Færslur: Hagfræðistofnun

Reykingar kosta skattgreiðendur tugi milljarða
Íslendingar svældu 25 tonn af sígarettum í fyrra. Reykingar kosta hvern einasta skattgreiðanda á Íslandi tugi, jafnvel hundruð þúsunda á ári hverju. Þjóðhagslegur kostnaður vegna þeirra nemur tugum milljarða á ári, allt að því 3,8% af landsframleiðslu. Árið 2015 létust um 370 Íslendingar vegna beinna og óbeinna reykinga. Það samsvarar fimmtungi allra dauðsfalla það ár. Tíðni reykinga og sjúkdóma tengdum þeim hefur þó lækkað á síðastliðnum árum.