Færslur: Hagþenkir

Björk fékk viðurkenningu Hagþenkis
Sagnfræðingurinn Björk Ingimundardóttir hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis fyrir stórvirkið Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I-II, sem Þjóðskjalasafnið gaf út. Í ritinu, sem Björk byggir á áratugalöngum rannsóknum sínum á aragrúa bóka og skjala frá fornu og nýju, lýsir höfundur landfræðilegri afmörkun prestakalla, sókna og prófastsdæma á Íslandi allt frá 12. öld til loka ársins 2017.
05.03.2020 - 03:52
Tíu höfundar tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis
Andri Snær Magnason, Unnur Birna Karlsdóttir og Margrét Tryggvadóttir eru meðal þeirra sem eru tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis. Tilnefningarnar voru kynntar í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi fyrir stuttu.