Færslur: Grafarvogur

Sinubruni í Grafarvogi
Tilkynnt var um sinubruna í Grafarvogi fyrir neðan Foldahverfi klukkan fimm síðdegis.
11.04.2022 - 17:33
Sögur af landi
Hugmynd um vistaskipti kviknaði í líkbílnum
Í byrjun árs 2020 jarðsöng séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju, afa sinn á Ísafirði ásamt sóknarprestinum þar séra Magnúsi Erlingssyni. Í líkbílnum á leiðinni inn í kirkjugarð kviknaði sú hugmynd að kannski ættu þeir Magnús að prófa að hafa kirkjuskipti. „Þá sagði Magnús: Ja, ég get sagt þér frændi. Ef þú ert þá er ég til, rifjar Grétar upp, „og meðhjálparinn var í bílnum og spurði okkur hvort þetta væri þá ákveðið.“
Lögregla veitti eftirför í Grafarvogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt, mikið var um veisluhöld í gærkvöldi en fjölmargir útskrifuðust úr Háskólum landsins í gær. Veisluhöldin virðast þó hafa farið vel fram því ekki er á þau minnst í dagbókarfærslu lögreglu.
Korpuskóli stendur auður þrátt fyrir áhuga Hjallastefnu
Korpuskóli stendur auður eftir að starfsemi hans var hætt í fyrravor. Hjallastefnan óskaði eftir að hefja grunn- og leikstólastarfsemi í húsnæðinu en var tjáð að borgin væri þegar búin að leigja helming húsnæðisins fyrir eigin starfsemi. Reykjavíkurborg lagði af skólahald í Kelduskóla Korpu síðastliðið vor og fóru nemendur hans í Engjaskóla og Borgarskóla.
12.02.2021 - 17:24
Myndskeið
Sinueldur slökktur við Korpúlfsstaði
Opnað hefur verið fyrir umferð um Korpúlfsstaði og Bakkastaði að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Götunum var lokað meðan Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins glímdi við sinueld við Korpúlfsstaði, sem nú hefur verið slökktur.
Mikill sinueldur við Korpúlfsstaði
Korpúlfstaðavegur er nú lokaður við Korpúlfstaði og Bakkastaði, vegna mikils sinuelds sem logar suðaustan við Staðahverfi. Útkall barst Slökkvliði höfuðborgarsvæðisins laust fyrir klukkan átta í morgun.
Harma ástandið sem ólyktin veldur
Íslenska gámafélagið harmar það ástand sem hefur skapast vegna ólyktar sem hefur borist frá jarðgerð fyrirtækisins í Gufunesi.
25.08.2020 - 16:34
Reyna að koma í veg fyrir að fnykurinn berist í loftið
Fnykurinn sem Grafarvogsbúar hafa kvartað undan síðustu daga kemur frá jarðgerð Íslenska gámafélagsins í Gufunesi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ítrekað gert kröfu um tafarlausar úrbætur og Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir að félagið leiti nú leiða til að koma í veg fyrir að lyktin berist í andrúmsloftið.
23.08.2020 - 17:20
„Verstu lykt í heiminum“ leggur yfir Grafarvog
Mikla ólykt leggur yfir Grafarvog frá moltugerð í Gufunesi og íbúar eru orðnir langþreyttir á henni. Fnykurinn var í gær enn megnari en áður hefur fundist að sögn íbúa í Rimahverfi, og var fólk því hvatt til að kvarta til heilbrigðiseftirltis Reykjavíkur og krefjast úrbóta.
22.08.2020 - 16:57
Menningin
Láta listina leiða sig í gegnum Grafarvog
Yfir Gullinbrú er þriðji áfangi sýningarraðarinnar Hjólið, sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík setur upp í opinberu rými borgarinnar í aðdraganda 50 ára afmælis félagsins árið 2022.
