Færslur: grímuskylda

Áfram grímuskylda í Strætó
Það verður áfram skylda að bera andlitsgrímur í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum breyta því ekki starfsemi Strætó.
WHO: Ekki tímabært að bólusettir láti grímuna falla
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að þau sem fengið hafi bóluefni við COVID-19 beri áfram grímu þar sem kórónuveirusmit eru útbreidd. Þetta tilkynnti stofnunin í dag, degi eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu að bólusettir þyrftu ekki lengur að nota grímu.
Grímuskylda utandyra á Spáni
Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar á Spáni er heldur óhresst með þá reglu að skylda verði að bera grímu alls staðar utandyra þar í landi. Þetta þýðir að á ströndinni og við sundlaugar þarf fólk að ganga með grímur, jafnvel þó að passað sé upp á að samskiptafjarlægðin sé næg. Óttast er að fjórða bylgjan skelli á þar í landi og því hefur ríkisstjórnin gripið til þessa ráðs. 
31.03.2021 - 21:58
Hertar sóttvarnarreglur hafa ekki áhrif á Strætó
Hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti hafa ekki áhrif á starfsemi Strætó. Meðal annars eru almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð undanþegnir reglu um tíu manna hámarksfjölda. 
Aðgátar þörf í tilslökunum til að komast hjá bakslagi
Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir felast. Enginn greindist innanlands með COVID-19 í gær, en 11 á landamærunum.
Myndskeið
Lögreglan rannsakar meint brot í Landakotskirkju
Lögreglan var með töluvert eftirlit við messu sem hófst klukkan sex í kvöld í Landakotskirkju eftir að meira en fimmtíu kirkjugestir voru við messu þar klukkan eitt. Hún rannsakar nú meint brot á samkomutakmörkunum í kirkjunni.
Myndskeið
Börn í 5. - 7. bekk mega vera grímulaus
Grímuskylda grunnskólabarna í 5. til 7. bekk verður afnumin frá og með miðvikudegi og tveggja metra reglan líka. Tveir nýir kórónuveirustofnar sem valdið hafa hópsýkingum tengjast Póllandi og Bretlandi.
Framvísa vottorði til að sleppa við grímuskyldu
Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fara hægt í allar tilslakanir á sóttvörnum. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á miðvikudag í næstu viku og þá getur fólk sem hefur fengið COVID-19 framvísað sérstöku vottorði til að sleppa við grímuskyldu.
14.11.2020 - 12:43
Myndskeið
Sauma og sauma og sauma
Litla saumastofan á Akureyri hefur saumað mörg hundruð grímur eftir að grímuskylda tók gildi í skólum. Saumakonurnar segja það endurspeglast í verkefnum haustsins að fólk sé búið að vera heima að taka til í fataskápunum.
10.11.2020 - 08:47
Myndskeið
Hvorki tveggja metra regla né grímuskylda í strætó
„Þó við höfum notað orðið grímuskylda þá var nú ekki meiningin að gera þetta að skyldu,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, um tilkynningu sem Strætó sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni kom fram að farþegum yrði skylt að bera grímur í strætó.
Myndskeið
Svona á að nota grímur
Margir ruku út í búð strax eftir blaðamannafundinn í dag til að kaupa sér grímu. Sums staðar þurfti að kalla út auka mannskap til að afgreiða grímurnar. Sérfræðingur hjá sóttvarnalækni segir þó að tveggja metra reglan sé aðalatriðið. Grímur eigi bara að nota þar sem ekki sé unnt að halda tveggja metra fjarlægð. Þegar gríman er orðin rök verði að henda henni og fá sér nýja.