Færslur: Gullfoss

Pistill
Kvenskörungar fyrri tíma sem gerðust aðgerðasinnar
Hvað segja aðgerðir fyrri tíma kvenna um viðhorf þeirra til náttúrunnar? Sigríður Tómasdóttir frá Brattholti og Þorbjörg Sveinsdóttir ákváðu að gerast aktívistar og málsvarar náttúru Íslands og urðu fyrir vikið alþýðuhetjur.
Óleyfilegu þyrluflugi vísað til danska hersins
Herstjórn danska sjóhersins á Grænlandi mun gera skýrslu um óleyfilegt þyrluflug danska varðskipsins Hvítabjarnarins yfir Gullfoss í gær svo slíkt flug verði ekki endurtekið. 
5 íslenskir fossar vinsælastir á Instagram
Fimm af þeim fossum sem dreift er mest á Instagram eru íslenskir. Niagara-foss í Kanada er langvinsælasti foss í heimi ef marka má Instagram, en hann er þó alls ekki hæstur í metrum talið.
26.10.2019 - 16:19
Færri ferðamenn í sumar eftir fjölgun í vetur
Ferðamönnum við Gullfoss fækkaði í sumar, annað árið í röð, eftir því sem tölur yfir þróun á fjölda ferðamanna á svæðinu leiða í ljós.
02.09.2019 - 15:09
Þyrla sótti erlendan ferðamann við Gullfoss
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna konu sem féll við Gullfoss. Hún er erlendur ferðamaður. Fréttablaðið hefur eftir sjónarvotti að slysið virðist vera alvarlegt.
31.05.2018 - 16:51
Ekki leitað af sama þunga og í gær
Leit er hafin að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. Björgunarsveitarmenn eru flestir komnir að fossinum og leita meðfram ánni í dag. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að það verði meðal annars leitað með drónum í dag og áhersla verði lögð á að leita meðfram ánni. Þá verði ekki sami þungi í leitinni í dag og í gær.
20.07.2017 - 10:41
„Vantar betra og öruggara aðgengi“
„Þetta er algeng sjón, bæði þarna og annars staðar. Alltof margir ferðamenn hlusta ekki á viðvaranir. En oftast eru þeir sem fara út fyrir öryggismörk ferðamenn á eigin vegum“, segir Gunnar Arngrímur Birgisson leiðsögumaður sem tók myndina að ofan við Gullfoss í gær. „Okkur vantar betra og öruggara aðgengi á flestum ferðamannastöðum. Það er það eina sem gæti í flestum tilfellum dugað“.
03.03.2016 - 18:52
Hálkuslys á Gullna hringnum
Erlendir ferðamenn hafa verið heldur óheppnir á Gullna hringnum síðustu daga. Þrír ferðamenn hafa verið fluttir með á Bráðamóttöku Landspítalans Háskólasjúkrahúss með sjúkrabíl eftir að hafa dottið í hálku og slasast.
08.02.2016 - 14:59