Færslur: hálendið

Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Engin sjáanleg merki um yfirvofandi eldgos við Öskju
Sérfræðingur Veðurstofunnar, sem er að störfum við Öskju, segir engin sjáanleg merki um yfirvofandi gos. Land hefur risið um fjórtán sentimetra við Öskju frá því í ágúst.
12.10.2021 - 12:28
Viðgerðir á Sprengisandsleið eftir vatnavexti
Vegagerðin vinnur að viðgerð á Sprengisandsleið sem er lokuð við Hagakvísl. Vatnavextir síðustu tveggja daga virðast vera í rénun.
26.08.2021 - 15:04
Snjór stoppar ekki göngugarpa á Laugaveginum
Vegurinn í Landmannalaugar var opnaður fyrir nokkrum dögum og skálaverðir Ferðafélagsins eru að standsetja skála víða um land. Fyrstu göngugarpar sumarsins eru að búa sig í Laugavegsgöngu þrátt fyrir talsverðar fannir, sérstaklega í Hrafntinnuskeri.
16.06.2021 - 13:42
Flestir vegir á hálendinu enn ófærir
Opnun fjallvega á vorin ræðst í grunninn af veðurfari og snjóalögum. Þegar frost er farið úr þeim og ekki hætta á skemmdum þykir óhætt að opna fyrir umferð. Þrátt fyrir milda tíð síðustu daga er ekki útlit fyrir að hægt verði að opna vegi á hálendinu fyrr en vanalega. Þar spilar inn í óvenjukaldur maímánuður.
07.06.2021 - 13:29
Augu fólks að opnast fyrir uppbyggingu vega á hálendinu
Með því að byggja upp hálendisvegi gætu fleiri skoðað og notið hálendisins. Jafnframt kæmi það í veg fyrir utanvegaakstur, skemmdir á bílum og rykmengun. Stofnvegir á hálendinu eru fjórir; Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið nyrðri og Kaldidalur, samtals 480 kílómetrar.
Lagabreyting styttir umsagnartíma friðlýsingaráforma
Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á náttúruverndarlögum sem heimilar umhverfisráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna. Slíkri kortlagningu er ætlað að vera til upplýsingar fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun.
Fleiri andvígir en fylgjandi þjóðgarðsfrumvarpi
31 prósent er fylgjandi frumvarpi um hálendisþjóðgarð sem umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í byrjun desember. 43 prósent eru því andvíg. Meira en fjórði hver segist hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta sýna niðurstöður nýs þjóðarpúls Gallups úr netkönnun gerðri dagana 29. desember til 10. janúar. 
Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sent til stjórnarflokkanna
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að senda frumvörp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð og stofnun Þjóðgarðsstofnunar; og þingsályktunartillögu um þriðja áfanga rammaáætlunar, til stjórnarflokkanna til afgreiðslu.
Ljósleiðari yfir hálendið mun auka fjarskiptaöryggi
Framkvæmdastjóri Mílu segir nýjan ljósleiðara yfir hálendið skipta miklu máli fyrir fjarskiptaöryggi í landinu. Í lok október ætti Suðurland og Norðurland að vera tengt með ljósleiðara yfir hálendið en ekki einungis í kringum landið eins og nú.
29.09.2020 - 12:30
Myndskeið
Hjólaði yfir hálendið og gaf fólki von um allan heim
Bandarískur ljósmyndari sem hjólaði þvert yfir Ísland og sýndi milljónum frá á samfélagsmiðlum, segir ferðina hafa gefið öðrum von um að lífið geti haldið áfram eftir kórónuveirufaraldurinn. Jökulárnar voru hans mestu áskoranir á leiðinni.
02.09.2020 - 20:26
Tjaldgestir færðir vegna vatnavaxta
Lögreglan á Norðurlandi eystra ákvað laust eftir miðnætti að rýma tjaldstæðið í Herðubreiðarlindum vegna vatnavaxta í Jökulsá á Fjöllum og Kreppu. Sameiginlegt rennsli ánna var komið upp fyrir 600 rúmmetra á sekúndu samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Mikil hlýindi eru á hálendinu og vatnavextirnir til komnir vegna bráðnunar.
Aðgát brýn við vatnsföll, vöð og brattar hlíðar
Veðurstofa Íslands beinir því til ferðafólks að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll, vöð og undir bröttum hlíðum. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum og há vatnsstaða er í ám og lækjum vegna úrkomu síðasta sólarhringinn frá Vestfjörðum og allt að suðausturlandi. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að mestar áhyggjur séu af sunnanverðu hálendinu. Þar hefur verið mikið vatnsveður í síðustu viku og vatnsstaða í ám almennt há.
