Færslur: Gul viðvörun

Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Nokkur útköll á Snæfellsnesi vegna veðurs
Suðaustan hvassviðri hefur gengið yfir vesturhluta landsins í dag. Björgunarsveit Landsbjargar hefur nú þegar sinnt nokkrum útköllum í tengslum við veðrið í kvöld á Snæfellsnesi.
04.09.2021 - 22:53
Gul viðvörun í kvöld á Suðausturlandi
Framundan eru fremur mildir sunnanvindar með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Hægari vindar og bjartvirði norðaustan til á landinu.
Gul viðvörun á Ströndum og um allt Norðurland
Veðurstofan spáir sunnan og suðvestan 5-13 metrum á sekúndu víða en hvassara, 13-23 við fjöll sunnan Vatnajökuls og norðan til á landinu. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld fyrir Strandir og Norðurland.
30.06.2021 - 07:13
Suðaustanáttin ríkir áfram um helgina
Mjög hefur dregið úr veðurhæðinni sem ríkti í gær en gul veðurviðvörun er þó enn í gildi fyrir miðhálendið. Skýjað verður að mestu og sums staðar má búast við dálítilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Bjartviðri og þurrt verður norðaustanlands. Því er áfram nokkur hætta á gróðureldum einkum norðantil.
29.05.2021 - 08:08
Gul viðvörun vegna norðanhríðar nyrðra og eystra
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna yfirvofandi norðanhríðar á Ströndum, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Spáð er norðankalda eða stinningskalda, 10 - 18 metrum á sekúndu með skafrenningi og éljagangi, sem spilla skyggni og færð, einkum á fjallvegum.
Varað við stormi á Norðausturlandi
Ákveðin sunnanátt er ríkjandi með rigningu eða súld og hlýindum í morgunsárið, en þurrt að mestu fyrir norðan og austan. Síðdegis bætir í vind og vætu.
03.01.2021 - 07:15
Gul stormviðvörun um allt land - úrhelli á Seyðisfirði
Gular veðurviðvaranir ganga í gildi í flestum landshlutum á miðnætti og í fyrramálið í þeim landshlutum sem út af standa, vegna norðan storms og jafnvel roks. Á landinu norðanverðu, allt frá Vestfjörðum til Austfjarða, fylgir þessu töluverð úrkoma, rigning á láglendi en hríð þegar ofar dregur, sem spillir færð og skyggni, sérstaklega á fjallvegum. Á Seyðis- og Eskifirði má búast við 15 - 20 millimetrum af rigningu á um það bil sex tímum, segir á vef Veðurstofunnar.
26.12.2020 - 23:21
Norðanstormur og gul viðvörun á landsvísu
Veðurstofan spáir nokkuð ofsafengnu veðri á landinu á morgun. Búið er að uppfæra gular viðvaranir sem taka gildi í kvöld og fram til morguns fyrir allt land og lítið ferðaveður er í kortunum.
Varað við hvassviðri á suðvesturlandi - kólnar á morgun
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á suðvesturhorni landsins í dag. Viðvörunin gildir frá hádegi til miðaftans. Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi við Faxaflóa og á Suðurlandi vestanverðu, og gildir viðvörunin líka á höfuðborgarsvæðinu. Hvassviðrinu fylgir talsverður éljagangur og búast má við snörpum vindhviðum í mestu éljahryðjunum, sem geta skapað varasöm akstursskilyrði, einkum á heiðum.
25.12.2020 - 08:44
Gul veðurviðvörun á Suðausturlandi á morgun
Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi á miðnætti í kvöld og verður í gildi þar til á miðnætti annað kvöld. Veðurstofan spáir norðaustanátt 18-25 m/s. Hvassast verður í Öræfum og í Mýrdal, þar sem búast má við vindhviðum allt að 35-40 m/s. Varasamt er að ferðast með ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindum.
