjórir ferðamenn til viðbótar eru að leggja drög að málsókn.
12.01.2020 - 18:45
Ferðalangar kalnir á fingrum
Allt ferðafólkið sem lenti í hrakningum í vélsleðaferð á Langjökli í gær er komið í hús. Fólkið fer nú ýmist á Selfoss eða til Reykjavíkur. Fólkið var kalt og hrakið þegar það kom í hús við Gullfoss og einhverjir kalnir á fingrum. Um 40 manns voru í hópnum.
08.01.2020 - 09:12
Fyrstu hóparnir að koma í hús við Gullfoss
Fyrsti hópurinn úr röðum ferðafólksins sem lenti í hrakningum við Langjökul í gær kom í hús í Gullfosskaffi rétt um klukkan sex í morgun. Í hópnum eru meðal annarra börn og ungmenni, þau yngstu um sex og tíu ára gömul. Þau undirgangast nú skoðun lækna frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
08.01.2020 - 07:04
Öll komin af jöklinum
Björgunarsveitir eru á leið til Gullfoss með síðasta hópinn af fólki sem lenti í vandræðum vegna veðurs og ófærðar við Langjökul í kvöld. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins sem stóð fyrir ferðinni er í síðasta snjóbílnum, sem lagði af stað frá jöklinum laust eftir tvö, en ferðalangarnir 39 fóru í tveimur snjóbílum á undan þeim. Björgunarsveitarfólk á jeppum tekur á móti fólkinu miðja vegu og flytur það áfram í Gullfosskaffi, þar sem hlúð verður að því.
08.01.2020 - 00:51
Aukin hætta á skriðum og grjóthruni
Búist er við talsverðri eða mikilli úrkomu á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum á morgun og á mánudag. Þessu getur fylgt aukin hætta á skriðum og grjóthruni auk vatnavaxta. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að viðvaranir séu enn í gildi vegna vinds á norðan- og austanverðu landinu og slyddu eða snjókomu á hálendi og fjallavegum. Fólki er bent á að hafa varann á.
10.08.2019 - 18:24
Kona fótbrotnaði á hálendinu
Kona í stórum hóp þýskra ferðamanna fótbrotnaði rétt við Herðubreiðalindir í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir hádegi í dag. Hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls var kölluð út, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.
22.07.2019 - 16:30
Villtu hjónin fundin á Kili
Belgísk hjón sem leitað var að á Kili í kvöld eru fundin, heil á húfi. Tugir björgunarsveitafólks í Árnessýslu hófu leit að þeim um hálftíuleytið í kvöld, en þau urðu viðskila við göngufélaga sína á Kili síðdegis í dag og villtust langt af leið.
14.07.2019 - 00:35
Leitað að týndum hjónum á Kili
Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld til að leita hjóna sem týnd eru á Kili. Hjónin lögðu upp í göngu frá Gíslaskála um miðjan dag í dag ásamt tveimur öðrum. Þau urðu svo viðskila við ferðafélaga sína, sem skiluðu sér til baka í Gíslaskála um fimmleytið, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. UPPFFÆRT kl. 00.25 Símasamband náðist aftur við hjónin og á tólfta tímanum höfðu þau séð grilla í ljós leitarfólks, sem vonast til að finna hjónin innan skamms.
13.07.2019 - 23:19
Björgunarsveitir á þönum á Suðurlandi í dag
Erilsamt var hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í dag, sem sinntu alls fjórum útköllum vegna ferðafólks í vanda. Það fyrsta hjálparbeiðnin barst fyrir hádegi og síðustu björgunaraðgerðinni lauk á tólfta tímanum í kvöld.
12.07.2019 - 23:41
Annir hjá hálendisvakt björgunarsveita
Mikið hefur verið að gera undanfarna daga hjá þeim hópum sem sinna hálendisvakt björgunarsveita. Á þriðja tímanum í dag var tilkynnt um slasaðan göngumann á Laugavegi sunnan við Hrafntinnusker.
08.07.2019 - 16:43
Myndskeið
Klettar finnast eftir 50 ár undir jökli
Fimmtíu metra háir klettar gægjast nú fram vestast í Grímsvötnum eftir að hafa verið huldir jökli í um hálfa öld. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þetta skýrist af aukinni eldvirkni.