Réðust á starfsmann skíðasvæðisins í Grafarvogi
Nokkrir unglingspiltar réðust á umsjónarmann skíðasvæðisins í Grafarvogi í gærkvöld. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að piltarnir hafi slegið og sparkað í manninn þegar hann gerði athugasemdir við að þeir færu ekki eftir reglum svæðisins. Vitni voru að árásinni en piltarnir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn.
06.03.2020 - 06:22
Myndskeið
Mótmæla lokun Kelduskóla Korpu af pöllum Ráðhússins
Mikill fjöldi fylgist nú með fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur. Þar er til umræðu tillaga meirihlutans um breytingu á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan felur í sér tímabundna lokun á Kelduskóla Korpu og hefur mætt mikill andstöðu íbúa í hverfinu - og kennara og nemenda skólans.
19.11.2019 - 16:12
Kelduskóla-Korpu lokað frá og með næsta hausti
Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu felur í sér að skólahald verður aflagt í Kelduskóla þar til börnum í Staðahverfi á aldrinum 6-12 ára hefur fjölgað í 150 og verður þá ákvörðun um skólahald í hverfinu endurskoðuð í samstarfi við foreldra og íbúa.
12.11.2019 - 15:47
Kennarar leggjast gegn lokun Kelduskóla Korpu
Til stendur að loka Kelduskóla Korpu í Grafarvogi, að minnsta kosti tímabundið. Kennarar við skólann leggjast gegn lokuninni og bjóða borgarfulltrúum í heimsókn til að „kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram.“
Rannsókn lokið á meintri árás í Grafarvogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á meintri árás hóps ungmenna á ungling af erlendum uppruna við verslunarkjarna í Langarima í Grafarvogi 21. apríl.
10.05.2019 - 12:31
Árásin í Grafarvogi ekki talin hatursglæpur
Ráðist var á ungan dreng af erlendum uppruna við verslunarkjarna í Langarima í Grafarvogi á páskadag. Vitni að árásinni taldi kveikjuna að henni vera andúð á útlendingum. Að sögn lögreglunnar er málið til rannsóknar sem líkamsárás en ekki hatursglæpur.
26.04.2019 - 17:37
Myndband
„Skólinn er hjartað í hverfinu“
Skólinn er hjartað í hverfinu, segja íbúar í Staðahverfi í Grafarvogi sem leggjast gegn hugmyndum borgaryfirvalda um að loka Kelduskóla Korpu, grunnskólanum í hverfinu. Þeir fjölmenntu á fund með borgarfulltrúum í kvöld.
10.04.2019 - 22:30
Berjast gegn lokun hverfisskóla í Staðahverfi
Foreldrar nemenda í Kelduskóla-Korpu í Staðahverfi í Grafarvogi ætla að berjast gegn hugmyndum borgarinnar um að loka skólanum og hafa safnað á níunda hundrað undirskrifta. Viðmælendur segja að fólk sé orðið langþreytt á óvissu um skólastarf í hverfinu. Fólk vilji miklu frekar að skólinn verði efldur en að láta leggja hann niður.
20.03.2019 - 11:30
Mótmæla mögulegri lokun skóla í Grafarvogi
Rúmlega 800 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn tillögum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að loka Kelduskóla-Korpu í Grafarvogi. Nemendum þar hefur fækkað mikið undanfarin ár og eru þeir nú 61 og til skoðunar er að færa nemendur í annan skóla. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að enn hafi ekkert verið ákveðið varðandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, starfshópur fari yfir mismunandi valkosti og leggi fram tillögur í lok apríl.
19.03.2019 - 10:41
Telja sílóin án fagurfræðilegs verndargildis
Bryggjuráð, stjórn íbúasamtaka Bryggjuhverfis í Reykjavík, telur að meirihluti íbúa hverfisins vilji að síló Björgunar hf verði fjarlægð. Fagurfræðilegt verndargildi þeirra sé ekkert. Þetta kemur fram í ályktun Bryggjuráðs á fundi Hverfisráðs Grafarvogs.
09.03.2018 - 07:49