Færslur: Gugusar

Útvarpsfrétt
Iceland Airwaves snýr aftur eftir 2ja ára covid-hlé
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur í haust eftir tveggja ára hlé. Í dag var tilkynnt um fjórtán tónlistarmenn og hljómsveitir sem spila á hátíðinni. Viðburðarstjóri segir Iceland Airwaves skipta miklu máli fyrir tónlistarmenn.
23.03.2022 - 17:45
Hljómskálinn
„Datt ekki í hug að einhver myndi hlusta á þetta“ 
Íslenski tónlistarbransinn er uppfullur af dívum sem þýðir einfaldlega að fagmennskan er höfð í fyrirrúmi. Tónlistarkonan unga, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir eða Gugusar, hefur fengið góðar viðtökur. Hún hefur þó rekist á veggi vegna aldurs og kyns.
30.01.2022 - 14:00
Menningin
Björtustu vonum íslenskrar tónlistar komið á óvart
Tónlistarfólkið sem bar sigur úr býtum sem björtustu vonirnar á Íslensku tónlistarverðlaununum fékk forskot á sæluna en verðlaunahátíðin fer fram á laugardag. Gugusar, Steiney Sigurðardóttir og Laufey Lín Jónsdóttir hljóta verðlaunin.
Undirtónar
Aðeins sextán ára að slá í gegn
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, sem kemur fram undir listamannsnafninu gugusar, söng í fyrsta sinn í hljóðnema á Músíktilraunum 2019 en var valin rafheili keppninnar. Hún hefur gefið út lag með tónlistarmanninum Auður og plötuna Listen to this twice sem hlaut einróma lof gagnrýnenda.
27.11.2020 - 11:30
Menningin
Hlustið tvisvar á þetta
„Persónulega get ég aldrei sest niður og hugsað  „ok, nú ætla ég að semja svona lag,“ það virkar ekki þannig,“ segir tónlistarkonan Gugusar. Hún er 16 ára gömul og gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Listen to this twice. 
19.04.2020 - 11:04