Færslur: Hafrannsóknir

Sjómenn segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk
Fulltrúar helstu fiskveiðiríkja við Norðursjó hafa gert með sér samkomulag svo bæta megi þær vísindarannsóknir sem leggja grunninn að ákvörðunum um alþjóðlegan þorskkvóta. Þeir segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk.
Gengið frá samningum um nýtt hafrannsóknaskip
Matvælaráðherra, fjármálaráðherra og forstjóri Hafrannsóknastofnunar undirrituðu í dag samning við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armón um byggingu nýs hafrannsóknaskips. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir það mikil tímamót nú þegar sér fyrir endann á að nýtt skip fáist í stað Bjarna Sæmundssonar.
Farið verði eftir ráðgjöf vísindanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þrátt fyrir að nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar samdrátt upp á milljarða fyrir þjóðarbúið telji hún rétt að fara eftir veiðiráðgjöf stofnunarinnar.
Marsrallið hafið hjá Hafrannsóknastofnun
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í dag og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Verkefnið er einnig kallað marsrall eða togararall, en þessar rannsóknir hafa verið gerðar á sama hátt á hverju ári síðan 1985.
Sjórinn hlýnar fyrir norðan land
Hiti sjávar fyrir norðan land hefur verið fyrir ofan meðallag síðustu 20 árin og hafið umhverfis Ísland hefur súrnað. Þetta sýna gögn Hafrannsóknastofnunar sem rannsakað hefur ástand sjávar samfellt í 50 ár. 
20.02.2021 - 14:00
„Hann er ekkert mikið að reyna á sig“
Engin merki voru um öldrun í heila 245 ára hákarls, sem veiddist vestur af landinu árið 2017. Þetta sýnir rannsókn Hafrannsóknastofnunar. Þá voru engin merki um taugahrörnun í hákarlinum. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að þetta sé vegna lífshátta hákarlsins. Ekki sé ráðlagt að menn taki upp svipaðan lífsstíl til að hægja á öldrun. 
Ráðherra segir útgerðina líka bera ábyrgð á loðnuleit
Hafrannsóknastofnun segist ekki geta borgað útgerðum fyrir þátttöku í loðnuleit. Sjávarútvegsráðherra segir að útgerðin beri ábyrgð og skyldur, loðnuleit sé sameiginlegt verkefni.
Sjá hvernig þorskinum farnast við loftslagsbreytingar
Á nýrri rannsóknarstofu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Bolungarvík er ljósi varpað á hegðun íslenska þorsksins og hvernig á eftir að fara fyrir stofninum vegna loftslagsbreytinga.
Segir uppsagnir hjá Hafró ólöglegar og ósiðlegar
Uppsagnir hjá Hafrannsóknastofnun í nóvember voru ýmist ólöglegar eða ósiðlegar að mati fyrrum fjármála- og mannauðsstjóra stofnunarinnar. Með uppsögnunum hafi yfir 300 ára starfsreynslu og þekkingu verið kastað á glæ og lítið hafi farið fyrir hreinskilni, mannúð og nærgætni af hálfu stjórnenda stofnunarinnar.
„Blue Planet áhrifin“ mælast víða
Hafið bláa hafið eða Blue Planet náttúrulífsþættirnir frá BBC, hugarfóstur Davids Attenborough, hafa haft mælanleg áhrif á áhuga almennings í Bretlandi á málefnum hafsins. Þá hefur orðið til sérstakt hugtak yfir fyrirbærið, Blue Planet-áhrifin. Þá hefur aðsókn í nám í Bretlandi sem tengist hafrannsóknum og umhverfisvernd tekið kipp. Lokaþáttur þáttaraðarinnar er á dagskrá RÚV Í kvöld.
07.05.2018 - 16:06
Brýnt að smíða nýtt rannsóknaskip
Félag skipstjórnarmanna, áður Farmanna og fiskimannasamband Íslands, skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér innan ríkisstjórnarinnar fyrir smíði nýs rannsóknarskips. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson sem smíðaður var árið 1970 uppfylli ekki lengur þær kröfur sem gera verði til slíkra skipa. Þetta kemur fram í ályktun frá þingi félagsins sem haldið var í lok síðustu viku.
27.11.2017 - 12:25