Færslur: Grímsey

Vara við skriðuföllum austur á Melrakkasléttu
Veðurstofa Íslands og Almannavarnir minna á að óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Rannsóknir á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu benda til að enn sé innistæða fyrir stærri skjálfta allt að stærð sjö á misgenginu.
Frekari aðgerða þörf til að treysta byggð í Grímsey
Lægri skattbyrði, aukinn byggðakvóti og hlutverk Grímseyjar varðandi öryggi sjófarenda, eru dæmi um leiðir sem Akureyrarbær vill fara til að treysta byggð í eyjunni. Íbúarnir segja búsetuskilyrði hafa batnað undanfarin ár.
30.06.2020 - 20:50
3 milljónir í markaðssetningu Hríseyjar og Grímseyjar
Akureyrarstofa ætlar að markaðssetja Hrísey og Grímsey sérstaklega fyrir sumarið. Grímseyingur treystir því að það verði gott veður í sumar en útlendingar hafa verið mikill meirihluti ferðamanna.
19.05.2020 - 13:07
„Mikilvægt að sýna líka sóknarhug“
Akureyrarbær ætlar að verja 40 milljónum í að efla ferðaþjónustu og menningarstarfsemi fyrir sumarið vegna faraldursins. Formaður stjórnar Akureyrarstofu segir óvissuna mikla en einmitt þess vegna sé mikilvægt að sýna sóknarhug.
06.05.2020 - 13:53
Ungir Grímseyingar bæta við flotann í eynni
Tveir ungir Grímseyingar hafa fest kaup á strandveiðibátum. Þeim var tekið eins og konungum þegar þeir lögðu við bryggju og eyjaskeggjar eru ánægðir með þróunina.
29.04.2020 - 14:37
Viðtal
„Það er ofboðslegur kraftur í fólkinu þarna“
Forseti bæjarstjórnar Akureyrar segir mikinn hug í íbúum Grímseyjar þrátt fyrir erfiða stöðu. Hún hefur undanfarnar vikur átt fundi með öllum fjölskyldum Grímseyjar um stöðu byggðarinnar.
13.11.2019 - 14:08
Heilsársbyggð í Grímsey gæti lagst af
Bæjarfulltrúi á Akureyri segir að huga þurfi að því að heilsársbyggð í Grímsey geti lagst af. Grímseyingar bera fram óskir sínar og hugmyndir um framtíðina á fundi með fulltrúum bæjarins. Búið er að samþykkja að framlengja byggðarþróunarverkefnið Brothættar byggðir um eitt ár í Grímsey.
07.11.2019 - 12:59
Ekkert athugavert við kaup Ramma á Sigurbirni
Samkeppniseftirlitið sér ekkert athugavert við kaup Ramma á öllu hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf. í Grímsey. Bæjarfulltrúar á Akureyri funda með hverri fjölskyldu í eynni fyrir sig, um stöðuna sem upp er komin.
04.11.2019 - 11:59
Grímseyingar áhyggjufullir
Íbúar í Grímsey hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn á eynni en allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf., hefur verið selt. Með sölunni fer nær helmingur þeirra aflaheimilda, sem útgerðarfyrirtæki í Grímsey ráða yfir, frá eyjunni. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
15.10.2019 - 19:30
Myndskeið
Opnuðu pylsuvagn til að hafa atvinnu í Grímsey
Fjölskylda í Grímsey hefur opnað veitingavagn við höfnina í eynni og selur ferðamönnum bæði pylsur og ís. Fjörutíu skemmtiferðaskip koma til Grímseyjar í sumar.
10.07.2019 - 07:05
Viðtal
Lundinn fyrr á ferðinni
Lundinn kom til Grímseyjar fyrir nokkrum dögum síðan og kemur mun fyrr til landsins nú en á árum áður, að sögn Svafars Gylfasonar, sjómanns, sem haldið hefur skrá um komu lundans í 19 ár. Þar áður hélt faðir hans nákvæma skrá um komu lundans. Hann telur að fuglinum hafi fjölgað við Grímsey á undanförnum árum.
08.04.2019 - 15:14
Fólksfækkun í Grímsey þrátt fyrir aðgerðir
Þótt Grímseyingar hafi tekið þátt í verkefninu „Brothættar byggðir“ síðan sumarið 2015, hefur ekki tekist að snúa við íbúaþróun í eyjunni. Verkefnastjórinn segir þó að vel hafi tekist til í mörgum verkefnum og ýmislegt hafi breyst til batnaðar.
05.02.2019 - 15:57
Bandaríkjamenn hrifnastir af Grímsey
Bandaríkin eru vænlegasta svæðið til að markaðssetja Grímsey fyrir erlenda ferðamenn. Niðurstöður könnunar sýna að Bandaríkjamenn eru mjög áhugsamir um ferðalög til Grímesyjar og erlendir ferðamenn hrifnastir af lundanum og staðsetningu eyjunnar.
