Færslur: Gvatemala

Hraunstrókur um kílómetra upp úr gíg fjallsins
Eldgosið sem hófst í eldfjallinu Fuego í Gvatemala á sunnudag færðist í aukana á mánudag og stóð glóandi hraunstrókurinn allt að kílómetra upp úr gígnum þegar húma tók að kvöldi. Um 4.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna gossins, sem er hið fimmta í fjallinu á þessu ári. David de Leon, talsmaður almannavarna í Gvatemala, segir kraftinn í gosinu hafa vaxið eftir því sem leið á mánudaginn og skjálftavirkni sem fylgt hefur eldsumbrotunum einnig færst í aukana.
20.11.2018 - 01:15
Reyna að brjóta sér leið til Mexíkó
Hundruð flóttamanna frá Hondúras brutu sér leið í gegnum landamærahlið Gvatemala til þess að komast yfir til Mexíkó. Þar bíða þeirra óeirðarlögreglumenn sem reyna að hindra för þeirra yfir brú sem skilur á milli landanna.
19.10.2018 - 20:00
Flóttamenn komnir að landamærum Mexíkó
Hópur flóttamanna frá Hondúras er nú kominn að landamærum Gvatemala að Mexíkó. Fjölmennur hópur þeirra er við brú sem liggur á milli ríkjanna, en hinum megin bíður óeirðarlögregla Mexíkó.
19.10.2018 - 17:56
Hlé á leit vegna hættu á skriðum
Björgunarmenn í Gvatemala urðu í dag að hætta leit að fólki sem saknað er eftir að eldfjallið Fuego tók að gjósa. Mikil hætta er á skriðuföllum vegna úrhellisrigningar. Vitað er að 99 létu lífið í þegar gos hófst í fjallinu á sunnudaginn var. Allt að tvö hundruð er saknað.
07.06.2018 - 18:13
Nærri hundrað látnir í Gvatemala
99 hafa fundist látnir af völdum eldgossins í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Kennsl hafa verið borin á 28 líkanna. Um 200 manns er enn saknað. Aðstæður hafa gert björgunarmönnum erfitt um vik. Eldfjallið hefur spúið sjóðandi hrauni og ösku langar leiðir, og óttast er að gosvirknin eigi enn eftir að aukast. 
07.06.2018 - 04:52
Nærri 200 saknað í Gvatemala
Nærri tvö hundruð manns er saknað og minnst 75 eru látnir af völdum eldgoss í fjallinu Fuego í Gvatemala. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum þar í landi í gærkvöld. Alls hafa yfirvöld safnað upplýsingum um nöfn og búsetu 192 sem er saknað, að sögn Sergio Cabanas, yfirmanni almannavarna í Gvatemala.
06.06.2018 - 05:05
Eldgosið í Gvatemala: 69 dauðsföll staðfest
69 dauðsföll af völdum eldgossins í Fuego-fjalli í Gvatemala hafa nú verið staðfest. Búið er að bera kennsl á 17 hinna látnu, að sögn Fanuels Garcia, yfirmanns Réttarlækingastofnunar Gvatemala. Þá eru 46 alvarlega slösuð svo vitað sé og fjöldi fólks minna slasaður. Óttast er að mun fleiri hafi látist en leitar- og björgunarlið hefur enn ekki komist til nokkurra þorpa undir suðurhlíðum fjallsins. Nær 3.300 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og hátt í 2.000 dvelja nú í neyðarskýlum.
05.06.2018 - 05:50
Myndskeið
Þjóðarsorg lýst yfir í Gvatemala
Jimmy Morales, forseti Gvatemala, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu vegna eldgoss sem hófst í fjallinu Fuego í gær.Minnst 25 eru látin og hátt í 300 slösuð af völdum hamfaranna. Óttast er að mun fleiri hafi farist. Mikil leit stendur yfir að fólki sem er saknað.