10.08.2020 - 14:32
Krossá ófær og verulega vont veður á Fimmvörðuhálsi
Vatnavextir í Krossá eru slíkir að rútur hafa ekki farið yfir vaðið í dag, heldur hafa þær sótt ferðalanga og sett úr við göngubrúna. Þá er verulega vont veður á Fimmvörðuhálsi og hefur göngufólki verið snúið við.
09.08.2020 - 17:02
Vatnavextir með allra mesta móti síðdegis
Veðurstofa Íslands varar við miklum vexti í ám á Suðurlandi. Óvenju mikilli rigningu er spáð í landshlutanum í dag. Þá er að auki mikil leysing á jöklum. Í Þórsmörk verða vatnavextir með allra mesta móti síðdegis og í kvöld.
09.08.2020 - 12:44
Var hætt kominn í vatnsmikilli á
Vart mátti tæpara standa í morgun þegar erlendum ferðamanni var bjargað úr jeppa í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Ökumaðurinn hafði fest bíl sinn, sem er óbreyttur jeppi, í ánni. Áin er óvenju vatnsmikil og það flæddi inn í bílinn, sem var farinn að grafast niður þegar björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli komu á vettvang. Þá hafði ökumaðurinn verið á þaki bílsins í tvo klukkutíma. Vel gekk að koma honum í land.
05.08.2020 - 12:20
Þurftu að fara í gegnum 7 metra skafl til að opna veg
Eyjafjarðarleið, vegur F821, var opnuð á föstudag. Starfsmenn Vegagerðarinnar þurftu að moka í gegnum sjö metra skafl til þess að geta opnað veginn. Verkið tók einn og hálfan dag. Í færslu á vef Vegagerðarinnar segir að skaflinn hafi í raun verið snjóflóð.
27.07.2020 - 18:16
Ætla að halda sínu striki þrátt fyrir veður og COVID
Hlaupaviðburðurinn Laugavegur Ultra marathon fer fram á laugardag að öllu óbreyttu. Gul viðvörun var í gildi á miðhálendinu til níu í morgun og áfram er spáð hvassviðri á sunnan- og vestanverðu hálendinu. Silja Úlfarsdóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að vel sé fylgst með veðurspá fyrir laugardaginn.
16.07.2020 - 10:08
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.
Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
Íslendingar skoða áður yfirfulla ferðamannastaði
Það gæti verið hálfur mánuður í viðbót þar til vegir um hálendið verða opnaðir. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir Íslendinga hafa mikinn áhuga á svæðum sem hafa hingað til verið yfirfull af erlendum ferðamönnum.
Vegagerðin lokar vegum á hálendinu
„Ferðamannastaðir á hálendinu eru sérstaklega viðkvæmir á þessum árstíma. Því er mjög mikilvægt að þau svæði fái frið fyrir allri umferð á meðan frost er að fara úr jörðu, jarðvegur að þorna og gróður að vakna til lífsins,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar, en Vegagerðin er byrjuð að loka vegum á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir og til þess að vernda náttúruna. Akstur inn á lokað svæði er óheimill og varðar sektum, að því fram kemur í fréttinni.
27.04.2020 - 22:56
Myndskeið
Óvinnufær vegna kals á fótum eftir hrakningar á jökli
Par frá Bretlandi sem lenti í hrakningum við Langjökul í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland ætlar að krefjast rúmlega tveggja milljóna í miskabætur. Lögmaður þeirra segir þau enn í uppnámi og konan er óvinnufær vegna dofa í fótum. Fjórir ferðamenn til viðbótar eru að leggja drög að málsókn.
12.01.2020 - 18:45
Ferðalangar kalnir á fingrum
Allt ferðafólkið sem lenti í hrakningum í vélsleðaferð á Langjökli í gær er komið í hús. Fólkið fer nú ýmist á Selfoss eða til Reykjavíkur. Fólkið var kalt og hrakið þegar það kom í hús við Gullfoss og einhverjir kalnir á fingrum. Um 40 manns voru í hópnum.
08.01.2020 - 09:12
Fyrstu hóparnir að koma í hús við Gullfoss
Fyrsti hópurinn úr röðum ferðafólksins sem lenti í hrakningum við Langjökul í gær kom í hús í Gullfosskaffi rétt um klukkan sex í morgun. Í hópnum eru meðal annarra börn og ungmenni, þau yngstu um sex og tíu ára gömul. Þau undirgangast nú skoðun lækna frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
08.01.2020 - 07:04