Færslur: Guðrún Eva Mínervudóttir

„Kom mér óvart upp akademíu í bakgarðinum“
Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur breytti smáhýsum í bakgarðinum hjá sér, sem hún hefur leigt út til ferðamanna, í athvarf fyrir aðra rithöfunda.
Nærmynd
Portrett af skáldkonu
Í upphafi þessa árs hlaut Guðrún Eva Mínervudóttir viðurkenningu Rithöfundarsjóðs Ríkisútvarpsins fyrir höfundarverk sitt. Í þættinum er litið yfir feril Guðrúnar Evu og dregin upp mynd af höfundi í samvinnu við hana sjálfa, hennar nánustu og heimabæinn, Hveragerði. Dagskrárgerð: Halla Harðardóttir.
Portrett af skáldkonu
Óvissuferð með Guðrúnu Evu um páskana
Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur verður í nærmynd í sérstökum þætti á Rás 1 um páskana.
Viðtal
Skilaði bílprófinu og tekur strætó úr skáldabænum
„Ég þurfti að taka strætó sem fór 9:08,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir sem kom alla leiðina úr Hveragerði í viðtal í Morgunkaffið á laugardagsmorgni. „En þetta átti ekki að hljóma svona mæðulega, ég elska að taka strætó. Á heyrnatól sem útiloka utanaðkomandi hávaða og þetta eru bara bestu stundirnar,“ bætir hún við en hún hlustar oft á tónlist eða hlaðvörp á leiðinni.
Viðtal
Ekki til neitt sem heitir venjulegt fólk
Við lesum til að komast undir yfirborðið hjá fólki, segir Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. „Í rauninni ef þú ert með persónur í bók sem eru fyrirlitlegar eða grunnar, þá ertu ekki að vinna vinnuna.“
Gagnrýni
Djúp saga skrifuð af mikilli næmni
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að Guðrúnu Evu Mínervudóttur takist að segja stóra sögu af fádæma næmni og léttleika í nýjustu skáldsögu sinni.
Viðtal
Ný skáldsaga í skógi í Hveragerði
Einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar, Guðrún Eva Mínervudóttir, er tilbúin með fyrstu drög að glænýrri skáldsögu sem gæti litið dagsins ljós strax í haust. Henni er annt um náttúruna og frelsið, og hún hefur trú á borgaralaunum.
Guðrún, Auður og Kristín fá Fjöruverðlaun
Smásagnasafn Guðrúnar Evu Mínervudóttur, fræðibók Auðar Jónsdóttur, Báru Huldar Beck og Steinunnar Stefánsdóttur og barnabók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fá Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna – í ár.
Viðtal
Þar sem hvert einasta orð skiptir máli
Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, smásagnasafnið Ástin Texas. Hún segist hafa verið gift skáldsagnaforminu undanfarin tuttugu ár og hafi fundið þörf fyrir því að vinna í knappari frásögnum. „Þar sem maður gæti farið beint í stemninguna og dýptina og þyrfti ekki að vera að plotta mikið.“
Karnivalískur draumaheimur
„Texti Guðrúnar Evu stekkur úr því að lýsa því minnsta, baunaspírum og veggfóðri, yfir í hið stóra, mannkynssöguna alla og voðaverk mannskepnunnar,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir gagnrýnandi Víðsjár um nýjustu skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skegg Raspútíns.
Eva og Ljúba, kærleikur þeirra, von og trú
Guðrún Eva Mínervudóttir hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Skegg Raspútíns. Þetta er saga um tvær konur og mennina þeirra, um garðrækt, skiptihagkerfi, brjálað partý og auðvitað um Raspútín.