Færslur: Gullfoss

Óleyfilegu þyrluflugi vísað til danska hersins
Herstjórn danska sjóhersins á Grænlandi mun gera skýrslu um óleyfilegt þyrluflug danska varðskipsins Hvítabjarnarins yfir Gullfoss í gær svo slíkt flug verði ekki endurtekið. 
5 íslenskir fossar vinsælastir á Instagram
Fimm af þeim fossum sem dreift er mest á Instagram eru íslenskir. Niagara-foss í Kanada er langvinsælasti foss í heimi ef marka má Instagram, en hann er þó alls ekki hæstur í metrum talið.
26.10.2019 - 16:19
Færri ferðamenn í sumar eftir fjölgun í vetur
Ferðamönnum við Gullfoss fækkaði í sumar, annað árið í röð, eftir því sem tölur yfir þróun á fjölda ferðamanna á svæðinu leiða í ljós.
02.09.2019 - 15:09
Þyrla sótti erlendan ferðamann við Gullfoss
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna konu sem féll við Gullfoss. Hún er erlendur ferðamaður. Fréttablaðið hefur eftir sjónarvotti að slysið virðist vera alvarlegt.
31.05.2018 - 16:51
Ekki leitað af sama þunga og í gær
Leit er hafin að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. Björgunarsveitarmenn eru flestir komnir að fossinum og leita meðfram ánni í dag. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að það verði meðal annars leitað með drónum í dag og áhersla verði lögð á að leita meðfram ánni. Þá verði ekki sami þungi í leitinni í dag og í gær.
20.07.2017 - 10:41
„Vantar betra og öruggara aðgengi“
„Þetta er algeng sjón, bæði þarna og annars staðar. Alltof margir ferðamenn hlusta ekki á viðvaranir. En oftast eru þeir sem fara út fyrir öryggismörk ferðamenn á eigin vegum“, segir Gunnar Arngrímur Birgisson leiðsögumaður sem tók myndina að ofan við Gullfoss í gær. „Okkur vantar betra og öruggara aðgengi á flestum ferðamannastöðum. Það er það eina sem gæti í flestum tilfellum dugað“.
03.03.2016 - 18:52
Hálkuslys á Gullna hringnum
Erlendir ferðamenn hafa verið heldur óheppnir á Gullna hringnum síðustu daga. Þrír ferðamenn hafa verið fluttir með á Bráðamóttöku Landspítalans Háskólasjúkrahúss með sjúkrabíl eftir að hafa dottið í hálku og slasast.
08.02.2016 - 14:59