Færslur: Grímsey

Nýja kirkjan færð vegna fornleifafundar í Grímsey
Við undirbúning kirkjubyggingar í Grímsey fundu fornleifafræðingar gamlar minjar sem gefa vísbendingu um búsetu fljótlega eftir landnám. Vegna uppgötvunarinnar mun nýja kirkjan verða byggð annars staðar en áætlað hafði verið.
17.05.2022 - 12:04
Byrja að byggja í Grímsey þó enn vanti tugi milljóna
Nokkra tugi milljóna vantar til að fjármagna kirkjubyggingu í Grímsey. Skóflustunga var tekin í gær að nýrri kirkju sem reist verður á grunni þeirrar gömlu sem brann á síðasta ári. Söfnun stendur enn yfir.
09.05.2022 - 11:44
„Finnst komið vor þegar maður sér fyrsta lundann“
Lundinn er á leiðinni til landsins frá vetrarstöðvunum þessa dagana. Fyrsti lundinn sást við Grímsey í dag.
31.03.2022 - 11:46
Glæðum hleypt í Grímsey
Rúmum sextán milljónum hefur verið úthlutað til tólf verkefna í Grímsey, með það fyrir augum að efla byggð í eyjunni. Verkefnisstjóri segir vaxandi áhuga vera á eynni.
30.03.2022 - 13:28
Breyta gamla leikskólanum í Grímsey í fjarvinnustöð
Kvenfélagið í Grímsey hefur undanfarnar vikur breytt leikskólanum í plássinu í vinnuaðstöðu fyrir fólk sem vill dvelja í eynni og vinna fjarvinnu. Kvenfélagskona segir tilvalið að kúpla sig út úr daglegu stressi og vinna frá Grímsey.
04.03.2022 - 11:03
Grímseyingar vilja nýtt skip — „Ferjan ekki boðleg“
Grímseyingar eru orðnir langþreyttir á ferjunni Sæfara sem gengur milli lands og eyjar. Hverfisráð ályktaði um málið í dag og segja eyjaskeggjar að ferjan sé ekki boðleg. Engin áform eru hjá Vegagerðinni um að skipta ferjunni út.
18.02.2022 - 15:30
Tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð nærri Grímsey
Á þriðja tímanum í nótt mældust tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð norður af landinu. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir skjálftana hluta jarðskorpuhreyfinga á svæðinu.
Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa
197 skemmtiferðaskip eru bókuð til hafnar á Akureyri, Grímsey og Hrísey í sumar, með samanlagt um 200.000 farþega innanborðs. Hjá Faxaflóahöfnum hafa þegar verið bókaðar 194 skipakomur í sumar með um 219.000 farþega um borð.
22.01.2022 - 06:21
Vinnsluskylda á byggðakvóta verði felld niður í Grímsey
Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir því að veitt verði undanþága frá reglugerð um úthlutun byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Vinnsluskylda á byggðakvóta verði felld niður í sérreglum Akureyrarbæjar um úthlutun byggðakvóta í Grímsey.
17.01.2022 - 16:24
Fagnar fjármunum til endurbyggingar Miðgarðakirkju
Formaður sóknarnefndar í Grímsey fagnar mjög þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja fjármunum til endurbyggingar Miðgarðakirkju. Jólamessan í eyjunni verður í félagsheimilinu Múla milli jóla og nýárs.
21.12.2021 - 16:54
Tuttugu milljónir í endurbyggingu Miðgarðakirkju
Tuttugu milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar verður varið í endurbyggingu Miðgarðakirkju í Grímsey. Þetta samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum í morgun.
21.12.2021 - 12:38
Ný kirkja rís í Grímsey næsta sumar
Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn. Enn vantar þó töluvert fjármagn til enduruppbyggingarinnar og er ósk Grímseyinga að fleiri fyrirtæki leggi söfnuninni lið.
16.12.2021 - 15:57
Óttast að Hrísey og Grímsey fyllist af gömlum druslum
Frá og með áramótum geta eig­end­ur öku­tækja sem notuð eru í Grímsey, Flatey eða Hrísey fengið und­anþágu frá skoðun­ar­skyldu. Formaður hverfisráðs Hríseyjar óttast að með þessu verði umferðaöryggi fórnað. Eigandi vélaverkstæðis í Grímsey segir þetta arfavitlausar breytingar.
