Færslur: Gul viðvörun

Hvasst á landinu öllu í dag
Veðurstofan spáir hvassri norðvestanátt á landinu öllu í dag, nema norðvestanlands. Gular viðvaranir verða í gildi víða um land og ekkert ferðaveður fyrir ökutæki með tengivagna.
18.06.2022 - 08:02
Umferðaróhöpp og víða vetrarfærð á vegum
Þriggja bíla árekstur á varð á Miklubraut í Reykjavík nærri Skeifunni á öðrum tímanum í dag og var einn fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Verið er að hreinsa vettvang en búist er við einhverjum umferðartöfum vegna þessa.
05.05.2022 - 15:33
Víða rigning og gul viðvörun austantil
Víða má búast við rigningu eða súld í dag og verður mjög þungbúið sunnanlands eftir hádegi. Íbúar norðausturlands sleppa þó líklega við úrkomuna. Gul viðvörun verður í gildi á Austfjörðum og suðausturlandi í dag.
14.04.2022 - 07:35
Appelsínugul viðvörun: ofsaveður varasamt vegfarendum
Spáð er suðaustan stormi um mest allt land á morgun með talsverðri úrkomu eða slyddu. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út um allt land. Veðrið gæti orðið varasamt vegfarendum.
13.03.2022 - 13:02
Úrhelli suðaustantil í dag
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Rigningin er það mikil að búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum.
11.03.2022 - 07:00
Suðaustanstormur og slæmt ferðaveður
Suðaustanstormur gengur yfir landið í dag og honum fylgir talsverð úrkoma, ýmist snjókoma, slydda eða rigning. Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðaranir og víða verður slæmt ferðaveður.
Appelsínugul viðvörun tekur gildi norðvestantil
Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan átta á Vestfjörðum vegna norðaustan storms. Stormurinn gengur svo yfir norðanvert landið þegar líður á daginn, en verður að mestu gengið niður á miðnætti.
23.02.2022 - 07:29
Lægð í foráttuvexti nálgast landið óðfluga
Mánudagurinn heilsar með kyrrlátu veðri en fyrri part dags spáir suðaustan kalda, stinningskalda eða allhvössum vindi og 8 til 15 metrum á sekúndu með skúrum eða éljum. Bjart verður fyrir norðan. Heldur syrtir í álinn síðdegis þegar snýst í suðaustan storm. Lægð í foráttu vexti nálgast nú landið úr suðvestri og gular og appelsínugular veðurviðvaranir gilda um land allt frá því síðdegis í dag, í alla nótt og fram eftir degi á morgun.
Veðurviðvaranir í dag og enn verri spá á mánudag
Austanstormur gengur yfir landið sunnan- og vestanvert í dag með gulum og appelsínugulum viðvörunum. Önnur og stærri lægð er væntanleg á mánudag.
19.02.2022 - 13:02
Veðurviðvörun orðin appelsínugul
Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun fyrir Suðurland, í gær var hún gul en er nú orðin appelsínugul.
Telur lokun vegarins um Kjalarnes óþarfa
Vegurinn um Kjalarnes er enn lokaður og ekkert virðist benda til að hann verði opnaður í bráð. Guðmundur Björnsson, sem býr á Akranesi, en vinnur í Reykjavík býst við að hafast við í bílnum sínum í nótt.
Yfir 200 verkefni hjá björgunarsveitum í dag
Björgunarsveitir sinntu yfir tvö hundruð útköllum á höfuðborgarsvæðinu í dag en mun færri á landsbyggðinni. Fyrr í dag var brugðist við vegna þakplatna sem fuku af stað í Þorklákshöfn, Reykjanesbæ og á Akranesi.
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Gul viðvörun tekin við og gildir fram á miðvikudag
Gul veðurviðvörun tók gildi á suðvesturhorninu nú klukkan tvö og verður í gildi þangað til á miðvikudagsmorgun. Von er á suðvestan hvassviðri, éljum og skafrenningi. Líkur eru á eldingum vestanlands.
07.02.2022 - 16:46
Opna fjöldahjálparstöð í Súðavík
Súðavíkurhlíð var lokað vegna snjóflóðahættu klukkan þrjú. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir fjöldahjálparstöð opna síðdegis til þess að taka á móti þeim sem komast ekki leiðar sinnar til Ísafjarðar.
30.01.2022 - 16:16
Slæmt ferðaveður og snjóflóð lokar vegi á Vestfjörðum
Vestan hvassviðri gengur nú yfir landið, en samkvæmt veðurfræðingi náði það líklega hápunkti upp úr hádegi. Dimm él hafa verið vestantil á landinu ásamt hvassviðri sem hefur raskað samgöngum. Snjóflóð féll í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokaði þar vegi.
30.01.2022 - 13:16
Gul viðvörun vestanvert á landinu frá klukkan tíu
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu í fyrramálið og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna.
Gul viðvörun til hádegis
Gul veðurviðvörun er enn í gildi fyrir Austurland að Glettingi þar sem geisar vestan- og norðvestan stormur og hríð. Á austfjörðum er vestan stormur eða rok og þar er gul viðvörun Veðurstofunnar í gildi til hádegis, sömuleiðis á suðausturlandi og á miðhálendinu.
29.01.2022 - 08:18
Þakplötur fuku og bíll fór út af vegi
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvisvar í nótt, þegar í gildi voru gular veðurviðvaranir vegna suðvestanstorms sem gekk yfir landið.
12.01.2022 - 09:06
Hvasst í dag og fimmta gula veðurviðvörun ársins
Það verður hvasst víða um land í dag og suðvestan stormur gengur yfir landið norðvestanvert. Gul viðvörun tekur gildi um hádegi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Norðurland vestra. Þetta er fimmta gula veðurviðvörun Veðurstofunnar frá áramótum.
12.01.2022 - 08:38
Suðvestan hvassviðri eða stormur og él
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir, norðurland vestra og Suðurland.
12.01.2022 - 01:28
„Hreinræktað skítaveður fram undan“
Það er „hreinræktað skítaveður fram undan“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, sem birt var á Facebook síðu þeirra í dag. Veðurstofan spáir suðaustanstormi með 18-25 metrum á sekúndu. Hviður gætu orðið allt að 40 metrar á sekúndu við fjöll.
09.01.2022 - 15:41
Gul veðurviðvörun suðvestanlands tekur gildi í nótt
Veðurstofan hefur gefið út gulaveðurviðvörun vegna austanstorms sem gengur yfir suðvestur og suðurhluta landsins í nótt. Veðrið verður að mestu gengið niður fyrir klukkan níu í fyrramálið.
07.01.2022 - 21:48
Covid-sýnataka frestast vegna veðurs
Ekkert verður af áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun vegna mjög slæmrar veðurspár. Gul veðurviðvörun vegna norðvestan storms eða roks gildir á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum þar til síðdegis á morgun.
Gul veðurviðvörun
Norðvestan stormur eða rok sunnan lands og austan
Gul veðurviðvörun gildir á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum þar til síðdegis á morgun. Það gengur í norðvestan storm eða rok 20-28 metra á sekúndu austan til á landinu.
03.01.2022 - 00:14