Færslur: Grenivík

Neytendur vilja umhverfisvænar vörur
Snyrtivöruframleiðandi á Grenivík segir að gott gengi fyrirtækisins á markaði sé að einhverju leyti að þakka góðri umhverfisímynd íslenskra fyrirtækja. Neytendur vilji í auknum mæli kaupa snyrtivörur sem þeir viti að eru framleiddar með umhverfisvænum hætti. 
12.08.2021 - 09:40
Sjónvarpsfrétt
„Hérna er að rísa bara eitt flottasta hótel á landinu"
Stefnt er á að opna rúmlega fimm þúsund fermetra lúxushótel á Þengilhöfða við Grenivík á næsta ári. Byrjað var að leggja veg að hótelstæðinu í síðustu viku. Framkvæmdirnar kosta, að sögn eiganda, yfir milljarð króna.
24.03.2021 - 13:40
Myndir
Grenivík á kafi í snjó — „Gengur þokkalega vel að moka“
Töluvert hefur snjóað á Grenivík í Grýtubakkahreppi síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Á Grenivík eru tvö moksturstæki sem sem hafa síðustu daga mokað bæinn frá fimm á morgana og fram á kvöld.
27.01.2021 - 14:30
Myndband
„Vonandi nýtist þetta ekki“
„Við áttum smá afgang og ákváðum að eyða honum í þetta," segir slökkviliðsstjórinn á Grenivík en hann gekk ásamt félaga sínum úr liðinu hús úr húsi á dögunum og gaf bæjarbúum reykskynjara. Þeir vona þó að ekki þurfi að nýta búnaðinn.
16.12.2020 - 10:13
Staðfest smit á Grenivík
Eitt smit kórónaveirunnar hefur nú verið staðfest á Grenivík. Ekki er talin hætta á að veiran hafi dreift sér en einn var settur í sóttkví. Sveitarstjóri segir að næstu vikur eigi eftir að reyna á.
19.03.2020 - 14:33