Færslur: Hagfræðideild Landsbankans

Sjónvarpsfrétt
Ekki víst að meiri byggingakostnaður þýði dýrari íbúðir
Þó svo að mikil hækkun hafi orðið á byggingaefnum er ekki sjálfgefið að það leiði til hækkunar á íbúðaverði. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbanka telur að íbúðaverð hafi náð einhvers konar þolmörkum og að það hægi á verðhækkunum á íbúðum.  
Spá aukinni verðbólgu næstu mánuði
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan aukist enn frekar í febrúar, en í janúar mældist hún 5,7 prósent á ársgrundvelli, sem er mesta verðbólga hérlendis í áratug. Samkvæmt spá bankans mun hún ná 5,8 prósentum í febrúar og fara enn hækkandi næstu mánuði.
Verðhækkanir, vöruskortur og bensín í hæstu hæðum
Vöruskortur í heiminum af völdum kórónuveirufaraldursins á eftir að valda verðhækkunum til skamms tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Álverð hefur ekki verið eins hátt í þrettán ár og hagfræðingur hjá Landsbankanum segir líklegt að eldsneytisverð hér verði í næsta mánuði fjórðungi hærra en það var fyrir ári. 
Fjárfesting ekki í takti við yfirlýsingar ríkisstjórnar
Opinber fjárfesting hér á landi hefur ekki verið í takti við yfirlýsingar stjórnvalda og samþykktar heimildir, að því er segir í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans.
Spá óbreyttum stýrivöxtum fram í október
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum að minnsta kosti fram í október. „Undir eðlilegum kringumstæðum væri nefndin eflaust að íhuga næsta skref í hækkunarferlinu. Nýjasta Covid-bylgjan hefur hins vegar sett strik í reikninginn og líklegt er að efnahagsbatinn næstu mánuði verði hægari en ella,“ segir í nýjustu Hagsjá hagfræðideildarinnar. 
Hækkun íbúðaverðs sú mesta frá árinu 2007
Ekki má lengur fullyrða að hækkun á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu sé hófleg, að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Hækkun milli mánaða í marsmánuði var sú mesta frá árinu 2007.
Spá fjölgun ferðamanna og auknum hagvexti næstu ár
Landsbankinn og Íslandsbanki eru nokkuð á sama máli um verðbólguþróun næstu missera og ára. Hagdeildir beggja banka telja hámark verðbólgu vera að nást og að verðbólgumarkmið Seðlabanka náist áður en langt um líður.
Fimmföld aukning í kaupum á ferðaþjónustu
Íslendingar voru í ferðahug í apríl og greiddu rúmlega fimmfalt meira fyrir ferðaþjónustu í ár en í fyrra. Landsbankinn telur góða framvindu í bólusetningum fyrir COVID-19 og afléttingar takmarkana skýra þennan aukna ferðavilja.
Góðar hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptaríkjum Íslands
Hagvaxtarhorfur eru góðar í helstu viðskiptaríkjum Íslands, samkvæmt efnahagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í síðustu viku. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag samantekt á hagvaxtarspá AGS í þeim ríkjum sem vega þyngst í utanríkisviðskiptum Íslands.