Færslur: Hafnarfjarðarbær

Meirihlutaviðræður hafnar í Hafnarfirði
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Hafnarfirði og hefjast í vikunni í Mosfellsbæ. Óformlegar viðræður eru í Kópavogi. Oddviti Sjálstæðismanna í Hafnarfirði segir að flokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi ekki verið farnir að máta saman stefnumál sín fyrir fundinn. Oddviti Framsóknarmanna sagði í kvöldfréttum í gær að flokkurinn myndi gera meiri kröfur enda bætti hann við sig einum bæjarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks í kosningunum á laugardag.  
X22 Hafnarfjörður
Deilt um fyrirhyggju eða fyrirhyggjuleysi í Hafnarfirði
Húsnæðis- og skipulagsmál voru áberandi í umræðum oddvita þeirra átta flokka eða framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þ. 14. maí.
Lýsir alvarlegri stöðu á leikskólum
Staðan í leikskólum Hafnarfjarðar er grafalvarleg og grípa þarf til aðgerða strax, að mati Verkalýðsfélagsins Hlífar. Illa gengur að manna leikskólana, veikindi eru algeng og mörg dæmi um að starfsfólk, sem árum saman hefur starfað á leikskólum bæjarins, hafi sagt upp og ráðið sig í sambærileg störf í öðrum sveitarfélögum.
Myndskeið
Lítið bókasafn í litlum vita í Hellisgerði
Börn og eldri menn tóku saman höndum í Hafnarfirði í dag til þess að glæða lestraráhuga bæjarbúa. Karlar í skúrnum smíðuðu bókavita og leikskólabörn vígðu hann með því að setja bækur í hann. Verkefnið er
06.10.2021 - 19:21
Gefa Hafnfirðingum matjurtafræ
Allir Hafnarfirðingar fá í dag pakka með kryddjurtarfræjum að gjöf frá bæjarfélaginu. Gjöfinni er ætlað að hvetja Hafnfirðinga „til að staldra við, draga andann létt, lifa í núin og huga að mikilvægi eigin ræktunar í öllum skilningi,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá bænum.
30.04.2021 - 10:38
Sjónvarpsfrétt
„Enginn ímyndar sér bíl koma á fullri ferð á leiksvæði“
Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar mannlaus bíll rann niður brekku og lenti á rólu við fjölbýlishús í Áslandshverfi í Hafnarfirði síðdegis á sunnudag. Tveggja ára drengur, sem varð undir bílnum, var í dag útskrifaður af gjörgæslu. Faðir drengsins segir kraftaverk að hann hafi ekki slasast alvarlega.
09.03.2021 - 18:09
Segir dýrmætustu eignina selda á útsöluverði
Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggst eindregið gegn því að rúmlega 15 prósenta hlutur bæjarins í HS veitum verði seldur. Oddviti Viðreisnar segir að bærinn muni þannig selja sína dýrmætustu eign á útsöluverði en bæjarstjórinn segir mjög gott verð fást fyrir hlutinn.
23.10.2020 - 14:13
Ökumaður sofnaði undir stýri - farþegi í bílnum lést
Banaslys sem varð á Reykjanesbrautinni í október fyrir tveimur árum má rekja til þess að ökumaður Peugeot-bíls sofnaði undir stýri og ók yfir rangan vegarhelming. Farþegi sem var í bílnum lést en hann var ekki spenntur í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafði vakað alla nóttina.
Sökuðu minnihlutann um dylgjur og útúrsnúninga
Enn var tekist á í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum. Minnihlutinn sakar meirihlutann um að fylgja ekki verkferlum og að halda upplýsingum frá almenningi. Þá er spurt hvort vitneskja um mögulega fjárfesta hafi verið ljós frá upphafi og málið því keyrt áfram eins hratt og kostur er. Meirihlutinn vísar gagnrýninni á bug.
Ungur drengur beitti hníf í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með töluverðan viðbúnað við Lækjargötu í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag, þegar tilkynnt var að unglingur hefði beitt hníf í deilum sínum við annan ungling. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að drengirnir séu 12 og 13 ára. Sá sem fyrir hnífaárásinni varð hafi ekki slasast alvarlega.
Myndskeið
Vilja selja til að stoppa upp í gatið
Meirihluti bæjarráðs í Hafnarfirði vill selja hlut bæjarins í HS Veitum til að bregðast við samdrætti sem er fyrirsjáanlegur vegna COVID-19 faraldursins. Fulltrúi Samfylkingarinnar segir enga umræðu hafa verið um málið og að fólki hugnist þetta ekki.
Ungmenni í slag með grímur og klúta fyrir andlitum
Lögreglan í Hafnarfirði fékk á áttunda tímanum í kvöld tilkynningu um hóp ungmenna með grímur og klúta fyrir andlitum. Fram kemur í dagbók lögreglu að þau hafi verið að slást og að slagsmálin hafi verið yfirstaðin þegar lögreglan kom á staðin. Engin meiðsl voru tilkynnt eftir átökin.
Viðtal
Segir að lokun álversins yrði gríðarlegt högg
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það yrði gífurlegt högg fyrir íslenskt atvinnulíf ef Rio Tinto hættir starfsemi í Straumsvík. Um 1.250 störf séu þarna undir, 500 störf hjá fyrirtækinu og 750 afleidd störf. Þá skapi fyrirtækið 60 milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, þar af skilja það hér eftir 22-23 milljarða króna í sköttum, launum og raforku á hverju ári.
Viðtal
Kanna verður samkeppnisstöðu orkufreks iðnaðar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, segir að draga verði fram betri upplýsingar en nú eru aðgengilegar um samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Íslandi. Hún segist hafa áhyggjur þegar fréttir berist eins og þær sem bárust í dag af Rio Tinto Alcan.
Óútskýrður launamunur ekki til staðar
Kynbundinn launamunur er ekki til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta sýna niðurstöður viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þar kemur fram að óútskýrður launamunur kynjanna sé ekki lengur til staðar, karlar séu þó enn með tveimur prósentum hærri laun heilt yfir.
23.08.2019 - 14:23
Gætu sætt refsingu vegna náttúruspjalla
Umhverfisstofnun hefur kært náttúruspjöll sem unnin voru á Helgafelli við Hafnarfjörð til lögreglunnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, segir málið litið alvarlegum augum. 
19.06.2019 - 14:11
Krefjast tvöföldunar Reykjanesbrautar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að í nýrri vegaáætlun Alþingis verði gert ráð fyrir brýnum framkvæmdum við þann hluta Reykjanesbrautar sem liggur í gegnum bæinn. Bæjarstjórn samþykkti ályktun þess efnis á fundi sínum í gær.
Nýr meirihluti í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna verður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og óháðir, sömdu undir kvöld um meirihlutasamstarf í bænum. 
31.05.2018 - 21:58
Geta ekki brugðist við ólöglegri útleigu
Heilbrigðiseftirlitið getur ekki knúið þá sem leigja út ólöglegt húsnæði til þess að tryggja íbúum lágmarkshreinlætisaðstöðu. Það þýðir ekki að kæra eigendur því regluverkið er ófullnægjandi og engin viðurlög við brotum. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. Stofnunin fór þess á leit við stjórnvöld árið 2013 að úr þessu yrði bætt en ekkert breyttist.