Færslur: gyrðir elíasson

Gagnrýni
Skáldið skemmtir sér og losnar undan oki ljóðrænunnar
Bókarýnir Víðsjár segir Draumstol eftir Gyrði Elíasson vera á skjön við viðteknar hugmyndir um hvernig ljóðabækur eigi að vera. „Skáldið er líka að skemmta sér aðeins, ekki með neinum gauragangi, heldur með léttum húmor blönduðum saman við dálitla kaldhæðni hér og þar.“
Gyrðir og Jón Kalman tilnefndir til franskra verðlauna
Gyrðir Elíasson og Jón Kalman Stefánsson eru báðir tilnefndir til frönsku Médicis-bókmenntaverðlaunanna í ár, í flokki þýddra skáldverka.
Gagnrýni
Hrollvekjandi sögur og kunnugleg þemu
„Smásögurnar eru flestar stuttar, sumar aðeins brot en Gyrðir hefur slíkt vald á forminu að hann þarf ekki margar setningar til að skapa heim sinn.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir rýnir í smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Skuggaskip.
Fórnargjald listarinnar
Gyrðir Elíasson skoðar íslenskt samfélag frá jaðrinum í Sandárbókinni, nóvellu sem tekst á við einsemdina, starf listamannsins og fórnirnar sem hann þarf stundum að færa. Sagan er ein fimm hljóðbóka í jólapakka Rásar 1 og menningarvefs RÚV.
Kann vel við tilbreytingaleysið
Gyrðir Elíasson rithöfundur hefur lagt lokahönd á þríleik sem hófst með útgáfu Sandárbókarinnar fyrir rúmum áratug. Það stóð reyndar ekki upphaflega til að bækurnar þrjár mynduðu eina heild en efnið sótti á Gyrði, sem í bókunum vill gera því skil sem sameinar listirnar.
Stutt milli skapandi einveru og einmanaleika
Jónas hefur komið sér fyrir í gömlum sumarbústað í þorpi á Austurlandi. Hann hlustar á umhverfi sitt og hripar hugmyndir að tónverkum í litla minnisbók. Hann vinnur fyrir sér með textagerð fyrir auglýsingastofu, eiginkonan er í bænum. Jónas borðar gulrætur út í eitt og horfir í eldinn. Þannig tekst hann á við drauga fortíðarinnar. Jónas er aðalpersóna í nýrri skáldsögu Gyrðis Elíassonar. Rætt var við Gyrði í Víðsjá á Rás 1 um tengslin milli einangrunar og listsköpunar.
Ota Pavel - Hvernig ég kynntist fiskunum
„Það er sjarmi og nánd í þessari frásögn sem mér fannst alveg einstök,“ segir Gyrðir Elíasson um skáldsöguna Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska höfundinn Ota Pavel sem er bók vikunnar á Rás1.