Færslur: Gular viðvaranir

Vindasamt, vætusamt og vosbúð til fjalla
Í dag nálgast alldjúp lægð landið úr suðvestri. Henni fylgir vaxandi suðaustanátt og rigning um allt land og slagviðri sunnan- og vestantil síðdegis. Hitinn verður á bilinu 6 til 12 stig.
12.09.2021 - 08:19
Gul viðvörun á Ströndum og um allt Norðurland
Veðurstofan spáir sunnan og suðvestan 5-13 metrum á sekúndu víða en hvassara, 13-23 við fjöll sunnan Vatnajökuls og norðan til á landinu. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld fyrir Strandir og Norðurland.
30.06.2021 - 07:13
Hiti gæti náð allt að 26 stigum á landinu
Það kennir ýmissa grasa í veðurspá dagsins frá Veðurstofunni og spannar hún allt frá ylríku góðviðri til gulra viðvarana.
29.06.2021 - 07:35
Gul stormviðvörun um allt land - úrhelli á Seyðisfirði
Gular veðurviðvaranir ganga í gildi í flestum landshlutum á miðnætti og í fyrramálið í þeim landshlutum sem út af standa, vegna norðan storms og jafnvel roks. Á landinu norðanverðu, allt frá Vestfjörðum til Austfjarða, fylgir þessu töluverð úrkoma, rigning á láglendi en hríð þegar ofar dregur, sem spillir færð og skyggni, sérstaklega á fjallvegum. Á Seyðis- og Eskifirði má búast við 15 - 20 millimetrum af rigningu á um það bil sex tímum, segir á vef Veðurstofunnar.
26.12.2020 - 23:21
Allmikil úrkoma um tíma á Norðaustur- og Austurlandi
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag og fram eftir mánudagsmorgni verði leiðindaveður á norðvestanverðu landinu með hvassviðri og sums staðar stormi.
20.12.2020 - 07:26
Gular viðvaranir taka aftur gildi á hádegi
Um hádegisbil taka gildi gular veðurviðvaranir á suðvestanverðu landinu og á miðhálendinu. Þar varar Veðurstofan við 15-23 m/s, slæmum akstursskilyrðum, hárri sjávarstöðu og áhlaðanda. Þær verða í gildi fram á kvöld.
01.12.2020 - 06:38
Gular viðvaranir um mestallt land á morgun og hinn
Veðurstofa Ísland hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn og fimmtudaginn fyrir mestallt landið; á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Miðhálendinu, Ströndum og Norðurlandi vestra.
24.11.2020 - 22:09
Gular viðvaranir í gildi fram á annað kvöld
Suðvestan hvassviðri eða stormur verður víða á landinu fram á nótt, og aftur eftir hádegi á morgun. Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu, nema á Suðurlandi, og víða má búast við að vindhviður geti náð 35-40 m/s. Landhelgisgæslan varar við mikilli ölduhæð og Landsbjörg biðlar til landsmanna að huga að veðrinu áður en þeir halda í ferðalög.
04.11.2020 - 20:05