Færslur: Greiðsluþátttökukerfið

ÖBÍ segja greiðsluþakið hálfgerðan blekkingarleik
Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hriplekt. Í nýrri skýrslu þess kemur fram að sjúklingar greiði á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþakinu. Formaður bandalagsins segir viðbótarkostnaðinn bitna verst á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda. 
Gagnrýna að sálfræðiþjónusta sé enn ekki niðurgreidd
Heilbrigðisráðherra hefur ekki samið við Sjúkratryggingar um niðurgreiðslur á sjálfræðiþjónustu fullorðinna þó fimm mánuðir séu liðnir frá því heimild til þess var veitt í lögum. Grafalvarlegt segir formaður Geðhjálpar. Formaður Sálfræðingafélagsins sakar stjórnvöld um hægagang. Fjölmargir hafi ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. 
Myndskeið
Aukagjöld lækna bitna verst á fólki í fátækt
Þeir sem búa við fátækt finna mest fyrir aukagjöldum í heilbrigðisþjónustu sem falla utan við greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Þetta segir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að samningar náist við sérfræðilækna og sjúkraþjálfara. Það sé þróun sem ekki sé viðunandi.
Myndskeið
10.000 króna aukagjald innheimt af sjúklingum
Dæmi eru um að fólk þurfi að greiða tíu þúsund króna aukagjald þegar það fer til sérgreinalæknis. Gjaldið er ekki niðurgreitt af ríkinu og því þurfa sjúklingar að greiða það að fullu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir þetta sýna að brýnt sé að ná samningum við sérfræðilækna sem fyrst.
Gagnrýna greiðsluþátttökukerfið
Þakið á greiðsluþátttöku sjúklinga er of hátt, segja bæði ASÍ og Öryrkjabandalagið. Þau fagna því að komið sé til móts við sjúklinga sem þurft hafa að greiða mikið vegna veikinda sinna, en segja lausnina ekki fólgna í því að velta kostnaði yfir á aðra. Setja verði meira fé í málaflokkinn.