Færslur: Hagfræði

Erlendu starfsfólki fjölgar hratt í Færeyjum
Starfsfólki af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt í Færeyjum og hagfræðingur álítur að ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. Færeysk stjórnvöld ákváðu á síðasta ári að greiða leið fólks í atvinnuleit utan Evrópusambandsins inn í landið.
Sjónvarpsfrétt
Hefði átt að huga betur að hagfræðilegum sjónarmiðum
Ekki hefur verið tekið nægilegt tillit til hagfræðilegra sjónarmiða í aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Þetta er mat hagfræðiprófessors sem telur að betur hefði farið á því að hugsa til lengri tíma en gert hefur verið. Hér á landi hafi aðgerðir stuðlað að jafnari tekjudreifingu en á hinum Norðurlöndunum. 
27.10.2021 - 19:59
Silfrið
Gríðarleg kjarabót fylgir lágum vöxtum
Brýnt er að tryggja verðstöðugleika næstu árum. Hagkerfið virðist vera að rísa og hagvöxtur að aukast, skatttekjur hins opinbera vaxa þar með. Hagfræðingar ræddu hagkerfið og ríkisstjórnarmyndun í Silfrinu í morgun.
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Spá fjölgun ferðamanna og auknum hagvexti næstu ár
Landsbankinn og Íslandsbanki eru nokkuð á sama máli um verðbólguþróun næstu missera og ára. Hagdeildir beggja banka telja hámark verðbólgu vera að nást og að verðbólgumarkmið Seðlabanka náist áður en langt um líður.
Fólk eyðir meiru í faraldrinum en spáð var
Einkaneysla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs dróst mun minna saman en á fyrsta ársfjórðungi þegar fyrsta bylgja COVID-faraldursins reið yfir. Hún dróst saman um rúm 3 prósent á síðasta ársfjórðungi en um 8,7 prósent á þeim fyrsta.
Bjartsýni um viðskiptaafgang tíunda árið í röð
Árið 2020 er það níunda í röðinni með samfelldan viðskiptaafgang og mældist hann, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans vera 30,9 milljarðar króna. Því virðist ekki vera útlit fyrir að Kórónuveirukreppan steypi hagkerfinu í gamalt far viðskiptahalla þrátt fyrir talsverðan samdrátt í útflutningi.
Ekki víst að verðbólga hjaðni að ráði fyrr en í apríl
Verðbólga verður áfram yfir þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Þar er því spáð að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og því hjaðni tólf mánaða verðbólga niður í 4,1% úr 4,3%.
Spegillinn
Vesturlönd beita sömu efnahagsaðgerðum
Ríkissjóðir vestrænna þjóða dæla fjármagni út í laskað hagkerfi í COVID-19 faraldrinum.  Slík hagfræði hefur löngum verið kennd við John Maynard Keynes, en kenningar hans hafa um áratugaskeið verið uppspretta deilna um hlutverk ríkisins í atvinnulífinu.
Kastljós
Peningunum sé ekki deilt til þeirra sem þurfa þá ekki
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að Seðlabankinn og stjórnvöld séu á rangri leið. Hún segir að stór hluti þess fjármagns sem var sett  í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu.
Hóflegri lán í ríkjum þar sem sóttvarnir eru öflugar
„Þar sem veirunni hefur verið haldið niðri, til dæmis í Nýja-sjálandi og Íslandi, þar sem sóttvarnirnar hafa verið öflugar, þar hefur ríkissjóður þurft að taka hóflega að láni fé í tengslum við faraldurinn.“ Þetta sagði Guðrún Johnsen hagfræðingur á samráðsfundi stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til lengri tíma vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
20.08.2020 - 10:56
Morgunvaktin
„Ferðamaðurinn ekki búinn að borga fyrir ferð sína“
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að gjald fyrir hverja sýnatöku á landamærum þyrfti að hlaupa á tugum þúsunda til þess að svara kostnaðinum sem stafar af áhættunni sem fylgir „opnum“ landamærum. Hún segir að töluverður kostnaður falli á aðra en ferðamanninn vegna áhættu af komu hans. Tinna var í viðtali á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
Vantar heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra 
Efnahagskerfi heimsins og ekki síst heilbrigðiskerfi ríkja heimsins ráða mjög misjafnlega vel við veirufaraldurinn. Þetta segir Guðrún Johnsen, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi VR. Hagsmunir ferðaþjónustunnar hér á landi hafi verið kortlagðir en síður hagsmunir annarra starfsgreina. Gera þurfi heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra á Ísland. 
11.08.2020 - 16:11
Segir að spilling bitni á neytendum á endanum
„Við vitum af skattsvikum hér á landi, svo nú af meintum mútugreiðslum Samherja,“ sagði Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, þegar hann var spurður að því hvort spilling þekkist hér á landi. Þegar mál á borð við Samherjamálið komi upp beini það sjónum manna að vandanum, sem geti haft jákvæð áhrif. Þá geti verið auðveldara að halda spillingu undir yfirborðinu í smærri samfélögum. Hann segir að mútugreiðslur, sem eru ein birtingarmynd spillingar, bitni á endanum á almennum neytendum.
22.11.2019 - 14:16
Viðtal
„Heilsan er ekki endilega ómetanleg“
Það er ómetanlegt að vera við góða heilsu, að vakna úthvíldur á hverjum degi, það er gulls ígildi að eiga vini og fjölskyldu. Eða hvað? Er kannski hægt að setja á það verðmiða? Já segir hagfræðiprófessor sem í dag hélt erindi á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands. Með því að meta virði þess ómetanlega í lífinu geti stjórnvöld bætt stefnumótun og leiðrétt skekkjur í hagkerfinu. Forsætisráðherra segir stjórnvöld þurfa að breyta allri sinni stefnumótun.
Viðtal
Telur kjarasamninga ekki ógna stöðugleika
Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í gærkvöld ógna ekki stöðugleika í hagkerfinu, sérstaklega ekki í bráð, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og fulltrúar ríflega 100.000 félaga í stéttarfélögum undirrituðu kjarasamninga í gærkvöld eftir langa samningalotu.
04.04.2019 - 14:13
Kaupmáttaraukning um 7% á ári
Kaupmáttur launa hefur verið stöðugur undanfarna mánuði og var 2,2 prósentum meiri í febrúar á þessu ári en í febrúar í fyrra. Frá áramótunum 2014 og 2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 24 prósent, eða um um það bil 7 prósent á ári, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbanka Íslands.
02.04.2019 - 09:41
Vill mæla hagvöxt í sæld frekar en framleiðslu
Kristín Vala Ragnarsdóttir, jarðvísindakona og kennari við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem undanfarin ár hafa talað fyrir því að árangur þjóða verði mældur í öðru en vergri landsframleiðslu. Hún vinnur nú með alþjóðlegum vísindahópi við að þróa hugsun og vísa til að nálgast sældarhagkerfi.
07.08.2018 - 10:17
Af hverju er svona dýrt að búa á Íslandi?
Húsnæðisskortur og sterk króna eru helstu ástæður þess að verðlag á Íslandi er hærra en víðast hvar annars staðar. Þetta má að miklu leyti rekja til aukins straums ferðamanna hingað til lands, sem er þó mjög jákvæður, segir Ólafur Margeirsson, hagfræðingur. Ferðamenn skapi hér mikla atvinnu en á sama tíma aukist eftispurn eftir húsnæði og verðið hækki.
16.01.2018 - 10:18