Færslur: Gul viðvörun

Lægð nálgast landið
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og smá skúrum í dag. Hægt vaxandi vindi úr norðaustri og rigningu sunnan og austan til seinni partinn. Búast má við norðan og norðaustan 9-15 m/s síðdegis, hvassast norðvestan til, og 8-13 m/s á Vestfjörðum.
02.09.2020 - 06:37
Gul viðvörun á morgun
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland á morgun. Hún er í gildi frá klukkan 2 aðra nótt til klukkan 16 síðdegis og búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, meðal annars undir Öræfajökli og við Reynisfjall.
30.07.2020 - 06:23
Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland. Viðvörunin er í gildi frá 12 til 20 í dag. Í landshlutunum er allhvöss norðvestanátt og hviður geta farið yfir 20 metra á sekúndu.
27.07.2020 - 13:22
Vindur hvass og hviðóttur fram eftir kvöldi
Á Siglufirði hefur úrkoman síðasta sólarhringinn mælst 117 mm og á Flateyri hefur hún mælst 91,7 mm. Veðurstofan gaf nú undir kvöld út gula viðvörun fyrir suðuausturland á morgun. Búast má við allhvassri vestanátt austan Öræfa. Þar getur vindur farið yfir 25 m/s í hviðum og er slíkt varasamt fyrir  ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Myndskeið
Gul viðvörun í kvöld, nótt og á morgun
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og miðhálendi. Spáð er allhvössum eða hvössum vindi á hálendinu í kvöld og nótt, og á norðvestanverðu landinu á morgun. Þessu fylgir talsverð rigning sunnan- og vestanlands og mikil úrkoma á Vestfjörðum og Ströndum á morgun með auknum líkum á flóðum og skriðuföllum.
15.07.2020 - 22:12
Gul viðvörun á SA-landi frá miðnætti
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna snarpra vindhviða austan Öræfa frá miðnætti í kvöld og fram að hádegi á morgun, mánudaginn 6. júlí.
Gular viðvaranir fyrir norðan og austan
Gular viðvaranir taka gildi á norðan- og austanverðu landinu um miðnættið í nótt og verða í gildi til klukkan 8 annað kvöld. Miklar líkur eru á því að vegir teppist. Þorsteinn V Jónsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir að vetrarveður verði áfram þessa viku og næstu helgi og hávetur á Íslandi þó svo komið sé fram í mars.
10.03.2020 - 15:13
Gul viðvörun í gildi á morgun
Gul viðvörun tekur gildi seinni part dags á morgun fyrir Suðausturland, Austurland og Norðurland Eystra vegna suðvestanstorms. Viðvörunin er í gildi fram eftir kvöldi. Veðurstofan biður íbúa um að huga að lausamunum utandyra og ökumenn um að fara varlega. 
26.12.2019 - 15:52