Færslur: Hafrannsóknarstofnun

Líklegt að loðnukvótinn verði skertur
Nýjustu mælingar á loðnustofninum benda til þess að þurfi að skerða kvótann á yfirstandandi vertíð um allt að hundrað þúsund tonn. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir allar líkur á því einhverjar skerðingar verði á loðnukvótanum, en hversu miklar verði ekki ljóst fyrr en síðar í vikunni.
Gætu þurft að skerða loðnukvótann
Mæling á loðnustofninum sem var kynnt í gær bendir til þess að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um 100.000 tonn. Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að þetta hafi verið vonbrigði, lokaráðgjöf er væntanleg upp úr miðjum mánuðinum.
Íslenski humarinn gæti horfið af markaði
Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að humarveiðar verði bannaðar næstu tvö ár, 2022 og 2023. Þetta var lagt til í kjölfar þess að mælingar sýndu að nýliðun stofnsins væri í sögulegu lágmarki. Guðmundur Þórðarsson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir ástæður fyrir hruni stofnsins vera ráðgátu. Ef nýliðun taki ekki við sér, þá muni íslenski humarinn að öllum líkindum hverfa af markaðnum á næstu árum.
17.12.2021 - 16:07
Myndskeið
Rannsókn sjávarbotnsins mikilvæg til framtíðar
Rannsókn sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og vísindamanna frá Bretlandi og Grænlandi í Grænlandssundi geta varpað ljósi á lífríkið og langtíma umhverfisbreytingar. Notaður er fjarstýrður kafbátur sem kemst á allt að tvöþúsund metra dýpi, búinn hágæða myndavél.
Fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Farið verði eftir ráðgjöf vísindanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þrátt fyrir að nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar samdrátt upp á milljarða fyrir þjóðarbúið telji hún rétt að fara eftir veiðiráðgjöf stofnunarinnar.
DNA-greina borkjarna úr sjávarbotni
Áhrif loftslagsbreytinga á lífríkið verða meginviðfangsefni rannsóknarleiðangurs vísindamanna við Kaupamannahafnarháskóla og Háskóla Íslands sem lagði úr Hafnarfjarðarhöfn í dag. Sóttir verða borkjarnar á tveggja kílómetra dýpi.
Útiloka ekki kólnun hafsins umhverfis Ísland
Breytingar á hitastigi og seltu í hafinu við Ísland undanfarin 20 ár má rekja til náttúrulegra sveiflna. Þær tengjast síður breytingum á loftslagi af mannavöldum. Hafstraumar hafa borið hingað heitari og saltari Atlantshafssjó en á árunum 1965 til 1995. Möguleiki er á að kaldur íshafssjór streymi að landinu líkt og gerðist fyrir rúmum 50 árum.
Fjögur skip mæla loðnu um helgina
Fjögur veiðiskip halda til loðnumælinga um helgina og mæla í allt að sex daga. Mælingarnar eru kostaðar af útgerðunum því þær voru ekki á rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar.
Menningin
Hæsta timburhús landsins við Flensborgarhöfn
Hæsta timburhús landsins er fjögur þúsund fermetrar á fimm hæðum. Það stendur við Fornubúðir í Hafnarfirði og hýsir skrifstofur Hafrannsóknastofnunar. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu,
72% minna af makríl við Ísland en í fyrra
Samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 4. ágúst 2020 leiðir í ljós 7% aukningu á lífmassa makríls sem er mesti lífmassi sem mælst hefur síðan byrjað var að fara í leiðangurinn 2007.
Dregur úr seltu sjávar
Selta sjávar lækkaði á  árunum 2017-2018 og hiti í efri lögum sjávar við landið sunnan- og vestanvert var um eða undir langtímameðallagi, en um eða yfir meðallagi fyrir norðan og austan.
Fjórtán mál á borði ríkissáttasemjara
Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara, þrjár bættust við í júlí og boðað hefur verið til fundar í tveimur deilum í vikunni. Fundur verður í deilu Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu á morgun, sem einnig fundar með Sameyki á miðvikudaginn.
