Færslur: Græn borg

Reykjavík verði ein 100 kolefnishlutlausra borga
Borgarráð samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að Reykjavík sæki um að verða aðili að Evrópsku samstarfsverkefni 100 kolefnishlutlausra snjallborga. Byrjað er að undirbúa drög að umsókn Reykjavíkur, en þess er beðið að skilmálar aðildarinnar verði skýrðir af hálfu Evrópusambandsins. Þá er ætlunin að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030.
Viðtal
Loftslagsáætlun ýtir undir breyttar ferðavenjur fólks
Líf Magneudóttir formaður Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar segir að vinda þurfi ofan af hörmulegri þróun í loftslagsmálum og sýna þurfi með aðgerðum að rými séu örugg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í borginni.
Græn borg: Miklabraut og Sæbraut í stokk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir stefnt að því á næstu tíu árum að borgin verði framúrskarandi hjólreiðaborg á alþjóðamælikvarða. Þetta kom fram á kynningarfundi borgarstjórnar um græna borg í morgun.