29.06.2019 - 19:06
Utanvegaakstur norðan Kerlingarfjalla
Akstur utan vega virðist verða sífellt algengari. Nú má sjá ljót hjólför eftir tvær bifreiðar norðan Kerlingarfjalla. Á sama stað og franskir ferðamenn keyrðu utan vegar í fyrra. Þeir fengu 400 þúsund króna sekt.
29.06.2019 - 15:03
Óku utan vegar að Fjallabaki þrátt fyrir bann
Þegar landverðir Umhverfisstofnunar komu til starfa að Fjallabaki í byrjun sumars var talsvert af akstursförum utan vegar með fram stofnvegum innan friðlandsins. Svo virðist sem að ökumenn hafi farið inn fyrir lokanir, virt akstursbann í vor að vettugi og ekið utan vegar fram hjá snjósköflum sem enn voru veginum.
20.06.2019 - 11:02
Útlit fyrir blautt og heitt sumar
Gera má ráð fyrir þokkalegum hlýindum hér á landi í sumar, einkum á hálendinu sem og norðan- og austanlands. Búast má við meiri úrkomu en venjulega á sömu svæðum. Þetta kemur fram í þriggja mánaða veðurspá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
16.05.2019 - 07:46
Konu leitað í Kverkfjöllum - Fannst fljótlega
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning skömmu fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem saknað væri í Kverkfjöllum. Hún hafði ætlað að ganga ein að upptökum Jökulsár en ekki skilað sér á réttum tíma. Leit hófst en konan fannst skömmu síðar.
21.07.2018 - 22:35
Ferðamenn biðjast afsökunar á utanvegaakstri
Franskir ferðamenn sem staðnir voru að því að keyra utan vegar í Kerlingarfjöllum á mánudaginn hafa beðist afsökunar á framferði sínu og biðla til þjóðarinnar að fá að halda áfram för sinni um landið án þess að verða fyrir aðkasti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hópnum.
18.07.2018 - 01:11
Ferðamenn sektaðir um 400.000 krónur
Franskir ferðamenn á tveimur jeppum hafa verið sektaðir um 200.000 krónur hvor vegna utanvegaaksturs í Kerlingarfjöllum í gær. Þeir voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun og greiddu sektina.
16.07.2018 - 13:33
Hálendisvakt Landsbjargar hefst í dag
Fyrsti starfsdagur hálendisvaktarinnar er í dag og er þetta þrettánda sumarið sem hún er starfrækt. Af því tilefni standa félagar úr hópi björgunarsveita fyrir fræðslu við fimmtíu vinsæla ferðamannastaði um land allt.
29.06.2018 - 12:06
Vara við stormi og hviðum við Eyjafjörð
Vegagerðin varar við snörpum og hættulegum hviðum undir bröttum fjöllunum beggja vegna Eyjafjarðar frá því seint í nótt og fram yfir hádegi á sunnudag. Spáð er suðvestanstormi og byljóttum vindi á þessum slóðum og í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að gera megi ráð fyrir að hviðurnar verði allt að 40 - 45 metrar á sekúndu á veginum frá Akureyri og út á Ólafsfjörð, og líka í Ljósavatnsskarði og Köldukinn.
19.05.2018 - 23:12
Miðstöð í Landmannalaugum í umhverfismat
Bygging á þjónustumiðstöð í Landmannalaugum er háð umhverfismati því hún getur haft umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Áætlað er að heildaruppbygging verði um 2.000 fermetrar fyrir utan palla og stíga.
20.02.2018 - 23:56
Annríki hjá hálendisvakt Landsbjargar
Hálendisvakt Landsbjargar aðstoðaði 150 manns í fyrstu viku vaktarinnar sem hófst 1. júlí. Flestir hálendisvegir hafa verið opnaðir. Björgunarsveitir eru staðsettar á þremur stöðum á hálendinu, í Dreka norðan Vatnajökuls, að Fjallabaki og á Sprengisandi.
08.07.2016 - 08:57
Náttúrufegurð orðin þungavigtar efnahagsafl
Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands virðist vera hugmynd hvers tími er kominn. Tímamóta viljayfirlýsing náttúruverndarhreyfingarinnar, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar um málið var kynnt nýlega. Aukning þjóðartekna af hraðvaxandi ferðamannastraumi hefur orðið til þess að náttúrufegurð, sem áður var ekki reiknuð inn í umhverfismat og arðsemisútreikninga er nú „orðin þungavigtar efnahagsafl í samfélaginu,“ eins og Andri Snær Magnason rithöfundur orðar það.