Færslur: Gular veðurviðvaranir

Samgöngur raskast vegna óveðursins
Töluverðar raskanir hafa orðið á samgöngum í morgun vegna krapprar lægðar sem gengur nú yfir landið. Öllu morgunflugi var aflýst frá Keflavíkurflugvelli og mest allt innanlandsflug hefur verið fellt niður. Strætó aflýsti ferðum um landsbyggðina vegna hvassviðris og slæmrar færðar. Ferðum með Herjólfi til Vestmannaeyja hefur einnig verið aflýst.
25.01.2022 - 09:25
Minni líkur á tjóni í kvöld vegna lægri sjávarstöðu
Miklu hvassvirði er spáð í kvöld og hefur Veðurstofan gefið út gula veðurviðvörun fyrir mestallt landið. Von á 20-28 metrum á sekúndu á suðvestanverðu landinu. Í óveðrinu sem gekk yfir landið á fimmtudag flettist klæðning af Nesvegi frá Grindavík að Reykjanesvita og tjón varð í höfnum og á sjóvarnargörðum. Eftirlitsmaður hjá Vegagerðarinni segir að minni áhlaðandi og læri sjávarstaða gæti bjargað því að annað eins tjón verði í storminum í kvöld.
09.01.2022 - 12:55
Slæmt ferðaveður á austurhelmingi landsins
Veðurstofa hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir sex svæði í nótt og á morgun. Varað er við hvassviðri og snjókomu og slæmu ferðaveðri víðs vegar um landið.
16.11.2021 - 15:27
Stormurinn gengur niður með morgninum
Stormurinn sem geisaði í nótt er að mestu genginn niður en gul veðurviðvörun verður þó í gildi á austanverðu landinu fram undir hádegi. Þar er enn hvasst og mikil úrkoma. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Ísland var fárviðri víða um landið í nótt og mældist vindur 48 m/s í hviðum í Tíðaskarði í Kjós. Eins mældust meira en 30 m/s í hviðum við Reykjanesvita og á eldstöðvunum við Fagradalsfjall.
08.11.2021 - 07:19
Hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms á Vestfjörðum, Suðurlandi og Suðausturlandi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.
06.10.2021 - 13:40
Gular veðurviðvaranir vegna úrkomu til hádegis
Gular veðurviðvaranir vegna mikillar rigningar á Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra verða í gildi til hádegis. Mikið hefur rignt við Siglufjörð og er varað við því á vef Veðurstofu Íslands að ár og vatnsföll geti vaxið mikið og að auknar líkur séu á grjót- og aurskriðum.
04.10.2021 - 06:54
Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Lægðin: „Nánast marinn í andlitinu eftir rigninguna“
„Rigningin er þannig að maður er nánast marinn í andlitinu eftir barninginn frá henni,“ segir Rúnar Steinn Gunnarsson, í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, í samtali við fréttastofu. Hann er meðal þeirra sem komu til bjargar blautum og hröktum ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í óveðrinu í kvöld.