Færslur: Hafrannsóknarstofnun

Fjögur skip mæla loðnu um helgina
Fjögur veiðiskip halda til loðnumælinga um helgina og mæla í allt að sex daga. Mælingarnar eru kostaðar af útgerðunum því þær voru ekki á rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar.
Menningin
Hæsta timburhús landsins við Flensborgarhöfn
Hæsta timburhús landsins er fjögur þúsund fermetrar á fimm hæðum. Það stendur við Fornubúðir í Hafnarfirði og hýsir skrifstofur Hafrannsóknastofnunar. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu,
72% minna af makríl við Ísland en í fyrra
Samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 4. ágúst 2020 leiðir í ljós 7% aukningu á lífmassa makríls sem er mesti lífmassi sem mælst hefur síðan byrjað var að fara í leiðangurinn 2007.
Dregur úr seltu sjávar
Selta sjávar lækkaði á  árunum 2017-2018 og hiti í efri lögum sjávar við landið sunnan- og vestanvert var um eða undir langtímameðallagi, en um eða yfir meðallagi fyrir norðan og austan.
Fjórtán mál á borði ríkissáttasemjara
Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara, þrjár bættust við í júlí og boðað hefur verið til fundar í tveimur deilum í vikunni. Fundur verður í deilu Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu á morgun, sem einnig fundar með Sameyki á miðvikudaginn.
Úthafsrækjuleiðangri Hafró lokið
Sautján daga úthafsrækjuleiðangri Hafrannsóknastofnunar á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni lauk í gær. Leiðangurinn gekk vel og vel viðraði til athugana, að sögn Ingibjargar G. Jónsdóttur leiðangursstjóra. Hún segir að niðurstaðna úr athugunum megi vænta fljótlega eftir verslunarmannahelgi.
Myndskeið
Víðfeðm kóralrif við Íslandsstrendur
Rannsóknir á hafsbotni hafa leitt í ljós víðfeðm kóralrif undan suðurströnd Íslands. Sum þeirra eru gjörónýt eftir veiðarfæri en vísindamenn vonast til að finna fleiri svæði.
09.07.2020 - 11:18
Undirbúningur smíði nýja skipsins hafinn
Undirbúningur fyrir útboð á smíði nýs rannsóknaskips er kominn vel á veg. Stefnt er að því að bjóða verkið út í sumar, segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
23.06.2020 - 15:52
Áhyggjur af lélegri nýliðun margra fiskistofna
Hafrannsóknastofnun hefur miklar áhyggjur af lélegri nýliðun margra fiskveiðistofnum undanfarin ár og leggur því almennt til lægra aflamark. Stofnunin kynnti í morgun úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. 
Hafrannsóknir fjárfesting ekki eyðsla
Sífelld hagræðingarkrafa í fjárveitingum ríkisins er áhyggjuefni fyrir Hafrannsóknastofnun og ekki í samræmi við  vilja núverandi ríkisstjórnar að efla haf- og umhverfisrannsóknir.  
Myndskeið
Loðnubrestur: „Meðan það er ennþá möguleiki bíðum við“
Skipstjóri sem tók þátt í loðnumælingum suður af Papey, út fyrir minni Hamarsfjarðar, um helgina er vongóður um vertíð. Þar fundust vænar torfur sem Hafrannsóknarstofnun leggur mat á.
Ekki rétt að afskrifa loðnuveiðar
Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand loðnustofnsins en fyrri mælingar bentu til. Ekki er mælist þó næg loðna til að leggja til útgáfu kvóta.
Enn von þótt lítið af loðnu hafi fundist
Það hefur fundist lítið af loðnu það sem af er loðnumælingum. Leiðangursstjóri gerir sér þó vonir um að eitthvað finnist þegar leitarskipin halda vestur á bóginn.
Hafró og útgerðin sömdu um kostnað við loðnuleit
Samkomulag hefur náðst milli útgerðanna og Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuleitar. Stofnunin greiðir útgerðunum um helming kostnaðar vegna leitarinnar og treystir á aukið fjármagn frá stjórnvöldum.
