Færslur: Hafís

Myndskeið
Hafísinn mun líklega reka nær landi
Hafísröndin úti fyrir Vestfjörðum er nú um 17 sjómílur frá landi en mun styttra í stóra borgarísjaka, sem sumir hverjir sjást frá landi. Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur, segir að ísinn reki líklega nær landi á næstu dögum.
02.02.2022 - 16:38
Hafís þokast nær landi
Samkvæmt gervitunglamyndum er hafís nú um 14 sjómílum norðvestan við Vestfirði þar sem hann er næstur. Stakir jakar gætu verið nær án þess að þeir sjáist á gervitunglamyndum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands í morgun.
31.01.2022 - 11:25
Myndband
Mikill hafís norðvestan við landið
Landhelgisgæslan vakti athygli í dag á töluverðum hafís norðvestan við Ísland.
29.01.2022 - 14:11
Kjöraðstæður fyrir selveiðar hvítabjarna í vetur
Íbúar í nyrstu byggðum Rússlands þurfa að líkindum ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af heimsóknum hungraðra hvítabjarna í matarleit í vetur og raunin hefur verið undanfarin ár, að mati sérfræðinga Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins, WWF. Ástæðan er sú að hafísbreiðan í Norður-Íshafinu er vel þétt í vetur og aðstæður til hefðbundinnar mataröflunar hvítabjarna því með ágætum.
27.12.2021 - 04:51
Ískirkja á reki rétt undan ströndum Melrakkasléttu
Stærðarinnar borgarísjaki er nú um skammt undan ströndum Melrakkasléttu, við Hraunhafnartanga. Vísindamenn hjá Rannsóknarstöðinni Rif birtu myndir af ísjakanum, sem minnir helst á kirkju.
06.10.2021 - 14:24
Útiloka ekki kólnun hafsins umhverfis Ísland
Breytingar á hitastigi og seltu í hafinu við Ísland undanfarin 20 ár má rekja til náttúrulegra sveiflna. Þær tengjast síður breytingum á loftslagi af mannavöldum. Hafstraumar hafa borið hingað heitari og saltari Atlantshafssjó en á árunum 1965 til 1995. Möguleiki er á að kaldur íshafssjór streymi að landinu líkt og gerðist fyrir rúmum 50 árum.
Borgarísjaki á reki undan Vestfjörðum
Áhöfnin á Valdimari GK, sem er við veiðar á Strandagrunni norður undan Vestfjörðum, varð vör við stóran borgarísjaka á reki á svæðinu þegar verið var að draga línu.
22.05.2021 - 20:42
Mikill hafís norðvestur af landinu miðað við árstíma
Talsvert mikill hafís er á Grænlandssundi og Íslandshafi miðað við árstíma samanborið við undanfarin ár. Þetta segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
11.04.2021 - 18:08
Loðnuleit skilaði ekki árangri og ráðgjöfin óbreytt
Loðnuleiðangri fimm skipa á vegum Hafrannsóknarstofnunar sem lauk um liðna helgi sýndi ekki fram á aukið magn loðnu innan lögsögunnar, þvert á móti og því þykir ljóst að ekki verði gerð breyting á ráðgjöf um leyfilegt magn loðnu á komandi vertíð.
12.01.2021 - 18:32
Hafís í 35 mílna fjarlægð frá Vestfjörðum
Hafís hefur nálgast landið smám saman síðustu vikur. Undanfarna daga hefur ísröndin verið um 50 mílur frá Vestfjörðum en stakir jakar geta verið nær landi.
07.01.2021 - 15:22
Sumarhafísinn á Norðurskauti verði horfinn 2035
Sumarhafísinn á Norðurskautinu kann að vera horfin með öllu árið 2035 samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature Climate Change.
20.08.2020 - 21:30
Hafís færist nær Vestfjörðum
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar segja hafís norðvestur af landinu vera að færa sig nær landi. Eins og er liggur hafísinn rúmum 40 sjómílum norðvestur af Straumnesi þar sem hann er næstur landi.
23.01.2020 - 13:41
Ísjaki landfastur á Gjögri
Ísjaka rak á land á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum í dag. Ferðafélag Íslands stendur fyrir hópferð á svæðinu um helgina og vakti jakinn undran ferðamanna, segir Hilmar F. Thorarensen, sem er uppalinn í Árneshreppi og sá jakann í dag. Þá var talsvert um íshröngl í Hákarlavogi, eins og Hilmar lýsir því, og fjórir stærri jakar skammt frá landi austur af Seljanesi.
16.06.2018 - 23:12
Mesta hættan liðin hjá
Hafísbreiðan sem var komin um fimm kílómetra norðuraustur af Horni á Ströndum, virðist vera að þokast frá landi og brotna upp. Radarmyndir voru teknar í gærkvöldi sem sýna að breiðan er að þokast norður með austanáttinni. Stór ísjaki er hins vegar á suðurleið og gæti endað í Húnaflóa.
11.06.2018 - 13:12
Hafísinn nálgast enn - 7,5 kílómetra frá landi
Hafísspöngin er nú 4 sjómílur norðaustur af Horni, samkvæmt ratsjármynd sem Veðurstofan birti í gærkvöld. Það samsvarar tæpum 7,5 kílómetrum. Borgarísjaki sést einnig greinilega á myndinni.
08.06.2018 - 10:56