Færslur: hagaskóli

Nemendum Hagaskóla kennt á þremur stöðum vegna myglu
Skólastjórnendur í Hagaskóla hafa tilkynnt foreldrum að einhverjar tafir verði á skólabyrjun þessa önnina, bæði vegna myglu sem mælst hefur í húsnæðinu og vegna skipulags sóttvarnaraðgerða. Nemendum skólans verður kennt á þremur stöðum í borginni. 9. bekk verður kennt í Ármúla, 8. bekk á Hótel Sögu en 10. bekkurinn verður áfram í Hagaskóla. Kennsla verður skert í skólanum í þessari viku, en gert er ráð fyrir fullum skóladögum eftir 10. janúar.
04.01.2022 - 15:36
Mygla í fleiri rýmum Hagaskóla
Nemendur 9. bekkjar í Hagaskóla fá ekki kennslu í skólanum á morgun eftir að mygla fannst í rýminu sem bekkurinn stundar sitt nám. Þetta kemur fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra nemenda í Hagaskóla. Kennsla í 8. bekk Hagaskóla fer nú fram á Hótel Sögu eftir að mygla fannst í þeirra rými.
29.11.2021 - 22:30
Skrekkur
Geggjuð tilfinning
Hagaskóli komst áfram í Skrekk á svokölluðu „wildcard“ í keppninni með atriði skólans sem nefnist Fimm stig missis. Keppendur segja að tilfinning hafi verið geggjuð.
10.03.2021 - 09:38