Ráðherra segir útgerðina líka bera ábyrgð á loðnuleit
Hafrannsóknastofnun segist ekki geta borgað útgerðum fyrir þátttöku í loðnuleit. Sjávarútvegsráðherra segir að útgerðin beri ábyrgð og skyldur, loðnuleit sé sameiginlegt verkefni.
Segir uppsagnir hjá Hafró ólöglegar og ósiðlegar
Uppsagnir hjá Hafrannsóknastofnun í nóvember voru ýmist ólöglegar eða ósiðlegar að mati fyrrum fjármála- og mannauðsstjóra stofnunarinnar. Með uppsögnunum hafi yfir 300 ára starfsreynslu og þekkingu verið kastað á glæ og lítið hafi farið fyrir hreinskilni, mannúð og nærgætni af hálfu stjórnenda stofnunarinnar.
Spegillinn
Hlær að selveiðibanninu
Stefnt er að því að banna allar selveiðar vegna þess hve mikið sel hefur fækkað. Dýravistfræðingur segir að ástæða fækkunarinnar sé ekki ljós. Formaður samtaka selabænda hlær að tillögunni vegna þess að engar selveiðar séu lengur stundaðar.
Telja ummæli líffræðings mistúlkuð
Fulltrúar Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og Hafrannsóknarstofnunar funduðu í dag um ummæli líffræðings stofnunarinnar í frétt um helgina eftir að um 50 grindhvalir syntu á land við Útskála í Garði. Hafrannsóknastofnun telur ummæli líffræðingsins hafa verið mistúlkuð og að ekki sé ástæða til að draga þau til baka.
07.08.2019 - 15:53
Fjölbreytileiki og furðuverur á hafsbotni
Áhöfn rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssonar, kannaði lífríki hafsbotsins á dögunum og þar kenndi ýmissa grasa. Meðal annars fann leiðangursfólk furðudýr á Kötlugrunni sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir ekki enn vitað hverrar tegundar er.
01.08.2019 - 11:15
Ástand síldarinnar alvarlegt
Þorskkvótinn eykst lítillega en ýsukvótinn minnkar um nærri þriðjung samkvæmt veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Fiskifræðingur segir ástand síldarinnar alvarlegt. Hann segir líka að ef loðnustofninn minnki verulega geti það haft alvarleg áhrif á bolfiskstofnana.
13.06.2019 - 17:24
Hafró: Þorskveiði verði aukin um 6%
Flestir fiskistofnar við Ísland dafna vel, sérstaklega þorskur, ýsa og ufsi. Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskveiði verði aukin um sex prósent á næsta fiskveiðiári. Humarstofninn stendur verr, lagt er til að veiðar á honum verði dregnar saman um tólf prósent. 
13.06.2017 - 12:49
Auknir möguleikar við botnrannsóknir
Með nýjum tækjum sem verið er að setja í rannsóknarskipið Árna Friðriksson verður hægt að auka mjög nákvæmni við að kortleggja hafsbotninn við Ísland. Eftir rúman áratug á að verða til kort af allri íslensku efnahagslögsögunni.
02.05.2017 - 18:55
Þorskstofninn aldrei mælst stærri
Þorskstofninn mælist stærri en hann hefur nokkru sinni verið síðan Hafrannsóknastofnun tók til við stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum árið 1985. Þetta kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum í febrúar og mars síðastliðnum. Meðalþyngd þorsks, eldri en sjö ára, er hærri en síðustu ár, en lægri hjá yngri árgöngum. Stofnvísitala þorsks hefur hækkað nær samfellt frá 2007 og er nú sú hæsta frá upphafi mælinga.
19.04.2017 - 06:17
Ráðgjöf um framhald loðnuveiða í næstu viku
Nú er að ljúka leiðangri Hafrannsóknastofnunar við loðnurannsóknir sem staðið hefur undanfarna viku. Þrjú skip hafa tekið þátt í rannsóknunum. Norsk loðnuskip veiða nú loðnu bæði fyrir austan og norðan land.
10.02.2017 - 17:05
Mældu hrygningarloðnu norðvestur af landinu
Hrygningarloðnu varð vart undan vestan- og norðanverðu landinu í vikulöngum rannsóknarleiðangri sem lauk um helgina. Framhald loðnuveiða ræðst af niðurstöðum úr þessum leiðangri.
23.01.2017 - 13:32