Færslur: grímuskylda
Kirkjuklukkum hringt til að minnast látinna
Bjöllur dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Washington höfuðborg Bandaríkjanna gullu þúsund sinnum í gær. Hver sláttur táknaði þúsund andlát af völdum COVID-19 í landinu. Nærri milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum.
10.05.2022 - 04:30
Grímuskylda dæmd ólögmæt og er úr sögunni
Dómari við alríkisdómstól í Flórídaríki í Bandaríkjunum úrskurðaði á mánudag að reglugerð sem kveður á um grímuskyldu í flugvélum, lestum og öðrum almenningssamgöngum stæðist ekki lög og að hún félli þar með úr gildi. Ekki er liðin vika síðan heilbrigðisyfirvöld vestra framlengdu gildistíma reglugerðarinnar til 15. maí.
19.04.2022 - 04:28
Þýska þingið felldi frumvarp um skyldubólusetningu
Þýska þingið felldi í dag tillögu ríkisstjórnar Olafs Scholz kanslara um skyldubólusetningar gegn COVID-19 fyrir alla sextuga og eldri. Kanslarinn sagði í nóvember að tryggasta leiðin út úr faraldrinum væri bólusetning fyrir alla fullorðna.
07.04.2022 - 23:55
Vilja draga úr hömlum í flugi og á flugvöllum
Flugfélög og rekstraraðilar flugvalla í Evrópu fara fram á að látið verði af öllum sóttvarnartakmörkunum í innanlandsflugi. Flest lönd álfunnar hafa slakað á kröfum um að fólk sýni fram á bólusetningu eða beri grímur.
11.03.2022 - 01:25
Samkomutakmörkunum aflétt í Delí á Indlandi
Öllum samkomutakmörkunum og sóttvarnaráðstöfunum hefur verið aflétt í Delí höfuðborg Indlands. Opinberar tölur sýna að smitum af völdum omíkron-afbrigðisins hefur fækkað mjög og því tóku borgaryfirvöld þessa ákvörðun.
26.02.2022 - 07:12
Reglur um grímuskyldu endurskoðaðar í Bandaríkjunum
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti í dag viðmiðunareglum varðandi grímunotkun í þeim tilgangi að verjast Covid-smitum. Héðan í frá verður ekki lagt að Bandaríkjamönnum að setja upp grímu innandyra á opinberum stöðum.
26.02.2022 - 00:43
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
25.02.2022 - 02:17
Tvær verslanakeðjur láta af grímuskyldu
Ekki verður skylt að bera andlitsgrímu í verslunum Bónus og Krónunnar frá og með deginum í dag. Viðskiptavinir verslana eru þó hvattir til að huga að sóttvörnum og halda eins metra nálægðartakmörkum. Nýjar og rýmkaðar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti.
12.02.2022 - 05:45
Grímuskylda á almannafæri afnumin á Spáni
Til stendur að afnema grímuskyldu utandyra á Spáni 8. febrúar. Þar með lýkur ráðstöfun sem varað hefur frá því í seint í desember þegar omíkron-afbrigði veirunnar skall á af fullum þunga.
04.02.2022 - 14:15
Sjötta dauðsfallið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Sjúklingur á efri árum lést um helgina af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Því hafa sex látist af völdum sjúkdómsins þar frá því faraldurinn skall á. Strangar samkomutakmarkanir gilda í landinu.
01.02.2022 - 05:13
Samkomutakmarkanir auknar og áfengissölubanni komið á
Samkomutakmarkanir voru enn hertar á Grænlandi í gær auk þess sem tímabundið bann var sett við sölu áfengis í þremur sveitarfélögum. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu.
26.01.2022 - 04:12
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
15.01.2022 - 04:15
Áætlun B gildir áfram til að vernda heilbrigðiskerfið
Áætlun B fyrir kórónuveirufaraldurinn gildir áfram á Englandi enda fer álag á heilbrigðiskerfið þar vaxandi. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að það sé fásinna að halda að faraldurinn sé yfirstaðinn.
04.01.2022 - 04:11
Grímuskylda tekin upp fyrir ensk miðskólabörn
Nemendum í enskum miðskólum verður gert að bera andlitsgrímu meðan á kennslu stendur til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það er hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna gagnrýni á að staðkennslu er haldið til streitu á komandi misseri.
02.01.2022 - 01:51
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
01.01.2022 - 04:15
Hámarki omíkron-bylgjunnar talið náð í Suður-Afríku
Yfirvöld í Suður-Afríku fullyrða að hámarkinu sé náð í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins í landinu en þaðan bárust upplýsingar um tilvist omíkron-afbrigðisins fyrir rúmum mánuði. Ákveðið hefur verið að láta af næturlöngu útgöngubanni sem gilt hefur í landinu.
31.12.2021 - 02:44
Hjálparstarfi kirkjunnar veittur 10 milljóna styrkur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað tíu milljón króna styrk til Hjálparstarfs kirkjunnar. Meginmarkmiðið er efla félagslega þjónustu við þau sem nýta sér þjónustu hjálparstarfsins.
29.12.2021 - 03:19
Omíkron er mildara en þó ekki venjulegt kvef
Nánast hvarvetna hefur kórónuveirusmitum fjölgað mjög eftir tilkomu omíkron-afbrigðisins. Niðurstöður rannsókna sýna að því fylgi minni veikindi en fyrri afbrigðum. Þó hefur víða verið gripið til samkomutakmarkana til að hefta útbreiðsluna.
23.12.2021 - 12:00
Omíkron hægir á endurkomu starfsmanna á vinnustað
Bandarísk stórfyrirtæki neyðast til að endurmeta áætlanir sínar um að starfsfólk snúi aftur á vinnustöðvar sínar í ljósi útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
19.12.2021 - 04:12
Færeyingar herða reglur guls viðbúnaðarstigs
Grunnskólanemendur í Færeyjum fara snemma í jólafrí í ár, grímuskylda er tekin upp og dregið úr þeim fjölda sem koma má saman hverju sinni án bólusetningarvottorðs. Allt er þetta til að komast hjá að færa landið upp á rautt viðbúnaðarstig.
09.12.2021 - 17:00
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
06.12.2021 - 06:23
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel
Þúsundir íbúa Brussel höfuðborgar Belgíu mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda í dag. Það er í annað skipti á tveimur vikum sem til mótmæla kemur vegna þess í landinu.
05.12.2021 - 23:13
Grímuskylda í Danmörku eftir helgi
Meirihluti sóttvarnanefndar danska þingsins samþykkti í kvöld að tekin verði upp grímuskylda í almenningsfarartækjum og verslunum frá og með næstkomandi mánudegi.
26.11.2021 - 00:25
Óbólusettum víða meinaður aðgangur á Grænlandi
Hertar samkomutakmarkanir tóku í dag gildi í Nuuk höfuðstað Grænlands og í bænum Upernavik á norðvesturströndinni ásamt nærliggjandi svæðum. Óbólusettum verður bannað að heimsækja fjölmenna staði, allt frá veitingastöðum til íþróttahalla.
22.11.2021 - 00:16
Danir taka upp hraðpróf að nýju
Danska ríkisstjórnin ákvað í gær að taka upp hraðpróf að nýju og efla möguleika á PCR-prófum eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga aftur í landinu. Smitsjúkdómafræðingur telur ekki það ekki nægja til að stemma stigu við útbreiðslunni.
30.10.2021 - 05:35