13.12.2020 - 16:04
Frostið verður 14 stig í dag — 20 stig á morgun
Allt að 14 stiga frost verður á landinu í dag og á morgun er spáð allt að 20 stiga frosti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendið. Þar er varað við slæmri færð og fólk hvatt til að sýna aðgát.
04.12.2020 - 06:36
Veðurviðvaranir um allt land
Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið í dag nema á Suðausturlandi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi til hádegis á morgun. Norðan stormi, norðan hvassviðri eða norðan hríðarveðri er spáð alls staðar á landinu í dag og á morgun og allt að 12 stiga frosti. Víða er takmarkað skyggni og slæm færð.
Gul viðvörun um allt land
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun um allt land. Spáð er norðanstormi eða norðanhvassviðri og misjafnt er eftir landshlutum hvenær dagsins viðvörunin tekur gildi. Fólk er beðið um að tryggja lausamuni og víða er búist við lélegum akstursskilyrðum og slæmu skyggni.
02.12.2020 - 06:24
Auðskilið mál
Vont veður á mestöllu landinu í kvöld og á morgun
Veðrið fer að versna um mestallt landið í dag og í kvöld. Veðrið verður vont fram á miðnætti annað kvöld.
25.11.2020 - 12:02
Gular viðvaranir um mestallt land á morgun og hinn
Veðurstofa Ísland hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn og fimmtudaginn fyrir mestallt landið; á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Miðhálendinu, Ströndum og Norðurlandi vestra.
24.11.2020 - 22:09
Gul stormviðvörun tekur gildi klukkan 11 á Suðurlandi
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og verður hún í gildi klukkan 11 til 17 í dag. Spáð er austan hvassviðri eða stormi undir Eyjafjöllum,18-23 metrum á sekúndu með hviðum um 35 m/s, en hægari vindi annars staðar á spásvæðinu. Veðurstofa varar við akstri ökutækja sem eru viðkvæm fyrir vindi.
12.11.2020 - 07:26
Víða suðvestan hvassviðri eða stormur
Veðurstofa Íslands varar við að víða verður suðvestan hvassviðri eða stormur eftir hádegi og sums staðar rok þegar alldjúp lægð fer norðaustur fyrir vestan land í dag.
05.11.2020 - 07:38
Gul veðurviðvörun um mest allt land
Veðurstofa Íslands varar við suðvestan hvassviðri eða stormi víða á landinu í dag og aftur eftir hádegi. Því eru gular veðurviðvaranir um land allt að undanskildu Suðurlandi.
04.11.2020 - 13:33
Vindhviður geta náð allt að 45 m/s í engu ferðaveðri
Varað er við norðvestan roki á Austfjörðum sem nær hámarki um og upp úr hádegi í dag. Vindhviður geta náð allt að 45 metrum á sekúndu í Borgarfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og víðar. Þar er ekkert ferðaveður á meðan gul veðurviðvörun er í gildi – til 20 í kvöld.
03.11.2020 - 11:31
Gul viðvörun vegna austan storms
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna austan storms á Suðurlandi undir Eyjafjöllum og á Suðausturlandi, einkum í Öræfum og Mýrdal, í kvöld og í nótt. Spáð er austan 18-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s. Ökumönnum á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind er bent á að fara varlega.
22.10.2020 - 09:43
Tvær gular viðvaranir taka gildi í kvöld
Gular viðvaranir taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í kvöld og á Austfjörðum klukkan 21. Á báðum landsvæðum er talsverð rigning og búist við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.
Viðvaranir á norðaustanverðu landinu og miðhálendinu
Gular vindviðvaranir eru nú í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á miðhálendinu. Seinna í kvöld tekur einnig gildi gul viðvörun á Austfjörðum.
20.09.2020 - 18:16
Lægð nálgast landið
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og smá skúrum í dag. Hægt vaxandi vindi úr norðaustri og rigningu sunnan og austan til seinni partinn. Búast má við norðan og norðaustan 9-15 m/s síðdegis, hvassast norðvestan til, og 8-13 m/s á Vestfjörðum.
02.09.2020 - 06:37