Færslur: Grafarvogur

Harma ástandið sem ólyktin veldur
Íslenska gámafélagið harmar það ástand sem hefur skapast vegna ólyktar sem hefur borist frá jarðgerð fyrirtækisins í Gufunesi.
25.08.2020 - 16:34
Reyna að koma í veg fyrir að fnykurinn berist í loftið
Fnykurinn sem Grafarvogsbúar hafa kvartað undan síðustu daga kemur frá jarðgerð Íslenska gámafélagsins í Gufunesi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ítrekað gert kröfu um tafarlausar úrbætur og Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir að félagið leiti nú leiða til að koma í veg fyrir að lyktin berist í andrúmsloftið.
23.08.2020 - 17:20
„Verstu lykt í heiminum“ leggur yfir Grafarvog
Mikla ólykt leggur yfir Grafarvog frá moltugerð í Gufunesi og íbúar eru orðnir langþreyttir á henni. Fnykurinn var í gær enn megnari en áður hefur fundist að sögn íbúa í Rimahverfi, og var fólk því hvatt til að kvarta til heilbrigðiseftirltis Reykjavíkur og krefjast úrbóta.
22.08.2020 - 16:57
Menningin
Láta listina leiða sig í gegnum Grafarvog
Yfir Gullinbrú er þriðji áfangi sýningarraðarinnar Hjólið, sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík setur upp í opinberu rými borgarinnar í aðdraganda 50 ára afmælis félagsins árið 2022.
Réðust á starfsmann skíðasvæðisins í Grafarvogi
Nokkrir unglingspiltar réðust á umsjónarmann skíðasvæðisins í Grafarvogi í gærkvöld. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að piltarnir hafi slegið og sparkað í manninn þegar hann gerði athugasemdir við að þeir færu ekki eftir reglum svæðisins. Vitni voru að árásinni en piltarnir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn.
06.03.2020 - 06:22
Myndskeið
Mótmæla lokun Kelduskóla Korpu af pöllum Ráðhússins
Mikill fjöldi fylgist nú með fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur. Þar er til umræðu tillaga meirihlutans um breytingu á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan felur í sér tímabundna lokun á Kelduskóla Korpu og hefur mætt mikill andstöðu íbúa í hverfinu - og kennara og nemenda skólans.
19.11.2019 - 16:12
Kelduskóla-Korpu lokað frá og með næsta hausti
Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu felur í sér að skólahald verður aflagt í Kelduskóla þar til börnum í Staðahverfi á aldrinum 6-12 ára hefur fjölgað í 150 og verður þá ákvörðun um skólahald í hverfinu endurskoðuð í samstarfi við foreldra og íbúa.
12.11.2019 - 15:47
Kennarar leggjast gegn lokun Kelduskóla Korpu
Til stendur að loka Kelduskóla Korpu í Grafarvogi, að minnsta kosti tímabundið. Kennarar við skólann leggjast gegn lokuninni og bjóða borgarfulltrúum í heimsókn til að „kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram.“
Rannsókn lokið á meintri árás í Grafarvogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á meintri árás hóps ungmenna á ungling af erlendum uppruna við verslunarkjarna í Langarima í Grafarvogi 21. apríl.
10.05.2019 - 12:31
Árásin í Grafarvogi ekki talin hatursglæpur
Ráðist var á ungan dreng af erlendum uppruna við verslunarkjarna í Langarima í Grafarvogi á páskadag. Vitni að árásinni taldi kveikjuna að henni vera andúð á útlendingum. Að sögn lögreglunnar er málið til rannsóknar sem líkamsárás en ekki hatursglæpur.
26.04.2019 - 17:37
Myndband
„Skólinn er hjartað í hverfinu“
Skólinn er hjartað í hverfinu, segja íbúar í Staðahverfi í Grafarvogi sem leggjast gegn hugmyndum borgaryfirvalda um að loka Kelduskóla Korpu, grunnskólanum í hverfinu. Þeir fjölmenntu á fund með borgarfulltrúum í kvöld.
10.04.2019 - 22:30
Berjast gegn lokun hverfisskóla í Staðahverfi
Foreldrar nemenda í Kelduskóla-Korpu í Staðahverfi í Grafarvogi ætla að berjast gegn hugmyndum borgarinnar um að loka skólanum og hafa safnað á níunda hundrað undirskrifta. Viðmælendur segja að fólk sé orðið langþreytt á óvissu um skólastarf í hverfinu. Fólk vilji miklu frekar að skólinn verði efldur en að láta leggja hann niður.
20.03.2019 - 11:30
Mótmæla mögulegri lokun skóla í Grafarvogi
Rúmlega 800 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn tillögum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að loka Kelduskóla-Korpu í Grafarvogi. Nemendum þar hefur fækkað mikið undanfarin ár og eru þeir nú 61 og til skoðunar er að færa nemendur í annan skóla. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að enn hafi ekkert verið ákveðið varðandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, starfshópur fari yfir mismunandi valkosti og leggi fram tillögur í lok apríl.
19.03.2019 - 10:41
Telja sílóin án fagurfræðilegs verndargildis
Bryggjuráð, stjórn íbúasamtaka Bryggjuhverfis í Reykjavík, telur að meirihluti íbúa hverfisins vilji að síló Björgunar hf verði fjarlægð. Fagurfræðilegt verndargildi þeirra sé ekkert. Þetta kemur fram í ályktun Bryggjuráðs á fundi Hverfisráðs Grafarvogs.
09.03.2018 - 07:49