Færslur: Guðni Th. Jóhannesson

Forsetinn sendi Selfyssingum hamingjuóskir
Guðni Th. Jóhannesson óskaði Selfossi hjartanlega til hamingju með sigurinn gegn liði Hauka í handbolta þar sem þeir unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill. Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss er bróðir forsetans.
Guðni hitti Alex Ferguson í Manchester
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra enska liðsins Manchester United, um síðustu helgi. Guðni var ásamt fjölskyldu sinni á Old Trafford-leikvanginum um helgina þegar United gerði jafntefli við Liverpool.
01.03.2019 - 10:26
Forsetinn nokkuð frá sínu besta
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í mark í hálfmaraþoni í morgun á tímanum 1:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálfmaraþon og hann hefur oft verið fljótari. Ekki er nema vika síðan Guðni hljóp 21 kílómetra í Jökulsárhlaupinu.
Guðni forseti mætti í sjö ára afmæli Karólínu
Karólína Björt Steinþórsdóttir varð sjö ára á laugardaginn og hélt af því tilefni afmælisboð að heimili sínu á Djúpavogi. Fjölskylda og vinir fögnuðu með Karólínu en að auki bar að garði sérlegan heiðursgest, forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson.
16.07.2018 - 17:36
Fyrsta Íslandsheimsóknin var á Snæfellsnes
„Guðni sótti mig upp á flugvöll seint um kvöldið og keyrði mig reyndar strax á Snæfellsnes,“ segir Eliza Reid forsetafrú um fyrstu Íslandsheimsóknina. Hún kom fyrst til landsins árið 1999 dvaldi parið mest á Snæfellsnesi í það skiptið.
17.06.2018 - 16:00
Bað um humar með ást
„Hann var ekki alveg viss um hvernig hann átti að svara þessu!“ segir Eliza Reid forsetafrú um viðbrögð Patreks Jóhannessonar við eftirminnilegum tungumálamisskilningi sem átti sér stað á Humarhúsinu árið 1999.
15.06.2018 - 10:22
Ávarp forseta Íslands
Nýársávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.
01.01.2018 - 13:02
Guðni hefur gefið launahækkunina í meira en ár
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur gefið samtals tæpar fjórar milljónir króna af launum sínum til góðgerðarmála frá því laun hans voru hækkuð með úrskurði kjararáðs í nóvember í fyrra.
22.12.2017 - 12:04
Guðni heimsótti fimm þúsund manna skátamót
Alþjóðlega skátamótið náði hápunkti á Úlfljótsvatni í dag með heilmikilli fjölmenningardagskrá og karnivalstemningu. Forseti Íslands, verndari skátahreyfingarinnar, kíkti á sitt fyrsta skátamót og er ánægður með starf skátanna.
30.07.2017 - 18:41
„En svo fór ég í framboð“ - ræða forseta
Það er ekki endilega gott veganesti í forsetaframboði að hafa fjallað með gagnrýnum hætti um Íslandssöguna, sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og áður prófessor í sagnfræði, í ræðu sem hann hélt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands í dag.
10.03.2017 - 16:51
Guðni fékk gefins Andrésblað frá 1968
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sent Andrésblað - á dönsku - frá Danmörku eftir að hafa fjallað í ræðu hjá Danadrottningu um hvernig hann hefði sem barn lesið slík blöð á dönsku. Blaðið var eintak sem var gefið út 25. júní 1968, degi fyrir fæðingardag forsetans.
01.02.2017 - 14:50
Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð að nýju
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur að nýju falið Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, umboð til að mynda ríkisstjórn.
30.12.2016 - 17:12
Opna jólagjafirnar á jóladag á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir það hafa komið á óvart hversu mikla athygli atferli forseta fær. Hann vilji þó eftir sem áður koma til dyranna eins og hann er klæddur. Fyrsta jólahald forsetafjölskyldunnar á Bessastöðum verður með kanadískum blæ.
24.12.2016 - 13:13
Guðni hitti Sérfræðingana
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti samtökin Specialisterne. Á þessu ári eru fimm ár síðan Specialisterne á Íslandi hófu starfsemi sína en þau vinna að því að auka atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófinu. Samtökin hafa hjálpað vel á annað hundrað manns að ná árangri í því að nýta hæfileika sína á vinnumarkaðnum og ná öðrum markmiðum í lífi sínu. Á þriðja tug þeirra hafa fengið launaða vinnu auk þess sem margir hafa snúið sér að námi.
