Færslur: Hafstraumar

Myndskeið
Rannsókn sjávarbotnsins mikilvæg til framtíðar
Rannsókn sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og vísindamanna frá Bretlandi og Grænlandi í Grænlandssundi geta varpað ljósi á lífríkið og langtíma umhverfisbreytingar. Notaður er fjarstýrður kafbátur sem kemst á allt að tvöþúsund metra dýpi, búinn hágæða myndavél.
Útiloka ekki kólnun hafsins umhverfis Ísland
Breytingar á hitastigi og seltu í hafinu við Ísland undanfarin 20 ár má rekja til náttúrulegra sveiflna. Þær tengjast síður breytingum á loftslagi af mannavöldum. Hafstraumar hafa borið hingað heitari og saltari Atlantshafssjó en á árunum 1965 til 1995. Möguleiki er á að kaldur íshafssjór streymi að landinu líkt og gerðist fyrir rúmum 50 árum.
Myndskeið
Golfstraumurinn er ekki að hverfa
Hægt hefur á lóðréttum og köldum hafstraumum sem streyma frá Norðurpólnum til suðurs. Nýleg rannsókn sýnir fram á þetta. Haffræðingur segir að þrátt fyrir þetta sé ótímabært að fullyrða að þetta verði til þess að hinn hlýi Golfstraumur hverfi. „En í fyrsta lagi þá er Golfstraumurinn ekki að hverfa og í öðru lagi, þó að þessi straumur hryndi, þá myndi það breyta Golfstraumnum eitthvað en það myndi ekki gera Ísland óbyggilegt,“ segir haf- og veðurfræðingur.