Úthafsrækjuleiðangri Hafró lokið
Sautján daga úthafsrækjuleiðangri Hafrannsóknastofnunar á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni lauk í gær. Leiðangurinn gekk vel og vel viðraði til athugana, að sögn Ingibjargar G. Jónsdóttur leiðangursstjóra. Hún segir að niðurstaðna úr athugunum megi vænta fljótlega eftir verslunarmannahelgi.
Myndskeið
Víðfeðm kóralrif við Íslandsstrendur
Rannsóknir á hafsbotni hafa leitt í ljós víðfeðm kóralrif undan suðurströnd Íslands. Sum þeirra eru gjörónýt eftir veiðarfæri en vísindamenn vonast til að finna fleiri svæði.
09.07.2020 - 11:18
Undirbúningur smíði nýja skipsins hafinn
Undirbúningur fyrir útboð á smíði nýs rannsóknaskips er kominn vel á veg. Stefnt er að því að bjóða verkið út í sumar, segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
23.06.2020 - 15:52
Áhyggjur af lélegri nýliðun margra fiskistofna
Hafrannsóknastofnun hefur miklar áhyggjur af lélegri nýliðun margra fiskveiðistofnum undanfarin ár og leggur því almennt til lægra aflamark. Stofnunin kynnti í morgun úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. 
Hafrannsóknir fjárfesting ekki eyðsla
Sífelld hagræðingarkrafa í fjárveitingum ríkisins er áhyggjuefni fyrir Hafrannsóknastofnun og ekki í samræmi við  vilja núverandi ríkisstjórnar að efla haf- og umhverfisrannsóknir.  
Myndskeið
Loðnubrestur: „Meðan það er ennþá möguleiki bíðum við“
Skipstjóri sem tók þátt í loðnumælingum suður af Papey, út fyrir minni Hamarsfjarðar, um helgina er vongóður um vertíð. Þar fundust vænar torfur sem Hafrannsóknarstofnun leggur mat á.
Ekki rétt að afskrifa loðnuveiðar
Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand loðnustofnsins en fyrri mælingar bentu til. Ekki er mælist þó næg loðna til að leggja til útgáfu kvóta.
Enn von þótt lítið af loðnu hafi fundist
Það hefur fundist lítið af loðnu það sem af er loðnumælingum. Leiðangursstjóri gerir sér þó vonir um að eitthvað finnist þegar leitarskipin halda vestur á bóginn.
Hafró og útgerðin sömdu um kostnað við loðnuleit
Samkomulag hefur náðst milli útgerðanna og Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuleitar. Stofnunin greiðir útgerðunum um helming kostnaðar vegna leitarinnar og treystir á aukið fjármagn frá stjórnvöldum.
Ráðherra segir útgerðina líka bera ábyrgð á loðnuleit
Hafrannsóknastofnun segist ekki geta borgað útgerðum fyrir þátttöku í loðnuleit. Sjávarútvegsráðherra segir að útgerðin beri ábyrgð og skyldur, loðnuleit sé sameiginlegt verkefni.
Segir uppsagnir hjá Hafró ólöglegar og ósiðlegar
Uppsagnir hjá Hafrannsóknastofnun í nóvember voru ýmist ólöglegar eða ósiðlegar að mati fyrrum fjármála- og mannauðsstjóra stofnunarinnar. Með uppsögnunum hafi yfir 300 ára starfsreynslu og þekkingu verið kastað á glæ og lítið hafi farið fyrir hreinskilni, mannúð og nærgætni af hálfu stjórnenda stofnunarinnar.
Spegillinn
Hlær að selveiðibanninu
Stefnt er að því að banna allar selveiðar vegna þess hve mikið sel hefur fækkað. Dýravistfræðingur segir að ástæða fækkunarinnar sé ekki ljós. Formaður samtaka selabænda hlær að tillögunni vegna þess að engar selveiðar séu lengur stundaðar.