Færslur: Grjóthrun

Gul viðvörun fyrir norðan — „Töluvert vosbúðarverður“
Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og - eystra vegna úrhellisrigninga. Ár gætu flætt yfir bakka sína auk þess sem varað er við grjóthruni og skriðum. Veðurfræðingur hvetur fólk til að bíða með tjaldútilegur á svæðinu.
03.08.2022 - 13:22
Vatnavextir og auknar líkur á grjóthruni
Öflugur úrkomubakki gengur inn á norðanvert landið og útlit er fyrir norðan 8 til 15 metra með talsverðri eða mikilli rigningu á Norður- og Austurlandi.
03.08.2022 - 07:02
Innlent · Veður · Innlent · veður · Vatnavextir · Grjóthrun · Úrkoma
Skriðuhætta við Siglufjarðarveg
Hætta er á grjótskriðum á Siglufjarðarvegi, frá Mánaskriðum og norður að Strákagöngum vegna mikillar úrkomu. Vegagerðin biður ökumenn sem eiga leið um svæðið að aka með gát.
30.10.2021 - 16:30
Vara við skriðuföllum á vestanverðu landinu
Hætt er við grjóthruni og skriðuföllum á vestanverðu landinu í dag og fram á nótt. Ekki er talin vera hætta í byggð en Veðurstofan fylgist með aðstæðum.
24.12.2020 - 14:21
Skriður féllu víða um helgina 
Skriður féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í óveðrinu um helgina. Veðurstofan og Vegagerðin höfðu varað við hættu á skriðum og grjóthruni á vegum og ráðið vegfarendum frá því að ferðast um tiltekna fjallvegi. 
20.07.2020 - 15:23
Lögregla varar við grjóthruni á Vestfjörðum
Lögreglan á Vestfjörðum varar göngufólk við grjóthruni úr fjalllendi, einkum á norðanverðu svæðinu, en þar er snjór nú að losna úr giljum og getur valdið hruni.
11.07.2020 - 15:10
Grjóthrunið í Esju líklega af mannavöldum
Grjóthrun í Esju yfir göngustíg þar sem fólk var á ferð í gær varð líklega af mannavöldum, segir jarðverkfræðingur. Göngufólk átti sig ekki á því að litlir steinar sem falli undan því geti komið skriðum af stað. 
06.07.2020 - 12:43
Tvær konur sluppu naumlega undan grjótskriðu í Esjunni
Á ellefta tímanum í morgun sluppu tvær konur naumlega undan stórri grjótskriðu sem féll í Esjunni. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsl. Lögregla metur nú hvort setja eigi varúðarmerkingar á svæðið.
05.07.2020 - 14:50
Hafa áhyggjur af göngufólki á Norðurlandi
„Við vitum að það er mikið af ferðafólki og gönguhópum á Tröllaskaga,“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Margar tilkynningar bárust Veðurstofunni í gærkvöldi eftir skjálftann um grjóthrun og skriður nyrst á skaganum.
21.06.2020 - 13:00
Myndskeið
Grjót hrundi úr hlíðum á Tröllaskaga
Grjóthrun varð víða í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varð um hálf átta í kvöld. Almannavarnir og lögregla biðla til fólks að sýna aðgát í grennd við brattar hlíðar. Eins geti óstöðugar brúnir við sjávarhamra losnað.
20.06.2020 - 21:48