04.06.2018 - 13:27
25 dánir í gosinu í Gvatemala
Minnst 25 hafa farist og hundruð slasast síðan gos hófst í eldfjallinu Fuego í Gvatemala í gær. Miklar sprengingar og ógurlegar drunur fylgja gosinu, sem eldfjallafræðingar syðra segja það mesta sem orðið hefur í fjallinu síðan 1974. Þunnfljótandi kvika flæðir í stríðum straumum og kolsvartri ösku hefur rignt yfir stór svæði. Almannavarnir Gvatemala greina frá því að fólk hafi brunnið inni er rauðglóandi hraunelfur skall á þorpinu El Rodeo, kveikti þar í fjölda húsa og eyddi öllu sem fyrir varð.
04.06.2018 - 04:22
Fyrrverandi forseti Gvatemala látinn
Alvaro Arzu, fyrrverandi forseti Gvatemala og borgarstjóri höfuðborgarinnar Gvatemala, er látinn. Stjórn Arzus gerði friðarsáttmála við skæruliðahreyfinguna URNG árið 1996 og batt þar enda á áratugalangt borgarastríð í landinu. 
28.04.2018 - 05:07
Tóku 3,3 tonn af kókaíni og 21 fanga
Lögregla í fimm Mið- og Suður-Ameríkulöndum lagði hald á 3,3 tonn af kókaíni og handtók 21 mann í víðtækri, samræmdri lögregluaðgerð í gær. Meirihluti kókaínsins átti að fara á markað í Mið-Ameríku og í Bandaríkjunum, að sögn kólumbískra lögregluyfirvalda, sem stjórnuðu aðgerðum í samvinnu við eiturlyfjadeild bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en stjórnvöld og lögregla í Gvatemala, Ekvador, Kosta Ríka og Panama tóku einnig þátt í aðgerðunum.
Slóðir Maya fundnar í Gvatemala
Sérfræðingar hafa fundið tugi þúsunda ævafornra mannvirkja Maya þétt inni í frumskógum norðurhluta Gvatemela með því að beina hátækni leysisskanna úr lofti á svæðið. 
02.02.2018 - 07:01
Gvatemala fetar í fótspor Bandaríkjanna
Forseti Gvatemala tilkynnti á Facebook í kvöld að ríkið hyggist færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem. Fetar hann þar í fótspor Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
25.12.2017 - 04:48
Morales rekur fulltrúa SÞ úr landi
Jimmy Morales, forseti Gvatemala, hefur fyrirskipað að fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í nefnd sem vinnur gegn spillingu verði vísað úr landi, tafarlaust. Stjórnlagadómstóll landsins sneri ákvörðun forsetans við, en Morales stendur við skipun sína og segir engan dómstól geta tekið fram fyrir hendurnar á forseta landsins í utanríkismálum. Áður hafði forsetinn rekið utanríkisráðherrann úr ríkisstjórninni fyrir að hafa ekki framfylgt brottvísunarboðunum.
28.08.2017 - 04:58
„Stýran“ handsömuð í El Salvador
Öryggissveitir í El Salvador höfðu hendur í hári „Stýrunnar,“ sem strauk úr fangelsi í Gvatemala fyrir rúmum tveimur vikum. Þar afplánaði hún 94 ára dóm fyrir að stýra glæpagengi sem sérhæfir sig í mannránum og leigumorðum.
Fyrrum ráðherra ákærður vegna dauða 41 stúlku
Saksóknari í Gvatemala lagði í gær fram ákæru á hendur fyrrverandi félagsmálaráðherra landsins og tveimur öðrum vegna mannskæðs eldsvoða í upptökuheimili fyrir unglinga í síðasta mánuði, þar sem 41 stúlka týndi lífi. Ráðherrann fyrrverandi, Carlos Rodas, aðstoðarráðherrann Anahi Keller og forstöðumaður upptökuheimilisins, Santos Torres, voru öll ákærð fyrir manndráp af gáleysi, misbeitingu valds, embættisafglöp og illa meðferð á börnum.