14.12.2021 - 15:12
Söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey
Síðan Miðgarðakirkja brann í Grímsey upp úr miðjum september hefur verið yfirstandandi söfnun fyrir byggingu nýrrar kirkju. Aðstoð hefur borist úr ýmsum áttum og nú síðast tilkynnti sóknarnefnd Hallgrímskirkju að hún myndi veita fjármagn í bygginguna.
01.11.2021 - 09:04
Tækifæri liggja í framtíð Grímseyjar
Nýr verkefnisstjóri byggðaþróunarverkefnis í Grímsey segir mikil tækifæri liggja í framtíð eyjarinnar. Áskoranir séu þó nokkrar en lausnir liggi í frumlegri og skapandi hugsun og því að festast ekki í úreldum hugmyndum um mennta- og atvinnumál.
11.10.2021 - 08:54
Grímseyingar þiggja ekki kirkju úr höndum slökkviliðs
Grímseyingar þiggja ekki kirkju sem starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli bauð þeim að gjöf. Söfnun stendur yfir fyrir smíði nýrrar kirkju eftir að Miðgarðakirkja brann til grunna.
Kirkjan í Grímsey var tryggð fyrir tæpar 30 milljónir
Tæplega fjórar milljónir hafa safnast inn á reikning sóknarnefndar Grímseyjarkirkju eftir að söfnun var sett á laggirnar í síðustu viku. Kirkjan sem brann til kaldra kola í síðustu viku var tryggð fyrir tæplega 30 milljónir króna.
28.09.2021 - 14:18
Landinn
Sárt að kveðja eyjarnar sínar
„Það var grátið og bölvað og ekki allt börn sem grétu,“ segir Hermann Ragnarsson fyrrum íbúi í Flatey á Skjálfanda þegar hann lýsir því þegar Flateyingar ákváðu að flytja allir í land haustið 1967.
27.09.2021 - 11:27
Síðdegisútvarpið
„Vinum mínum þakklátur að hafa ekki gefist upp á mér“
Séra Pálmi Matthíasson lætur af störfum um helgina eftir 32 ár í Bústaðakirkju. Hann þjónaði áður fyrir norðan og meðal annars í Grímeyjarkirkju og segir hann marga íbúa hafa grátið þegar hún varð eldi að bráð í vikunni. Hann hlakkar til að fá tíma til að hlúa að fjölskyldunni og hitta vini sína.
26.09.2021 - 12:00
Kjörkassinn frá Grímsey aldrei borist jafn snemma
Einn af stóru óvissuþáttunum hjá kjörstjórn Akureyrarbæjar hefur jafnan verið hvenær kjörkassinn frá Grímsey kemst í land. Formaður kjörstjórnar var því fegin þegar hún fékk kassann í fangið um klukkan 16 dag.
25.09.2021 - 17:25
Líklegast að kviknað hafi í kirkjunni út frá rafmagni
Hafin er fjársöfnun til styrktar byggingu nýrrar kirkju í Grímsey. Formaður hverfisráðs segir að eindreginn vilji til þess hafi komið fram á íbúafundi í gær. Allt bendir til að kviknað hafi í kirkjunni út frá rafmagni.
23.09.2021 - 12:32
Myndskeið
Heimamenn staðráðnir í að endurbyggja kirkjuna
Nær allir íbúar í Grímsey reyndu að bjarga því sem hægt var þegar Miðgarðakirkja brann til grunna í nótt. Þrátt fyrir mikla sorg eru heimamenn staðráðnir í að endurbyggja kirkjuna.
22.09.2021 - 22:44
Rannsókn á brunanum í Grímsey hefst í dag
Rannsókn á brunanum í Miðgarðakirkju hefst í dag þegar tæknimenn frá lögreglu, Mannvirkjastofnun og slökkviliði fara til Grímseyjar. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að sveitarfélagið muni standa þétt við bakið á Grímseyingum og aðstoða þá við að taka ákvörðun um framhaldið.
22.09.2021 - 13:02
Einstök altaristafla glataðist í brunanum
Einstök altaristafla sem Arngrímur Gíslason málaði árið 1879 var meðal gripa sem glötuðust þegar Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna í nótt. Sædís Gunnarsdóttir, minjavörður Norðurlands eystra, segir kirkjuna eiga sér mikla sögu og að mikill missir sé af munum sem voru í henni.
22.09.2021 - 11:35
Verðum að bretta upp ermar og endurbyggja kirkjuna
„Margir eiga góðar minningar úr kirkjunni og það er óskaplega sorglegt að hún skuli vera horfin. Fólk er með tárin í augunum.
22.09.2021 - 09:46