27.10.2016 - 23:01
Guðni skipti Sørensen út fyrir Kjarval
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt sinn fyrsta ríkisráðsfund í dag. Á Facebook-síðu sinni segir hann að allt hafi gengið þokkalega, þótt hann segi sjálfur frá. Hann flutti stutt ávarp og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra svaraði með árnaðaróskum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ólöf Nordal gat ekki setið fundinn þar sem hún er á sjúkrahúsi og sendir Guðni henni sínar bestu bataóskir.
21.10.2016 - 21:20
Fyrsti ríkisráðsfundur Guðna í dag
Ríkisráð kom saman klukkan tvö í dag, en þetta var fyrsti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Á fundinum voru endurstaðfest lög frá Alþingi frá því að síðasti ríkisráðsfundur var haldinn. Tímasetning fundarins í dag helgaðist af því að stefnt hafði verið að ríkisráðsfundi fyrir kosningar, en gera má ráð fyrir að næstu ríkisráðsfundir verði haldnir að lokinni ríkisstjórnarmyndun eftir alþingiskosningarnar um næstu helgi.
21.10.2016 - 16:34
Fátæktarteikning hengd upp á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær á móti fulltrúum félagasamtaka á Alþjóðadegi gegn fátækt. Sá dagur hefur að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna verið helgaður útrýmingu fátæktar. Guðni tók á móti teikningu sem sýnir fátækt með augum stúlku úr 3. bekk skóla hér á landi. Guðni segir að teikningin verði uppi á Bessastöðum. Nemendur úr 3. bekk á Íslandi fengu það verkefnið fyrir skemmstu að sjá fyrir sér og teikna fátækt í hinum ýmsu myndum. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
18.10.2016 - 15:52
Var búinn að jafna sig þegar hann hitti Guðna
Guðni Th. Jóhannesson fundaði með mörgum erlendum framámönnum um helgina. Á laugardag hitti hann Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og á föstudag Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. Guðni segir á Facebook-síðu sinni að báðir þessir leiðtogar hafi verið eftirminnilegir og öflugir.
10.10.2016 - 07:10
Fimmtán prósent telja Guðna sameiningartákn
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR telja um 15 prósent landsmanna að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sé sameiningartákn fyrir íslensku þjóðina. Spurt var hvort einhver ákveðin einstaklingur gæti talist sameiningartákn. Langflestir eða um 70 prósent töldu að enginn einn einstaklingur gæti talist sameiningartákn. Könnunin var framkvæmd dagana 20. til 26. september 2016 og var heildarfjöldi svarenda 985 einstaklingar, 18 ára og eldri.
07.10.2016 - 11:18
Forsetinn fluttur á Bessastaði
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er fluttur á Bessastaði eftir tæplega tvo mánuði í embætti. Hann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni.
30.09.2016 - 10:14
Nýr vefur forseta kosti fimm milljónir
Embætti forseta Íslands hefur óskað eftir 10 milljóna króna framlagi vegna kostnaðar í tengslum við embættistöku Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands. Fyrirhugað er að helmingi þess framlags verði varið í uppfæra vef forsetaembættisins.
22.09.2016 - 07:35
Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók víkingaklappið fræga á Bessastöðum í dag með grænlenskum skólabörnum. Guðni og Eliza, eiginkona hans, tóku á móti börnunum sem eru hér á landi við leik og nám.
05.09.2016 - 22:40
Guðni sendir Gullmundi kveðju
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í gær heillaóskir til handboltaþjálfaranna Dags Sigurðssonar, Guðmundar Þ. Guðmundssonar og Þóris Hergeirssonar. Tilefnið var góður árangur liða sem þeir þjálfuðu á Ólympíuleikunum í Ríó.
24.08.2016 - 12:09
Forsetinn ætlar að svara almenningi á Facebook
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti rétt í þessu að embætti forseta Íslands væri komið með sérstaka síðu á Facebook. Hann segist ætla að birta þar tilkynningar og fregnir af embættinu. Guðni segist ætla að gera sitt besta í að svara öllum spurningum eða ábendingum sem kunna að berast. Hann geti þó ekki lofað því þar sem dagskrá hans verði þéttskipuð.
08.08.2016 - 17:18
„Vonandi fáum við homma í karlalandslið“
Guðni Th. Jóhannesson braut blað í sögu forsetaembættisins þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til að ávarpa gesti Gleðigöngunnar. Guðni hafði lofað að vera klæddur í viðeigandi föt þótt þau kæmu ekki úr fataskápi Páls Óskars. Og stóð við þau orð, var með bindi í regnbogalitunum. Hann gerði fordóma gegn hinsegin fólki í íþróttum að umtalsefni og sagði að fagna ætti frelsinu - ástfrelsinu - þar sem fólk gæti komið út úr skápnum án þess að eiga á hættu útskúfun eða líkamlegt ofbeldi.
06.08.2016 - 16:52