Glæpagengi réðist á 9 lögreglustöðvar
Eitt illræmdasta glæpagengi Miðameríkuríkisins Gvatemala, Barrio 18, lagði í gær til atlögu við lögreglu vítt og breitt um landið. Þrír lögreglumenn létu lífið og minnst sjö særðust í níu árásum. Talið er að árásirnar séu viðbrögð gengisins við harkalegu inngripi lögreglu í fangelsisuppreisn í einu stærsta fangelsi landsins, rétt utan við höfuðborgina. Þar höfðu þrælmenni úr Barrio-klíkunni staðið fyrir uppþoti og meðal annars ráðið þremur fangavörðum bana,
Þúsundir mótmæltu vanrækslu barna í Gvatemala
Þúsundir söfnuðust saman á götum og torgum Gvatemalaborgar um helgina til að mótmæla vanrækslu og vanhæfni stjórnvalda í barnaverndarmálum. Tilefnið var skelfilegur eldsvoði á upptökuheimili ungmenna skammt utan höfuðborgarinnar, þar sem 40 unglingsstúlkur á aldrinum 14 - 17 ára létu lífið. 19 dóu í brunanum en 21 hefur dáið af sárum sínum síðan.
35 börn látin af völdum eldsvoðans í Gvatemala
Alls hafa 35 börn látið lífið vegna eldsvoðans sem varð á upptökuheimili rétt utan við höfuðborg Gvatemala á miðvikudag. 19 stúlkur létust á staðnum, 16 ungmenni til viðbótar hafa látist af sárum sínum síðan, flest þeirra stúlkur. Öll eru hin látnu á aldrinum 14 til 17 ára. Yfir 20 börn á sama aldri eru enn á sjúkrahúsi, sum þeirra lífshættulega slösuð eftir brunann.
10.03.2017 - 05:44
20 stúlkur fórust í eldinum í Gvatemala
Yfirvöld í Gvatemala hafa staðfest að 20 stúlkur á táningsaldri dóu í eldsvoða á upptökuheimili fyrir börn og unglinga, nærri höfuðborg landsins. Stúlkurnar voru allar á aldrinum 14 til 17 ára. Á fimmta tug stúlkna slasaðist í eldsvoðanum, margar alvarlega og nokkrar lífshættulega. Fjölmiðlar syðra hafa eftir Carlosi Rodas, forstjóra félagsmálastofnunar landsins, að rekja megi eldsvoðann til mótmæla ungmennanna sem vistuð eru á heimilinu, en þau mótmæltu illum aðbúnaði og þrengslum.
09.03.2017 - 03:46
Eldgos í Gvatemala
Stutt en öflugt eldgos hófst í eldfjallinu Volcan de Fuego, eða Eldfjalli eldsins, í Gvatemala, í rauðabítið í gærmorgun, að íslenskum tíma. Glóandi hraungusur og öskustrókar gengu upp úr því á víxl í þrettán klukkustundir áður en sljákkaði í því á ný. Öskustrókarnir voru 5.000 metra háir þegar mest var og þrír hrauntaumar runnu niður hlíðarnar, sá lengsti þeirra ríflega hálfur annar kílómetri.
26.02.2017 - 02:28
Krefjast framsals fyrrum varaforseta Gvatemala
Bandarísk stjórnvöld hafa í hyggju að krefjast þess að Gvatemala framselji fyrrverandi varaforseta og innanríkisráðherra landsins til Bandaríkjanna, þar sem þau eru bæði ákærð um aðild að umfangsmiklum eiturlyfjaviðskiptum. Þessu er haldið fram í yfirlýsingu frá bandaríska sendiráðinu í Gvatemalaborg. Formleg ákæra á hendur varaforsetanum fyrrverandi, Roxönu Baldetti, og fyrrum innanríkisráðherranum, Mauricio Lopez, var lögð fram í alríkisdómstóli í Washington á miðvikudag.
25.02.2017 - 07:14
  •