Færslur: Grímsey

Tækifæri liggja í framtíð Grímseyjar
Nýr verkefnisstjóri byggðaþróunarverkefnis í Grímsey segir mikil tækifæri liggja í framtíð eyjarinnar. Áskoranir séu þó nokkrar en lausnir liggi í frumlegri og skapandi hugsun og því að festast ekki í úreldum hugmyndum um mennta- og atvinnumál.
11.10.2021 - 08:54
Grímseyingar þiggja ekki kirkju úr höndum slökkviliðs
Grímseyingar þiggja ekki kirkju sem starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli bauð þeim að gjöf. Söfnun stendur yfir fyrir smíði nýrrar kirkju eftir að Miðgarðakirkja brann til grunna.
Kirkjan í Grímsey var tryggð fyrir tæpar 30 milljónir
Tæplega fjórar milljónir hafa safnast inn á reikning sóknarnefndar Grímseyjarkirkju eftir að söfnun var sett á laggirnar í síðustu viku. Kirkjan sem brann til kaldra kola í síðustu viku var tryggð fyrir tæplega 30 milljónir króna.
28.09.2021 - 14:18
Landinn
Sárt að kveðja eyjarnar sínar
„Það var grátið og bölvað og ekki allt börn sem grétu,“ segir Hermann Ragnarsson fyrrum íbúi í Flatey á Skjálfanda þegar hann lýsir því þegar Flateyingar ákváðu að flytja allir í land haustið 1967.
27.09.2021 - 11:27
Síðdegisútvarpið
„Vinum mínum þakklátur að hafa ekki gefist upp á mér“
Séra Pálmi Matthíasson lætur af störfum um helgina eftir 32 ár í Bústaðakirkju. Hann þjónaði áður fyrir norðan og meðal annars í Grímeyjarkirkju og segir hann marga íbúa hafa grátið þegar hún varð eldi að bráð í vikunni. Hann hlakkar til að fá tíma til að hlúa að fjölskyldunni og hitta vini sína.
26.09.2021 - 12:00
Kjörkassinn frá Grímsey aldrei borist jafn snemma
Einn af stóru óvissuþáttunum hjá kjörstjórn Akureyrarbæjar hefur jafnan verið hvenær kjörkassinn frá Grímsey kemst í land. Formaður kjörstjórnar var því fegin þegar hún fékk kassann í fangið um klukkan 16 dag.
25.09.2021 - 17:25
Líklegast að kviknað hafi í kirkjunni út frá rafmagni
Hafin er fjársöfnun til styrktar byggingu nýrrar kirkju í Grímsey. Formaður hverfisráðs segir að eindreginn vilji til þess hafi komið fram á íbúafundi í gær. Allt bendir til að kviknað hafi í kirkjunni út frá rafmagni.
23.09.2021 - 12:32
Myndskeið
Heimamenn staðráðnir í að endurbyggja kirkjuna
Nær allir íbúar í Grímsey reyndu að bjarga því sem hægt var þegar Miðgarðakirkja brann til grunna í nótt. Þrátt fyrir mikla sorg eru heimamenn staðráðnir í að endurbyggja kirkjuna.
22.09.2021 - 22:44
Rannsókn á brunanum í Grímsey hefst í dag
Rannsókn á brunanum í Miðgarðakirkju hefst í dag þegar tæknimenn frá lögreglu, Mannvirkjastofnun og slökkviliði fara til Grímseyjar. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að sveitarfélagið muni standa þétt við bakið á Grímseyingum og aðstoða þá við að taka ákvörðun um framhaldið.
22.09.2021 - 13:02
Einstök altaristafla glataðist í brunanum
Einstök altaristafla sem Arngrímur Gíslason málaði árið 1879 var meðal gripa sem glötuðust þegar Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna í nótt. Sædís Gunnarsdóttir, minjavörður Norðurlands eystra, segir kirkjuna eiga sér mikla sögu og að mikill missir sé af munum sem voru í henni.
22.09.2021 - 11:35
Verðum að bretta upp ermar og endurbyggja kirkjuna
„Margir eiga góðar minningar úr kirkjunni og það er óskaplega sorglegt að hún skuli vera horfin. Fólk er með tárin í augunum.
22.09.2021 - 09:46
Myndskeið
Brann til grunna á 20 mínútum
Svavar Gylfason slökkviliðsstjóri í Grimsey segir að kirkjan hafi orðið alelda á skömmum tíma. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var mestur eldur í turninum en rafmagnstaflan er þar undir.
22.09.2021 - 08:16
Grímseyingar í áfalli eftir nóttina
„Þetta var náttúrulega bara alveg skelfilegt. Fólkið þarna heima á miklar minningar úr þessu húsi eins og gefur að skilja, bæði gleði og sorg,“ segir Alfreð Garðarson, sem situr í sóknarnefnd Miðgarðakirkju í Grímsey sem brann til grunna í nótt.