18.12.2018 - 16:30
Skjálftahrinan við Grímsey heldur áfram
Skjálftahrinan sem staðið hefur yfir norður af Grímsey síðustu daga og vikur heldur áfram. Yfir eitt hundrað skjálftar hafa orðið á þessum slóðum í gærkvöld og nótt. Tveir stærstu skjálftarnir voru af stærðinni 2,8; annar þeirra varð rétt fyrir hálftvö í nótt en hinn laust fyrir sex í morgun. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta einfaldlega framhald á hræringum síðustu vikna og ekki vita á neitt annað eða meira.
23.02.2018 - 06:23
Skjálftahrinan við Grímsey líklega í rénun
Enn skelfur jörð við Grímsey þó að aðeins einn skjálfti yfir þrjá hafi mælst síðan í gær. Síðan stóri skjálftinn reið yfir í gær hafa skjálftarnir minnkað, en eru þó tíðir. Jarðvísindamaður segir margt benda til að hrinan sé í rénun.
20.02.2018 - 11:55
Tveir skjálftar yfir 4 að stærð við Grímsey
Tveir skjálftar, annar 4,4 og hinn 4,6, urðu við Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Þá mældust tveir skjálftar af stærðinni 4,0 um 14 kílómetrum austur af Grímsey rétt eftir klukkan þrjú í nótt. Fjöldi skjálfta um og yfir þremur af stærð hefur mælst við Grímsey í nótt.
19.02.2018 - 04:12
Leiða sjaldnast til stærri skjálfta
Skjálftahrinur eins og nú eru við Grímsey leiða í flestum tilfellum ekki til stærri skjálfta, segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Á nokkurra áratuga fresti verði hins vegar öflugir skjálftar fyrir Norðurlandi, sá síðasti fyrir 40 árum. 
17.02.2018 - 19:05
Enn skelfur við Grímsey
Jörð skelfur enn nærri Grímsey. Stærsti skjálfti gærkvöldsins mældist 3,9 að stærð en hann varð tíu mínútum fyrir miðnætti. Átta skjálftar hafa mælst yfir þrjá að stærð í nótt, þeirra stærstur mældist 3,7 um klukkan hálf sjö.
17.02.2018 - 07:46
Skjálftahrina við Grímsey
Nokkrir jarðskjálftar um og yfir þremur að stærð hafa mælst við Grímsey í kvöld. Jarðskjálftahrina hófst í nágrenni við eynna  í lok janúar og hefur staðið með hléum síðan. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst um 350 skjálftar.
15.02.2018 - 01:16
Grímsey enn í vanda þrátt fyrir aðgerðir
Aðgerðir sem gripið var til fyrir tæpum tveimur árum, og áttu að styðja við byggð í Grímsey, eru ekki taldar hafa borið tilætlaðan árangur. Fólki fækkar í eyjunni og þar skortir sérstaklega ungt fólk.
04.10.2017 - 19:11
Eyjabörn efla tengslin
Skemmtilegt samstarf hefur myndast á milli skólanna tveggja í Grímsey og Hrísey. Skólarnir eru fámennir og til að efla tengslin og auka fjölbreytni í náminu, skiptast nemendurnir á heimsóknum.
17.05.2017 - 15:09
Ein af þremur útgerðum seld úr Grímsey
Búið er að selja eitt af þremur útgerðarfyrirtækjum Grímseyjar til Fáskrúðsfjarðar og allan kvóta þess. Eftir standa tvær útgerðir sem náðu samningum við Íslandsbanka um endurskipulagninu á skuldum.
08.02.2017 - 12:41
Kalla eftir aðgerðum fyrir Grímseyinga
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á innanríkisráðherra, að hrinda nú þegar í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga og voru samþykktar af ríkisstjórninni í nóvember í fyrra.
16.09.2016 - 11:18
Kennileiti Grímseyjar fært úr stað
Ekki er hægt að flytja nýtt tákn Grímseyjar, kúlulagað listaverk, á heimskautsbauginn eins og fyrirhugað var. Komið hefur í ljós að mikið jarðrask hlýst af flutningi listaverksins á þann stað sem því var upphaflega ætlað að standa.
28.08.2016 - 16:52
Tveir nýir Grímseyingar fæddust sama daginn
Það er ekki á hverjum degi sem nýir Grímseyingar koma í heiminn. Það gerðist engu að síður 19. maí, þegar tvö börn Grímseyinga litu dagsins ljós. Við það jókst íbúafjöldi í eynni um 3%.
23.05.2016 - 14:59