Færslur: guðmundur ingi guðbrandsson

Segir brottvísunina þá ógeðfelldustu í Íslandssögunni
Hart var tekist á um flóttamannamál í upphafi þingfundar í dag. Þrír þingmenn spurðu þrjá ráðherra um brottvísun tæplega 300 einstaklinga sem stendur til að vísa úr landi og senda til Grikklands.
Fólk með skerta starfsgetu fær aukinn stuðning
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Vinnumálastofnun 18,5 milljón króna styrk til að vinna markvisst að því að auka stuðning og fjölga starfstækifærum sem lið í að gera íslenskan vinnumarkað aðgengilegan öllum.
Kærir ríkið vegna ólögmætrar ákvörðunar ráðherra
Guðrún Reykdal, sem starfað hefur hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um árabil, meðal annars sem settur framkvæmdastjóri um hartnær tveggja ára skeið, hefur stefnt íslenska ríkinu, sem hún telur hafa brotið á sér þegar skipaður var nýr forstjóri stofnunarinnar. Krefst hún 27 milljóna króna í bætur.
Hjálparstarfi kirkjunnar veittur 10 milljóna styrkur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað tíu milljón króna styrk til Hjálparstarfs kirkjunnar. Meginmarkmiðið er efla félagslega þjónustu við þau sem nýta sér þjónustu hjálparstarfsins.
Vildi sjálfur klára friðlýsinguna fyrir lyklaskipti
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra lagði áherslu á það við Umhverfisstofnun að gengið yrði frá friðlýsingu jarðarinnar Dranga í Árneshreppi áður en hann léti af embætti umhverfisráðherra. Oddviti Árneshrepps segir ólíklegt  að friðlýsingin hafi áhrif á fyrirætlanir um Hvalárvirkjun.
Flottar áætlanir en oft skortir eftirfylgni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur að Íslendingar geti lært af öðrum þjóðum hvernig á að haga stefnumótun í umhverfismálum og eftirfylgni með aðgerðum. Áttundi dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir en henni lýkur um næstu helgi.
Spegillinn
Langtímasýn á leiðir til kolefnishlutleysis
Markaðar eru nokkrar mismunandi leiðir í átt að kolefnishlutleysi í skýrslu sem íslensk stjórnvöld skiluðu til Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna í dag. Það er gert í aðdraganda loftslagsfundarins sem hefst í Glasgow á Skotlandi um helgina. Fjórðungur ríkjanna sem taka þátt í fundinum þar hafa skilað slíkri skýrslu.
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
Lundey í Kollafirði friðlýst
Friðlýsing Lundeyjar í Kollafirði var undirrituð í Viðey í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis-og auðlindaráðherra. Lundey liggur í Kollafirði á milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi. Hún er önnur eyjan í Kollafirði til þess að verða friðlýst á eftir Akurey sem var friðlýst í maí 2019.
08.06.2021 - 19:20
Guðmundur Ingi stefnir á efsta sæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Lagabreyting styttir umsagnartíma friðlýsingaráforma
Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á náttúruverndarlögum sem heimilar umhverfisráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna. Slíkri kortlagningu er ætlað að vera til upplýsingar fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun.
Vill auka rannsóknir á loftslagbreytingum og skriðum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að rannsaka enn frekar möguleg tengsl loftslagsbreytinga og hlýnandi veðurs og skriðufalla á Íslandi. Hann vill efla allar rannsóknir tengdar skriðum enn frekar. Hann fagnar þeim einum komma sex 1,6 milljörðum króna sem árlega fara nú aukalega í Ofanflóðasjóð. Það geti flýtt gerð varnargarða í íbúðabyggð um 20 ár og þeir yrðu tilbúnir um 2030.
Milljarða þarf til að standa við Kýótó-bókunina
Umhverfisstofnun álítur að Ísland þurfi að kaupa heimildir fyrir sem nemur fjórum milljónum CO2 ígíldistonna þar sem ekki hefur tekist að standa við skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar.
Ekki þarf veiðikort til músaveiða innandyra
Verði frumvarp um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra að lögum verða allar veiðar á villtum fuglum og dýrum að vera sjálfbærar og lúta veiðistjórnun. Óheimilt verður að veiða ófleyga unga og ekki má veiða aðra fugla en lunda í háf. 
Viðtal
„Það verður allt, allt annað að taka við af okkur“
Drög að skýrslu um stjórnsýslu loftslagsmála eru ekki áfellisdómur heldur leiðarljós. Þetta er mat umhverfisráðherra. Þegar hafi verið brugðist við hluta gagnrýninnar í drögunum. Loftslagsráð bað Capacent að vinna skýrsluna en ráðherra pantaði hana. Loftslagsráð á nefnilega bæði að veita stjórnvöldum aðhald og vinna verkefni fyrir ráðherra, þetta tvöfalda hlutverk ráðsins er eitt af fjölmörgum atriðum sem var gagnrýnt í skýrsludrögunum.
Fátt meira viðeigandi á 17. júní en að friða Geysi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Með undirrituninni er Geysir, innan marka jarðarinnar Laugar, friðlýstur sem náttúruvætti. Ráðherra sagði að fátt væri meira viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið.
Viðtal
Leggjast yfir áætlanir og reyna að flýta uppbyggingu
Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, finnst skjóta skökku við að gjald sé innheimt í ákveðnum tilgangi en hluti þess svo notaður í eitthvað annað. Þeir ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að reyna að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Vonar að flugeldahópur skili í janúar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að það fjölgi í hópi þeirra sem telji að grípa þurfi til aðgerða vegna mikillar mengunar af völdum flugelda.