22.09.2021 - 07:51
Grímseyjarkirkja brann til grunna
Grímseyjarkirkja brann til grunna í nótt. Mikill eldur kom upp í kirkjunni laust fyrir miðnætti, og var engum verðmætum hægt að bjarga úr kirkjunni, að sögn mbl.is sem greindi fyrst frá eldsvoðanum.
22.09.2021 - 02:18
„Þetta voru mjög skrýtnir dagar“
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna í Grímsey undanfarna daga með þeim afleiðingum að nær allir fjörutíu íbúar eyjunnar fóru í sóttkví. Kona sem býr í eynni segir ástandið hafa verið sérstakt en ekki var hægt að þjónusta þá ferðamenn sem heimsóttu Grímsey.
17.08.2021 - 13:21
Fimm smitaðir í Grímsey — Nær öll eyjan í sóttkví
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna í Grímsey en fyrstu tvö smitin greindust í síðustu viku og fóru nær allir á eyjunni í sóttkví í kjölfarið, ýmist í sjálfskipaða sóttkví eða formlega sóttkví. Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, segir eyjuna hafa lamast í nokkra daga en nú sé sóttkví lokið hjá flestum.
17.08.2021 - 08:11
Skjálftar við Grímsey og gos í Geldingadölum
Svolítil skjálftahrina varð austur og aust-suðaustur af Grímsey í nótt, en engar tilkynngar bárust þó um að hennar hefði orðið vart í byggð. Gosið í Geldingadölum hélt uppteknum hætti, mögulega af eilítið meiri krafti en í gær.
Orkuskipti hefjast í Grímsey
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að tvær vindmyllur verði reistar í Grímsey í sumar. Þetta er tilraunaverkefni sem er fyrsta skref í átt til þess að Grímseyingar noti eingöngu rafmagn frá grænum orkugjöfum. Í Grímsey kemur öll orka frá díselrafstöðum. Lengi hefur verið rætt um hvernig hægt sé að finna umhverfisvænni leiðir sem einnig væru fjárhagslega hagstæðari, en olíubrennslan er mjög kostnaðarsöm.
15.06.2021 - 09:48
Dásamlegt að vera eini bólusetti þéttbýlisstaðurinn
Flogið var með sextán skammta af bóluefni Jansen til Grímseyjar í gær og allir eyjarskeggjar sem það vildu bólusettir. Kona sem býr í eynni segir dásamlegt að vera bólusett en um leið sorglegt að það hafi ekki gerst fyrr.
02.06.2021 - 11:59
Grímseyingar bólusettir á einu bretti í dag
Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fóru út í Grímsey í dag og bólusettu alla þá sem áttu eftir að fá bólusetningu. Sextán voru bólusettir í þessari ferð með bóluefni frá Jansen og þurfa þeir því ekki að fá aðra sprautu.
01.06.2021 - 15:51
Orkuskipti í Grímsey gætu hafist í sumar
Á næstu mánuðum er stefnt að því að stíga stór skref í orkuskiptum í Grímsey með uppsetningu á vindmyllum og sólarorkuveri. Ef áætanir ganga eftir gætu framkvæmdir hafist í byrjun sumars.
18.03.2021 - 15:36
Bæjarráð Akureyrar gagnrýnir hækkun ferjufargjalda
Bæjarráð Akureyrar mótmælir boðaðri hækkun fargjalda og farmgjalda í ferjuna Sæfara, sem sér um fólks- og vöruflutninga milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar. Áformað er að hækka fargjöldin um 12 próent í maí, og farmgjöldin um 14 prósent.
20.02.2021 - 07:31
Skjálftar fundust í Grímsey og á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálftahrina er nú í gangi norðaustan við Grímsey. Klukkan 20:20 í kvöld varð jarðskjálfti þar af stærðinni 2,8 sem fannst í eynni.
09.02.2021 - 22:14
Óvenjulegt jólahald í Grímsey
Óvenjumargt hefur verið í Grímsey í vetur og margir Grímseyingar eru heima yfir jólahátíðina. Faraldurinn hefur áhrif þar eins og annarsstaðar og breytir jólahaldinu. Mestallt samkomuhald í eyjunni fellur niður.
25.12.2020 - 13:01
Snarpir skjálftar nærri Grímsey í nótt
Tveir jarðskjálftar yfir fjórum að stærð urðu um tólf kílómetrum norðaustur af Grímsey í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú mældist skjálfti af stærðinni 4,3. Skömmu síðar varð eftiskjálfti af stærðinni 3,4 á sama stað. Um klukkan hálf fjögur varð svo skjálfti sem mældist 4,2 að stærð á svipuðum slóðum, og um tveimur mínútum síðar fylgdi skjálfti af stærðinni 4,3.
26.09.2020 - 04:16