Færslur: Grímur

Vonar að hægt verði að sleppa grímum í júní eða júlí
Sóttvarnalæknir vill ekki afnema grímunotkun bólusettra eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum. Hann vonar að hægt verði að slaka almennt á grímunotkun í júní eða júlí en þá ættu sex til sjö af hverjum tíu að hafa verið bólusett. Nokkur dæmi eru um að smit hafi greinst hjá bólusettu fólki hérlendis, segir sóttvarnalæknir.
Myndskeið
Mengun og brot á sóttvarnareglum á nýársnótt
Margir virtust gleyma samkomutakmörkunum á nýársnótt. Við Hallgrímskirkju var fjölmenni og margir grímulausir. Svifryksmengun fór í hæstu hæðir á höfuðborgarsvæðinu. Marga sveið í háls og augu, til dæmis loftgæðasérfræðing Umhverfisstofnunar. 
„Glatað“ að óska eftir óþarfa undanþágu frá grímuskyldu
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það glatað að fólk skuli óska eftir því við lækna að fá vottorð til að fá undanþágu frá grímuskyldu án þess að þurfa raunverulega á því að halda. Stundin fjallaði í gær um umræðu í Facebook-hópnum Coviðspyrnan um það hvernig hægt væri að verða sér úti um vottorð til að komast undan grímuskyldu.
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Myndskeið
Óþægilegt að vera með grímu í skólanum
Ellefu ára nemendur í Álftamýrarskóla eru sammála um að óþægilegt sé að vera með grímu í kennslustundum. Þau vona að þau megi hætta því 17. nóvember. Í dag var áttundi skóladagurinn sem tíu til sextán ára börn þurftu að vera með grímu í skólanum.
12.11.2020 - 19:33
Myndskeið
Skertur skóladagur hjá mörgum
Ekki geta allir nemendur fengið heilan skóladag nú þegar hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi í skólum landsins í fyrramálið. Starfsfólk grunnskólanna var í óða önn í dag að breyta uppröðun borða í kennslustofum til að mæta nýjum reglum. Skólastjóri segir að ekki séu nægilega margar skólastofur svo allir geti mætt og verið í tveggja metra fjarlægð frá öðrum nemendum.
02.11.2020 - 19:30
Grímusala tuttugufaldast á einni viku
Sala á grímum hjá heildsölunni Kemi hefur tuttugufaldast á einni viku eftir að hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar hér á landi. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir sömuleiðis „algjöra sprengingu“ hafa orðið í grímusölu.
Rétt grímunotkun er mikilvæg svo hún skili árangri
Færst hefur í vöxt undanfarnar vikur að fólk beri grímu á almannafæri til að vernda sig og aðra frá að smitast af veirunni. Til að gríman gagnist þarf að hafa nokkur atriði í huga og nota grímuna rétt því annars skilar hún engum árangri.
08.10.2020 - 20:43
Börn frá 12 ára aldri noti grímur eins og fullorðnir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með því að börn frá 12 ára aldri noti grímur við sömu aðstæður og fullorðnir. Hér á landi er ekki gerð krafa um að börn fædd árið 2005 og síðar beri grímur undir nokkrum kringumstæðum.
22.08.2020 - 19:12
Grímur geta vafalaust komið í veg fyrir smit
„Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga.“ Þetta kemur fram í svari Jóns Magnúsar Jóhannessonar, deildarlæknis á Landspítalanum, á Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum sem tóku gildi á hádegi síðastliðinn föstudag er fólki skylt að bera grímur hér á landi við aðstæður þar sem ómögulegt er að halda tveggja metra fjarlægð milli fólks.