Færslur: Gular veðurviðvaranir

Slæmt ferðaveður á austurhelmingi landsins
Veðurstofa hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir sex svæði í nótt og á morgun. Varað er við hvassviðri og snjókomu og slæmu ferðaveðri víðs vegar um landið.
16.11.2021 - 15:27
Stormurinn gengur niður með morgninum
Stormurinn sem geisaði í nótt er að mestu genginn niður en gul veðurviðvörun verður þó í gildi á austanverðu landinu fram undir hádegi. Þar er enn hvasst og mikil úrkoma. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Ísland var fárviðri víða um landið í nótt og mældist vindur 48 m/s í hviðum í Tíðaskarði í Kjós. Eins mældust meira en 30 m/s í hviðum við Reykjanesvita og á eldstöðvunum við Fagradalsfjall.
08.11.2021 - 07:19
Hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms á Vestfjörðum, Suðurlandi og Suðausturlandi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.
06.10.2021 - 13:40
Gular veðurviðvaranir vegna úrkomu til hádegis
Gular veðurviðvaranir vegna mikillar rigningar á Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra verða í gildi til hádegis. Mikið hefur rignt við Siglufjörð og er varað við því á vef Veðurstofu Íslands að ár og vatnsföll geti vaxið mikið og að auknar líkur séu á grjót- og aurskriðum.
04.10.2021 - 06:54
Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Lægðin: „Nánast marinn í andlitinu eftir rigninguna“
„Rigningin er þannig að maður er nánast marinn í andlitinu eftir barninginn frá henni,“ segir Rúnar Steinn Gunnarsson, í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, í samtali við fréttastofu. Hann er meðal þeirra sem komu til bjargar blautum og hröktum ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í óveðrinu í kvöld.