Færslur: Grenivík

Gekk 40 kílómetra og tíndi rusl
Kona á Norðurlandi gekk í ellefu daga meðfram þjóðveginum og tíndi rusl. Hluti leiðarinnar var um þjóðveg eitt sem hún segir lífshættulegt að ganga meðfram. 
25.07.2022 - 08:47
Söfnuðu rúmlega 400 þúsundum á Úkraínudegi
Sérstakur Úkraínudagur var haldinn í Grenivíkurskóla í síðustu viku. Þar söfnuðust rúmar 400 þúsund krónur sem renna til neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu.
09.06.2022 - 16:36
Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka slysið á Grenivík
Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir allt samfélagið harmi slegið eftir slys sem varð í verksmiðju Pharmartica í gær. Tveir starfsmenn, karl og kona á þrítugsaldri voru flutt alvarlega slösuð með mikil brunasár með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra að öðru leyti.
Sjónvarpsfrétt
Tvö flutt með sjúkraflugi eftir sprengingu á Grenivík
Karl og kona eru alvarlega slösuð eftir sprengingu í verksmiðju Pharm Artica á Grenivík. Þau eru starfsmenn verksmiðjunnar, og nú er verið að flytja þau til Reykjavíkur með sjúkraflugi.
23.03.2022 - 18:11
Myndskeið
Sungu fyrir kaupmanninn til að þakka fyrir slikkeríið
Ungir menn á Grenivík sem ekki gátu tekið þátt í öskudeginum vegna covid-veikinda fengu óvæntan glaðning frá kaupmanninum í plássinu sem sendi þeim nammi þegar hann frétti af málinu. Strákarnir sömu því lag til að þakka fyrir sig.
02.03.2022 - 15:46
Mikil uppbygging íbúðahúsnæðis á Grenivík
Sveitarstjórnin í Grýtubakkahreppi stefnir á mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Grenivík á næstu árum. Sveitarstjóri segir að vegna atvinnuuppbyggingar sé mikill  húsnæðisskortur í þorpinu.
04.12.2021 - 11:22
Miklar skemmdir eftir húsbruna á Grenivík
Slökkvilið Grýtubakkahrepps var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknað hafði í einbýlishúsi á Grenivík. Húsið er að sögn Þorkels Pálssonar Slökkviliðsstjóra mikið skemmt, en var sem betur fer mannlaust.
Neytendur vilja umhverfisvænar vörur
Snyrtivöruframleiðandi á Grenivík segir að gott gengi fyrirtækisins á markaði sé að einhverju leyti að þakka góðri umhverfisímynd íslenskra fyrirtækja. Neytendur vilji í auknum mæli kaupa snyrtivörur sem þeir viti að eru framleiddar með umhverfisvænum hætti. 
12.08.2021 - 09:40
Sjónvarpsfrétt
„Hérna er að rísa bara eitt flottasta hótel á landinu"
Stefnt er á að opna rúmlega fimm þúsund fermetra lúxushótel á Þengilhöfða við Grenivík á næsta ári. Byrjað var að leggja veg að hótelstæðinu í síðustu viku. Framkvæmdirnar kosta, að sögn eiganda, yfir milljarð króna.
24.03.2021 - 13:40
Myndir
Grenivík á kafi í snjó — „Gengur þokkalega vel að moka“
Töluvert hefur snjóað á Grenivík í Grýtubakkahreppi síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Á Grenivík eru tvö moksturstæki sem sem hafa síðustu daga mokað bæinn frá fimm á morgana og fram á kvöld.
27.01.2021 - 14:30
Myndband
„Vonandi nýtist þetta ekki“
„Við áttum smá afgang og ákváðum að eyða honum í þetta," segir slökkviliðsstjórinn á Grenivík en hann gekk ásamt félaga sínum úr liðinu hús úr húsi á dögunum og gaf bæjarbúum reykskynjara. Þeir vona þó að ekki þurfi að nýta búnaðinn.
16.12.2020 - 10:13
Staðfest smit á Grenivík
Eitt smit kórónaveirunnar hefur nú verið staðfest á Grenivík. Ekki er talin hætta á að veiran hafi dreift sér en einn var settur í sóttkví. Sveitarstjóri segir að næstu vikur eigi eftir að reyna á.
19.03.2020 - 14:33